Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 3

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 3
þegar tamdar komir tryllast Þar sem þetta er síöasti leiðarinn sem ég skrifa í VERU hafði ég hugsað mér að nota tæki- færið til að þusa svolítið yfir málfari nútíma íslendingsins, eins og það þirtist t.d. í fjölmiðl- um. Fólk segir t.d. fréttir af því að fyrir nokkrum árum síöan hafi verðin verið svo lág að menn og konur flykktust í stórmarkaðina o.s.frv. Þegar ég sagði einni vinkonu minni frá þessari ætlun minni spurði hún mig hvort ég væri komin svo langt frá kvenfrelsismálunum að ég ætlaði aö skrifa leiðara um málfræði í VERU? Þetta með menn og konur er nú reyndar ekki hrein og klár málfræði - ætli það sem ég hef um það orðatiltæki að segja falli ekki frekar undir dýrafræði? Önnur vinkona mln sagði mér að vera nú ekki að eyða mínu síðasta tækifæri til að hafa skoöun á einhverju í þetta heldur ætti ég að skrifa um það þegar veluppaldar, hamdar og tamdar konurtryllastoglátagífuryrðifallaogjafnvel hnefaskipta. Meira að segja konursem hafa imugust og óbeit á öllu ofbeldi. En sem sagt: svo lengi má brýna deigt járn... Þessi vinkona mín sagðist hafa orðið vitni að því þegar ein af þessum konum, velupp- öldum, hömdum ogtömdum, missti stjórn á sérí stórmarkaði. Hún varmeð barn með sér sem var greinilega ofvirkt eöa misþroska, alla vega þjáðist þaö af einhvers konar hegðun- artruflunum. Þarna fékk konan greinilega athugasemdina um „óþekktina" í barninu eða vorkunnláta/ásakandi augnaráðið frá sínum samborgurum sem fyllti mælinn. Þessi kona henti matvörunum sem hún var með í höndunum á gólfið, trampaði á þeim og hélt síðan ræðu yfir hinum neytendunum. Hún hélt því fram að íslendingar þættust elska börn en þeg- ar á reyndi og elska þyrfti börn sem væru kannski ekki alveg fullkomin færi lítið fyrir ást- inni. Enginn þyldi barnið nálægt sér, enginn vildi fá þaö í heimsókn og aörir foreldrar vildu ekki leyfa börnunum sínum að leika við það. Þar af leiðandi fengi barnið ekki tækifæri til að þroskast og þjálfa sína félagslegu færni. Vinkona mín, sem hefur nokkra reynslu af þess- um málaflokki, sagði að þetta væri 100% rétt hjá konunni. íslendingar þola ekki að þeir séu truflaðirí sinni velmegunarefnishyggju og vilja ekki vita af vandamálum annarra. Ekki nema þeir geti keypt sig frá þeim eins og við uröum vitni að þegar snjóflóöin féllu í fyrra. Við vinkonurnarskildum báðar þessa konu þvívið höfum báðar lentí einhverju svipuðu. Ástæðan er líklega sú aö samkvæmt uppeldinu og kröfum umhverfisins taka konur á sig alla ábyrgð á börnum sínum - langt út yfir alla mögulega ábyrgð. Og svo kennum við sjálf- um okkur um þegar börnin okkar eru ofvirk eða misþroska, haldin ólæknandi sjúkdómum, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eða deyja. Og þá þarf kannski bara eitt ásakandi eða vor- kunnlátt augnaráð til þess að við tryllumst, við þessar vel uppöldu og tömdu konur sem höfum haldið svo fast um stjórnartauma tilfinninganna að við höfum jafnvel ekki grátið heima hjá okkur vegna þess að við viljum ekki trufla heimilisfriöinn hjá nágrönnunum! Með þessum oröum kveð ég lesendur VERU og þakka þeim góð viðbrögð og gott samstarf því lesendur VERU eru virkir lesend- ur sem láta I sér heyra og taka þátt í að móta stefnu blaðsins. Ég vona að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi til að lesa í blaðinu í þessum mán- uði, sem er sumum svo góður en öðrum svo erfiður. Gieöilegjól! Sonja B. Jónsdóttir fastir liöir leiðari 3 athafnakonan 5 pistill 7 álitamál 10 skyndimyndin 21 úr síðu Adams 50 þema konur og flogaveiki 12-18 Vigdis Grimsdottir 8 Soffía rjúpnaskytta 22 Anna Gunnlaugsdóttir 26 min eigm jol njótum jólanna 28 fyrstu jól eftir missi 29 íjólaskapi 30 vCra greinar kirkja á krossgötum 24 hringborð um kjaramál 32 talsímakonur 44 blaö kvennabaráttu • 6/96 - 15. árg. • Pósthólf 1685 • 121 Reykjavík • Símar 552 2188 og 552 6310 • Fax 552 7560 útgefandi Samtök um kvennalista / forsíöa bára • Hton / ritnefnd Agla Sigriður Björnsdóttir • Hugrún Hjaltadóttir • Kristjana Björg Guöbrandsdóttir • RagnhildurHelgadóttir • Sigurbjörg Asgeirsdóttir • Sigrún Erla Egilsdóttir • Svala Jónsdóttir • Vala S. Valdimarsdóttir • Þorgerður Einarsdóttir / ritstýra og ábyrgðarkona Sonja B. Jónsdóttir / rit- stjórnarfulltrúi Sólveig Jónasdóttir • / skrifstofustýra Vala S. Valdimarsdóttir / útlit og tölvuumbrot Rton - halla / Ijósmyndir bára o.fl. / auglýsingar Áslaug Nielsen • Sími: 564 1816 • Fax: 564 1526 / filmuvinna Offsetþjónustan hf. / prentun Grafík / bókband Flatey / plastpökkun Vinnuheimilið Bjarkarás / © VERA ISSN 1021-8793 / ath. Greinar í VERU eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. kvennasögusafnið 46 kvennafræðin 48 bækur Jólabækur 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.