Vera - 01.06.1995, Page 15

Vera - 01.06.1995, Page 15
Anna á tvær dætur frá fyrra hjónabandi og Pétur einn son. Saman eiga þau tveggja ára dóttur. í sumar ætla þau að keyra um Evr- ópu ásamt dætrum Önnu og þeirri litlu. Son- ur Péturs verður hjá mömmu sinni. En nú var hún að fótbrjóta sig og vill taka sumarfríið sitt fyrr. Sonurinn vill fara með í Evróþuferð- ina - en aðeins ef yngri dóttir Önnu fer ekki með. Þau þola ekki hvort annað. En Anna getur ekki gert upp á milli dætranna. Auk þess er mikið álag á pabba stelpnanna einmitt þessar vikur. Stelpurnar vilja helst fara einar með mömmu sinni. Strákurinn vill helst fara með pabba stnum og eldri dóttur Önnu. Pétur vill aö þau fari öll. Anna vill fresta ferðinni. Sú litla bara grætur. Hvernig leysa þau vandann? Best er að fá pössun fyrir þá litlu í nokkra klukku- tíma og safna afgangi plskyldunnar saman kring- um eldhúsþorðið. Leggia öll spil á borðið. Gera grein fyrir prhagsstöðunni og láta svo alla segja frá óskum sínum og þörfúm. Og nú er um að gera að vera heiðarlegur. Láta sig engu varða álit anrv arra; hvort pabbi verði sár og mamma fúl. Vanda- málið er enn óleyst - en nú hafa allir yfirsýn yfir það. Þannig ráðleggur sálfræðingurinn Malin Alfvén fólki að leysa fjölskylduvandamál af þessu tagi, sem verða æ algengari. Hún hef- ur unnið í mörg ár við ráðgjöf T vandamálum „nýju fjölskyldunnar". Ef til vill finnst dætrum Önnu þaö bara ágætt að eyöa ekki sumarfríinu saman. Kannski þykir syni Péturs æðislegt að fá að vera hjá vini sínum í fríinu - ef hann er viss um að pabbi verður ekkert sár. Og þessi tvö sem þola ekki hvort annað neyðast til að reyna að finna ástæðuna fyrir því. Það er ekki hægt að krefjast þess að þeim líki hvoru við annað, en þau verða að læra að búa undirsama þaki. Hugsanlega þurfa þau utanaðkomandi hjálp til þess, frá vini eða sérfræðingi. Kannski endar fríið með ósköpum. En í fríinu gefst tími til að taka á vandamálunum - og hugsanlega að sá fræjum sátta sem síðar munu blómstra. Þýtt úr Svenska Dagbladet.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.