Vera - 01.06.1995, Side 32

Vera - 01.06.1995, Side 32
og sjálfselska □kku. sko á sér „Eftir aö karlmenn fóru á annað borö aö koma hingað ná þeir betri árangri en konurnar." Það fer kliöur um salinn - hér eru konur í meirihluta og sumar segja: „Þeir eru nú líka alltaf svo þetta..." eöa „þeir eru nú líka alltaf svo hitt..." Sá sem sló fram þessari áhrifaríku staðhæfingu er sjálfur ákaflega grannur og „fitt", enda er hann að flytja fólki, sem hefur ákveöiö aö takast á við sína „um- framþyngd", fyrirlestur um næringarfræöi. Máliö er líklega þaö að þegar karlmenn ákveöa aö fara aö stunda líkamsrækt mæta þeir staöfastlega og láta engar „ég-ætti-nú-frekar"- hugsanir trufla sig. Karlmenn eru „þannig". Þetta „þannig" túlkum við konurnar stundum sem eigin- girni og sjálfselsku - karlmenn viröast hins vegar alls ekki nota slík hugtök yfir þessa hegðun og koma af fjöllum þegar þeir eru bornir slíkum sök- um. Þetta „þannig" þarf nefnilega alls ekki aö vera sjálfkrafa neikvætt — þvert á móti er afskap- lega jákvætt aö vera „þannig" að maöur láti sjálf- an sig stundum ganga fyrir. Líkast til hefur eitt- hvaö í uppeldi kynjanna orðiö þess valdandi að þau upplifa hegðun sína meö svo ólíkum hætti og hegöa sér á svo ólíkan hátt. Þannig eru konur oft aö segja sjálfum sér aö þær ættu nú að þvo þvott- inn, ryksuga og skúra, taka slátur og allt það á meöan sólin skín fyrir utan gluggann og svo, loks- ins þegar þær eru búnar aö öllu þessu, er farið aö rigna! Konur þurfa aö fara aö hugsa „þannig" og hegöa sér „þannig" aö þær elski sjálfar sig og meti sigjafnvel til nokkurra fiska. Viö sem sitjum hér á skrifstofu VERU verðum varar viö það aö þegar kreppir að fara konur aö neita sér um ýmis- legt sem fjölskyldan lítur fyrst og fremst á sem þeirra. Þær segja til dæmis upp áskriftinni aö VERU af því aö þær þurfa aö draga saman seglin. Því segjum viö: Hugsum nú vel um sjálfar okkur og látum okkur nú einu sinni ganga fyrir Viö getum líka haldiö áfram aö vera áskrifendur meö því aö útvega nýjan áskrif- anda, þvf sá sem gerir þaö fær sína áskrift fría í eitt ár. Svo erum við líka með þessi fínu bréfsefni frá Randalín og urtakrem frá Erdu í verölaun fyrir þá sem útvega nýja áskrifendur. „Basl er blaöaút- gáfa" segjum viö stundum í gríni og vitnum í „heimsbókmenntirnar", en öllu gamni fýlgir nokk- ur alvara. Konur eru nú aö upplifa bakslag í kvennabaráttunni, því miöur eigum viö íslenskar konur langa leiö ófarna aö kvenfrelsinu, þaö hef- ur sýnt sig á sföustu vikum og þvf er mikilvægt aö viö eigum málgagn sem fjallar fyrst og fremst um réttindi kvenna og kvenfrelsismál. Lesum VERU, skrifum f VERU, kaupum VERU! Áskriftarsíminn er 552-2188 - hringdu og ræddu viö okkur! Sonja B. Jónsdóttir Eru þau ekki fín, bréfsefnin frá Verður umgengni þín eitur í þeirra beinum? Þegar við skolum spilliefnum niður um holræsið, gröfum þau í jörð eða spúum þeim út í loftið spillum við lífsskilyrðum okkar og afkomenda okkar. Þess vegna ber að afhenda öll spilliefni til eyðingar ó öruggan hótt. Sýndu ábyrgð í verki S©RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.