Ritmennt - 01.01.1997, Page 160
ÍSLANDSKORT Á NETINU
RITMENNT
hendi. Allmargar ljósmyndirnar, einkum af titilsíðum og lcápu-
síðum, gefa bókinni aukið gildi.
Þetta er bók sem óhætt er að mæla með. Hún á erindi til allra
sem láta sig varða bóksögu. Aðstandendum bólcarinnar skulu
færðar þakkir fyrir vel unnið verlc, greinarhöfundum, þýðanda,
ritstjórunum báðum og þó einkum Esko Hákli, þjóðbókaverði
Finnlands. Væri óskandi að aðrir norrænir þjóðbókaverðir létu
til sín taka með svipuðum hætti og kæmu á framfæri yfirliti um
bóksögu Lettlands og Litháen.
Steingrímur fónsson
Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar - frá handriti
til samtíðar
Ný útgáfa á vegum Landsbókasafns íslands -
Háskólabókasafns
Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum, hið
eina sem til er, er varðveitt í Landsbókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni. Það er einn mesti dýrgripur safnsins. Á árinu 1995
veitti Þjóðhátíðarsjóður safninu styrlc til að láta gera við handrit-
ið, en það þurfti aðhlynningar við.
Þetta merka handrit hefur einu sinni verið ljósprentað - í Lit-
hoprent árið 1946. Sú hugmynd kom upp fljótlega eftir að farið
var að gera handritinu til góða að ljósprenta það á nýjan leik,
enda fyrri útgáfa löngu uppseld. Og þótt fyrrgreind ljósprentun
sé góð töldu menn sig geta gert noklcru betur með þeim aðferð-
um sem nú eru tiltælcar, auk þess sem vissir staðir í handritinu
koma betur fram að viðgerð lokinni en áður.
Sú ætlun að gefa handritið út aftur ljósprentað á árinu 1996
naut einnig stuðnings af því að það ár er minningar vert í mörg-
um skilningi: í fyrsta lagi fagnaði Landsbókasafn þá 150 ára af-
mæli handritadeildar. í öðru lagi voru þrjár aldir liðnar síðan
Passíusálmarnir komu fyrst út einir ljóða í bók. Það var í merkri
154