Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 40
jn>i qe|of
og volgu vatni saman og Robbie útskýrði hvað
væri að gerastí efnablöndunni. Öll snertu þau
fyrst gerið, þefuðu af blöndunni og fylgdust
með deiggerðinni. Öll fengu að hnoða deigið
en síðan var því skipt í hæfilega bita og hvert
barnanna hnoöaði bollu. Loks voru bollurnar
bakaðar í örbylgjuofni og borðaðar með smjöri
og hunangi. ... samkvæmt kennsluáætluninni
var Robbie að læra grunnatriöi í eölis- og efna-
fræði. Maia, Hahna, Mara og Gobi voru m.a.
að læra lestur og reikning, Ali ensku, Benedikt
að bíða, stinga ekki deiginu upp í sig, þjálfa fín-
hreyfingar og snertiskyn. Anna var að læra að
þekkja einn staf og einn tölustaf, tákn með tali
og að halda aftur af tilhneigingu sinni til að
bíta. Öll voru börnin að læra aö vinna saman,
virða hvert annað og hjálpast að." (68) Þetta er
heíllandi kennsluaðferð, finnst mér, og ég hef
reyndar orðið þeirrar ánægju aðnjótandi aö
fylgjast með hópi barna í leikskólanum Ösp
vinna verkefni samkvæmt þeirri samvirku
kennsluaðferð sem Dóra lýsir.
Dóra og Benedikt hafa ferðast um víða ver-
öld. Dóra hefur heimsótt og starfað við ýmsa
merka skóla og stofnanir, kynnt sér fræðslu-
mál fatlaðra og samvirkt nám, eins og það
sem að ofan er lýst, og um leið hefur Benni
fengið menntun og þjálfun. Þau hafa greinilega
nýtt þessar ferðir vel, því frásagnirnar af þeim
eru einnig hinar skemmtilegustu ferðasögur.
Þessi litla fjölskylda hefur komið meiru í verk
og fariö víðar en flestar fjölskyldur sem ég
þekki til og ég held reyndar að þaö hvernig
Dóra hefur opnað heimili sitt fyrir vinum sonar
síns geti verið foreldrum almennt til eftir-
breytni. Dóra ergreinilega mikil baráttukona og
starf hennar að velferð Benna er brautryðj-
andastarf sem eflaust á eftir að nýtast fleiri
börnum í framtíðinni. Hún er líka góður penni
og því er þessi bók ekki aöeins fróöleg heldur
einnig mjög skemmtileg aflestrar.
Sonja B. Jónsdóttir
Bodil Wamberg
þýöandi: Björn Th. Björnsson
Mál og menning 1996
Georg Brandes taldi sig boða frelsi í ástum. Og
hann taldi sig boðbera kvenfrelsis. Öllum er
löngu Ijóst að frelsið sem hann boðaði var ekki
öllum ætlað og stóðst illa nána skoðun. Satt
að segja virðist Brandes hafa litið svo á að
konan ætti að vera frjáls að því einu að elska
ogtigna Georg Brandes, ogjafnframt að Georg
Brandes ætti að vera frjáls að því að misnota
sér ást konunnar og kasta henni svo út í ysta
myrkur þegar hann hefði sigrað hana.
í bókinni Hamingjan er huliðsrún rekur Bodil
Wamberg sögu Victoriu Benedictsson og Ge-
orgs Brandes. Þau Victoria og Georg kynntust
árið 1886 þegar hún var þrjátíu og sex ára og
hann fjörutíu og fjögurra. Samband þeirra stóð
þar til Victoria batt endi á líf sitt tveimur árum
seinna, 1888.
Victoria Benedictsson var sænskur rithöf-
undur. Hún hafði öölast talsverða viðurkenn-
ingu þegar fundum þeirra Brandesar bar sam-
an þótt hún væri vissulega ekki eins fræg (og
alræmd) og hann sem var einn frægasti mað-
ur Kaupmannahafnar á sínum tíma. Hann var
bókmenntafrömuður og hélt fræga fyrirlestra
fyrir troðfuliu húsi, bæði um bókmenntir og
annað. Hann var Ifka alræmdur kvennabósi og
virðist hafa haft svipað aðdráttarafl á konur og
poppstjörnur nútímans.
Helsta heimild Bodil Wamberg er gífurlega
nákvæm og ómetanleg dagbók Victoriu. Þar
skráir hún hvert smáatriði í samskiptum þeirra
Brandesar og lýsir líðan sinni út T ystu æsar.
Þannig höfum við hennar orð fyrir því hvernig
hún tignaði Brandes en gerði stöðugt lítið úr
sjálfri sér. Og hvernig hann lagði sitt af mörk-
um til að staðfesta vantraust hennar á sjálfri
sér. Hvernig hún reyndi stöðugt að knýja fram
viðbrögð hjá Brandesi - en fékk aldrei þau viö-
brögð sem hún þráði. Hvernig hann sýndi
henni fulikomið miskunnarleysi en sendi um
leið frá sér skilaboð um einhvers konar ást.
Hvernig hann hélt henni í fjarlægð með því að
þéra hana alltaf, jafnvel þótt líkamlegt samband
þeirra væri náið og hún þráði að hann þúaði
hana. Og hvernig hann brást ævareiður við þeg-
ar hún leyföi sér einu sinni að skopast að hon-
um. Það gerði hún aldrei aftur.
Eftir dauða Victoriu afneitaði Brandes henni
og vildi ekki kannast við samband þeirra.
Kannski hefur hann fundiö til ábyrgöar og þess
vegna reynt að þagga málið í hel?
Þótt Ijóst væri frá upphafi hver yrðu sögulok
fór mér svo aö ég gat ekki lagt bókina frá mér
fyrr en að lestri loknum. Og þá var ég í tölu-
veröu uppnámi. Ég hugsaöi Brandesi þegjandi
þörfina og einnig hugsaði ég Victoriu þegjandi
þörfina fyrir að kalla ógæfuna yfir sig og kasta
frá sér allri sjálfsvirðingu. En einnig var ég í
uppnámi yfir því að sagan skyldi koma mér í
uppnám! Því hvernig getur meira en hundrað
ára saga um konu sem lætur karl fara illa með
sig, mér liggur við að segja grátbiður hann um
það, hvernig getur slík saga hitt mig beint í
hjartastaö?
Þar held ég að tvennt komi til. Annars veg-
ar miskunnarlaus hreinskilni og afhjúpun dag-
bókarinnar þar sem Victoria hlífir engum,
hvorki sjálfri sér, þeim sem hún skrifar um né
lesendum, þvf vissulega ætlaðist hún til þess
að dagbókin kæmi fyrir augu lesenda. Hún af-
hjúpar jafnt djúpa örvæntingu sína og fáfengi-
lega hégómagirnd. Hún er löngu búin að sjá að
Brandes mun aldrei veita henni það sem hún
þráir en í þráhyggju sinni getur hún ekki sleppt
af honum takinu og kýs frekar dauðann en að
lifa án hans. Dauðann, sem hún skrifar á ábyrgð
Brandesar, lítur hún bæði á sem lokatilraun til
að knýja hann til viðbragða og sem hefnd.
Hins vegar held ég að sagan höfði til okkar
í dag vegna þess að hún er því miður ekki úr-
elt heldur er alltaf að gerast fyrir augum okkar,
þótt afleiðingarnar séu sem betur fer sjaldnast
jafn blóöugar á yfirborðinu og í þessari sögu.
Því hvaða kona þekkir ekki konu, sjálfa sig eða
nána vinkonu, sem hefur kastað sjálfsviröingu
sinni frá sér og tignað karlmann í vonlausri við-
leitni þess að ganga í augun á honum. Af því
að sú saga er því miður enn að gerast allt í
kringum okkur höfðar bók Bodil Wamberg
sterkt til okkar þótt sagan sem hún segir sé
meira en hundrað ára gömul.
Ragnhildur Richter
Sigrún Eldjárn
Forlagið 1996
Aðalsöguhetjur bókarinnar eru fjórir krakkar í
leynifélagi, þau Birna og Ásgeir, tíu ára, Kol-
beinn, kallaður Beini, sem er hvorki meira né
minna en fjórtán ára, og systir hans Gunnhild-
ur Salvör, kölluð Gusa, en hún er bara sex ára.
Áður hafa komiö út 2 bækur um krakkana í
leynifélaginu Beinagrindin og er þessi sjálf-
stætt framhald þeirra. f bókum Sigrúnar Eld-
járn ræður fantasían oft ríkjum, þar eru geim-
verur, eldgamiar konur sem leika sér eins og
krakkar og alls kyns yfirnáttúrlegir hlutir. Beina-
grindabækurnar fjalla um ögn venjulegra fólk,
en þó alls ekki hversdagslegt. Það er ekki al-
gengt að fjórtán ára unglingar vilji vera í vin-
fengi við 10 ára krakka, en auðvitað ætti það
að vera þannig.