Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 8
vígdís grímsdóttir
RÆTT VIÐ VIGDÍSI GRÍMSDÓTTUR RITHÖFUND
Saumað að sálinni
Vigdís Grímsdóttir á að baki langan ferii sem rithöfundur. Hún hefur sent frá sér Ijóöabækur,
smásagnasöfn og skáldsógur og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 fyrir skáld-
sögu sina Grandavegur 7. í ár koma út eftir Vigdísi barnabókin Gauti vinur minn og
ástarsagan Z. Vera heimsótti Vigdísi og ræddi við hana um bækurnar. Og sitthvað fleira.
Barnabók?
„Ég á tvö börn og þegar þau voru lítil sagði ég þeim sögur. Mig lang-
aði alltaf að skrifa eina þeirra en hélt að ég þyrfti að setja mig í
ákveðnar stellingar, síðan leið tíminn og ég áttaði mig á að það var
einmitt það sem ég átti ekki að gera, ég átti auðvitað að skrifa fyrir
börn einsog fyrir aðra.“
Nú eru sumar bækur þínar, t.d. Grandavegurinn og Kaldaljós þroska-
sögur barna og unglinga öðrum þræði. Má kannski að hiuta til líta á
þessar bækur sem unglingasögur?
„Ja... það er kannski enginn munur þegar upp er staðið."
Við vorum að spá í hvort þessi mörk væru svo skýr?
„Kannski eru þau nefnilega ekkert skýr. Maður hefur bara haldið
það allt of lengi. Umræðan um bækur er líka leiðiniega skipt. Það er
talað um barnabækur, bækur, kvennabækur og unglingabækur. Og
það eru gerðar misjafnar kröfur til bóka. En samheitið er og verður og
á að vera Bókmenntir. Menn verða bara að minnast þess og drífa sig
úr klisjukápunni því að þörfin fyrir að flokka niður og draga í dilka er
eyðileggiandi. Markalínan er meira og minna tilbúin. Það eru ennþá
til krakkar sem lesa Maxim Gorkí og hafa ekkert fyrir þvt og fullt af
fólki les Sigfús Daðason án þess að ímynda sér nokkurn tíma að
hann sé torræður og þungur. Það er skáldskapurinn en ekki flokkun-
in sem skiptir máli. Annars voru bækur ekki flokkaðar ofaní mig.
Hvað um ykkur?"
Nei...jú kannski að vissu ieyti. Sumar bækur eru náttúrlega augljóst
merktarsem barnabækur. En unglingabækur voru ekki eins áberandi
þá.
„Ef maður les til dæmis bækurnar hennar Ragnheiðar Jónsdóttur
sem voru gefnar út sem unglingabækur, bækurnar um Kötlu t.d.,
finnur maður fljótt að þær höfða til allra enda eru þær hvorttveggja
skemmtilega byggðar og hugsaöar. Það á að gera sömu kröfur til
allra bókmennta svo ég haldi nú áfram að hamra á því sem mér
finnst skipta mestu."
Okkur finnst bókin þín Gauti vinur minn koma mjög vel út í upplestri
og að vissu ieyti er hún talmálsleg. Hafðir þú hugsað bókina sem
sögu sem maður segir börnum?
„Hún hét upphaflega Gauti vinur minn. Saga handa fullorönum til
að lesa fyrir krakka. Og saga handa krökkum til að hlusta á og lesa.
En síðan fjarlægöi ég undirtitilinn því mér fannst hann stýra of miklu
og frekjulegt af mér að reyna að stjórna því hvernig bókin yrði lesin
og hverjir læsu hana. En auðvitað er hún fyrir alla."
... svo merkileg með sig k
Þú notar mikið fyrstu persónu frásagnarform í bókunum þínum en
víkkar það svo út í sumum þeirra með því að koma fyrir fleiri sögu-
mönnum eða röddum innan þessa forms, það má m.a. sjá þetta í
báðum þessum bókum sem eru að koma út núna. Gerir þú þetta
meðvitað?
„Já. Mér finnst mjög gaman að sjónarhornspælingum. Ég byggi
auðvitað söguna fyrst og byrja svo að skrifa. Það er nú ekkert oft sem
sögupersónurnar fá að ráða alveg þótt það hafi komið fyrir."
Við vorum að hugsa um þessa riðlun. í Z eru mörg form: bréf, Ijóð og
samtöl svo eitthvað sé nefnt.
„Já, m.a. til að reyna að víkka út fyrstu persónu frásögnina sem
stundum er sögð vera svo merkileg með sig, svo hrein og óspjölluð
að ekkert megi við hana eiga. Kannski er það einmitt þetta sem ögr-
ar mér."
Nú heyrist það stundum að höfundurinn sé að gefa frá sér ákveðið vald
með þessari aðferð. ,
„Það er bara ímyndun. Hann getur farið í mörgu kvikindalíkinu inn
I eigin sögu og leikur þannig á þá aðferð sem hann velur sér sjálfur.
Nei, höfundur afsalar sér engu valdi."
Samband aðalpersónanna í Z, Önnu og Z, fer mikið fram í texta sem
virkar eins og nokkurs konar forleikur í ástalífi þeirra, án þess þó að
þær nái nokkurn tíma alveg saman. Þærgeta t.d. aldrei talað sam-
an eins og þærgeta skrifað, önnuryrkir til hinnar...
...og hin eys úr sérí bréfum. Nei, þær ná ekki saman."
Þetta virkar sem mjög mikil nálægð en um leið mikil fjartægð. Per-
sónurnar verða svo berskjaldaðar og lesandinn að vissu leyti líka,
textinn saumar að honum.
„Lásuð þið ekki smásöguna Stellu eftir Jakobínu Sigurðardóttur?
Sú saga hafði mikil áhrif á mig. Hún tekst á við það sama. Æ,
kannski nær fólk ekki saman þótt það þrái ekkert heitar. Það langar
að gera það og reynir svo sannarlega allt sitt en þá birtist hann svo
alltof oft kaldraninn sem kemur T veg fyrir samræmið milli hugsana
og framkvæmda. Fólk hugsar eitt en framkvæmir annaö. Kannski er
ég T Z að segja hundgamla sögu á annan hátt. En spurningin verður