Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 30
Ipf UjjÍi? UIIU
v-a
HJALTI HUGASON PRÓFESSOR OG JÓLABAKSTURINN
Úr uppskriftabók Hjalta Hugasonar:
Jólakaka meö ávöxtum
Efni:
250 gr. smjörlíki en þó miklu frekar smjör!
2 1/2 dl sykur
1/2 tsk sait
4 egg
4 1/2 dl hveiti
11/2 tsk. lyftiduft
40 þurrkaöar apríkósur (má lika vera til helminga
aprfkósur og sveskjur)
4 dl kúrenur, rúsínur, heslihnetukjarnar, súkkat
Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði
við Háskóla íslands, hefur séð um jóla-
baksturinn heima hjá sér eins lengi og
börn hans muna. Hann var svo elsku-
legur að gefa lesendum VERU upp-
skrift að köku sem er fastur liður í
jólabakstri hans.
og fleira eftir því hvaö til er í skáþnum!
Aöferö:
Eins og venjulega eiga öll efnin aö vera moðvolg
þegar verkiö er hafiö. Byrjið á aö hræra smjör,
egg, sykur og salt vel og lengi. Látið aðeins eitt
egg í einu ella fer allt á flot. Blandiö ávöxtunum
saman í skál. Best er að klippa apríkósurnar í
hæfilega bita meö grófum skærum. Hneturnar
mega vera heilar. Ég brytja þær þó alltaf niöur.
Sjálfum finnst mér vont að hafa rúsínur í bakstri
og hef aldrei látið mér detta í hug að nota sveskj-
ur í þessa uppskrift. Þaö kann þó aö vera gott.
Best að gera þaö næst! Apríkósurnar eru aftur á
móti fínar. Þeir sem ekki vilja E-efni sleppa auövit-
aö súkkatinu sem er rotvarið í bak og fyrir. Hveiti
og lyftidufti er bætt út í ávextina og blandaö vel
saman. Annars falla bitarnir allir á botninn. Ef þiö
hafið áhuga á getiö þiö kryddaö meö kanel og
ööru kryddi sem ykkurfinnst passa í ávaxtakökur.
Hræriö þurrefnunum loks saman við hin efnin.
Því næst er aö setja deigið í vel smurö form-
kökumót og baka í um þaö bil 11/2 tíma viö 150
gráðu hita. Líklegt er aö þiö þurfiö aö verja kök-
urnar meö áipaþþír undir lokin.
Að bakstri loknum á aö losa kökurnar úr
formunum en leggja þau síöan yfir kökurnar aö
nýju. Þannig mega þær gjarna standa viö stofu-
hita a.m.k. í sólarhring. Síðan er best að geyma
þær lengi, helst í tvo mánuöi eöa meira á köldum
staö. Auðvitað má ekki frysta þær ef þær eiga aö
ná einhverjum þroska. Ávaxtakakan er sjálfsagt
ágæt meö kaffi en þó betri meö tei eöa sherrýi.
Eins og þið sjáiö eruö þiö fallin á tlma fyrir þessi
jól en það gefst sjálfsagt annaö tækifæri!
Heppin áskrifandi
í hraustum líkama
Aö loknum jólum og áramótum hugsa marg-
ir sér til hreyfings eftir vellystingar hátíö-
anna. Hinn skilvísi og skuldlausi áskrifandi
VERU sem dreginn veröur út í byrjun árs þarf
þó ekki aö fara langt því hann fær I verölaun
Einkaþjálfarann frá World Class, sem Kvik-
myndafélagiö Nýja bíó framleiddi, og getur
því sínnt sinni líkamsþjálfun heima hjá sér
þegar henni/honum hentar best. Allir skuld-
lausir áskrifendur lenda semsagt sjálfkrafa í
lukkupottinum, líka þeir sem fá gjafaáskrift
aö VERU í jólagjöf.
Hægt er að gefa hálfa eöa heila áskrift, eft-
ir efnum og aöstæöum, bara hringja, svo kem-
ur þaö. Síminn er 552-2188. Gleðilegjól!