Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 42
börn sem hafa þá reynslu að í góðri veröld er gott að vera til. Veröld bókarinnar einkennist af ró og kyrrð, skilningi og hjálpsemi. Það er líka húmor í bók- inni sem kemur best fram í því þegar hinn gráð- ugi Feiti Hans rýkur útúr miöri messu vegna hung- urs sem kviknar þegar söfnuðurinn og presturinn biðja faöir vorið um hið daglega brauð. í bókinni er m.a. fjallað um, tilhlökkun,hégóma- gimd, bamaskap.hefnd, sorg.dauða og vináttu. Þetta er hugljúf bók um hamingjuveröld. Sjálf- stætt framhald af sögunni Himinninn erallstaðar. Kápa bókarinnar og myndskreytingar eru eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Kápa bókarinnar og titill eru í góðu sam- ræmi við það hverskonar bók hér er á ferðinni. Hentar börnum á aldrinum 6-10 ára. Börn þurfa að vera orðin vel læs til að geta lesið bókina sjálf. Edda Kjartansdóttir Gauti vmurmmn Vigdís Grímsdóttir Iðunn 1996 Ifið þjonustum þig! BOSCH Verkstæðið Þjánustumiðstöð í tijarta borgarinnar * "í jsa 0.1 Ástandsskoðun H • Dieselverkstæði • Dieselstillingar • Endurskoðun • Hemlaviðgerðir • Ljósastillingar • Rafviðgerðir • Smurþjónusta Vélastillingar BRÆÐURNIR# Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut Það er mikill galdurí þessari bók, hún ertöfrandi, umvefur lesandann og heldur honum föngnum. Bókin segirfrá töfrum og ævintýrum en hún segir líka frá hversdagslegum hlutum, rúmlega fertugri blaðburðarkonu sem býr í kjallaraíbúð. Hún vingast við lítinn 5 ára dreng sem situr einn í glugga á Njálsgötunni og bíður eftir að mamma sín komi heim úr vinnunni á videoleig- unni. Þau kynnast vegna ruglings á skjölum hjá draumamönnum sínum. Með hjálp gen/iauga sem Gauti fann ferðast þau saman inn í ævintýra- heima. Bókin fjallar um nauðsyn þess að treysta öðrum fyrir leyndarmáium sínum, hún fjallar einnig um það hversu mikil ábyrgð fylgir því að segja Ijótt um aðra og nauðsyn þess að fyrirgefa. Það er engin predikun í þessari bók en hún gefur samt mjög skýr skilaboð og nýtist mjög vel til umræöu við börn um stríðni, ótta, traust, hlýðni, vináttu og leyndarmál. Aðalgaldur bókarinnar felst í því hvemig hún er skrifuð, text- inn er það vel gerður að hann jaðrar viö að vera einsogdáleið- andi seiður. Þaö er mikil mýkt í textan- um sem virkar eins og dúrv mjúk hlý sæng. Mynd- skreytingar bókarinnar og kápan eru eft- ir Brian Pilk- ington. Þær hæfa bókinni mjög vel, eru fallegar og töfrandi. Bókin hæf- ir bömum frá fjögurra ára aldri. Edda Kjart- ansdóttir yli EeSnar Freyju Anna Cynthia Leplar Mál og menning 1996 I bókinni segir frá sólarlandaferð sem Freyja ferí meö foreldrum sínum. Bókin er að stærst- um hiuta myndir. Textinn er einfaldur og með stóru letri. Myndir bókarinnar eru líflegar og á þeim leynist margt sem gaman er fyrir lítil börn að skoða. Sagan er mjög einföld og myndirnar bæta hana verulega upp. Ég hef trú á því að þókin höfði mest til barna sem hafa farið í ferðalag með flugvél og dvalið á hóteli og þau geti með hjálp fullorðinna rifjað upp eigið ferðalag um leiö og bókin er lesin fýrir þau, eöa til barna sem eiga ferðalag í vændum. Ég las bókina fyrir hóp af sex og sjö ára börnum. þau voru sammála um að bókin væri skemmtileg, flestum fannst myndirnar ágætar og mörg þeirra sögöust myndu hafa áhuga á að lesa bókina sjálf. Þetta er bók fyrir börn á aldrinum 3-7 ára. Börn sem verða snemma læs geta haft gaman af að lesa hana sjálf. Edda Kjartansdóttir Héráreiki Gunnhildur Hrólfsdóttir Mál og menning 1996 í bók Gunnhildar Hrólfsdóttur er á reiki einn óhreinn andi, en ekki margur eins og segir f Sprengisandi Gríms Thomsens. En þessi eini andi er á viö marga, svo öflugur er hann og þaö er unglingsstúlkan Metta sem ein þarf aö kljást við þessa óværu. Sagan hefst á því að Metta er nýkomin til dvalar á afskekktu býli hjá hjónunum Inga og Lóu sem nýverið hafa byrjað búskap á staönum og stefna á ný mið í ferða- þjónustu. Býlið hafa þau innréttað líkt og byggöasafn og allir búskaparhættir eru að gömlum sið. Markhópurinn er eldri borgarar sem langar að vinna en fá ekki og býðst aö koma að Gafli, en svo heitir sveitabærinn, til að vinna og lifa eins og tíðkaðist í „gamla

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.