Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 14

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 14
flogveiki ÁHRIF FLOGAVEIKI Á LÍF KVENNA svo er berst hún oftast of seint. Skólakerfið hefur í heild sinni brugðist langveikum börnum, þótt I grunnskólalögun- um sé skýrt tekið fram að öll börn skuli fá kennslu við sitt hæfi. Þegar barn greinist með flogaveiki kemur oft fyrir að foreldrar eru spurðir: „Og hvað eigum við þá að gera?" Sem betur fer eru fleiri og fleiri leik- og grunnskólastjórar farnir að afla sér þekk- ingar til að taka faglega á móti þessum börnum, t.d. með því að fá fýrirlestur og fræðsluefni frá LAUFI. Ráðaleysið hræðir foreldrana og verður til þess að þeir þora hvergí að skilja börnin sín eftir. Það hefur svo þá keðjuverkun að foreldrarnir verða ófærir um að annast börnin vegna ofþreytu. Einnig er mikill skortur á hvíldarúrræðum ogyfirleitt fæst engin hvíld nema börnin séu fötluð eða sjúk að öðru leyti, jafnvel þótt foreldrarnir þurfi að vaka yfir þeim nótt eftir nótt eftir nótt." Á vaktinni „Það sem hefur reynst mér erfiðast per- sónulega er að horfa upp á hve mistök varð- andi menntun dóttur minnar eru auðsæ og hvað það tekur langan tíma að bregðast við þannig að viðunandi lausnir skapist. Á hverju hausti hefur hún t.d. misst 4-6 vikur úr námi vegna þess að undirbúningur af hálfu skólans hefur ekki verið nægur. Það hefur einnig reynst mér erfitt að þurfa að slá af þeim kröfum sem ég geri til sjálfrar mín í Elín Sigríður María, dóttir Guðlaugar, hefur orðið fyrir þeirra sáru reynslu að missa vini sem hún hefur eignast á spítalanum. Hún hefur m.a. unnið úr sorg sinni með því að yrkja Ijóð. Ljóðið sem hér fylgir er ort til minn- ingar um vinkonu hennar, Hörpu Rut, sem lést sl. sumar, en þær kynntust á barnadeild Hringsins og fóru saman í sumarbúðir sem sjóður leikarans Paul Newmans, til styrktar veikum börnum, bauð þeím í á írlandi í sumarbyrjun. Fyr- ir þetta Ijóð fékk Elín 1. verðlaun I Ijóðasamkeppni Landspítalans fyrir skömmu. mtnu starfi og eins þykir mér erfitt að geta ekki skipulagt einn einasta dag fyrirfram. Mér líður oft eins og ég vinni á skiptiborðinu hjá lögreglunni, ég bíð meira og minna eftir símhringingu um að eitthvað hafi komið fyr- ir. Þegar það svo gerist þarf ég að ná í rétta aðila og það getur oft reynst erfitt. Ég vil þó taka það fram að dóttir mín hefur búið við af- skaplega erfið veikindi og sem betur fer eru yfirleitt mun minni erfiðleikar tengdir floga- veikum börnum. En hún hefureinnig ónæm- isbrest og myndar ekki mótefni gegn sýking- um þannig að við þurfum að vera á stöðugu varðbergi gagnvart minnsta kvefi. Sem bet- ur fer hafa börn ótrúlega aðlögunarhæfileika og því hafa veikindin ekki háð henni alltof mikið, lengst af. Það sem hefur reynst henni þyngst er stöðugur aðskilnaður frá skólan- um vegna sjúkrahúsdvala og skólinn og fjöl- skyldan hafa ekki gætt þess nægilega vel að hún missi ekki af vinum slnum. Hún hef- ur llka orðið fyrir þeirri sáru reynslu að missa vini sem hún hefur eignast á spltalanum en hún hefur unnið úr sorg sinni með því m.a. að skrifa Ijóð." Sálgæslu vantar „Á meðan á öllu þessu hefur gengið hefur dóttir mín aldrei talað við sálfræðing, nema til að fara I greindarpróf og það vantar sár- lega sálgæslu bæði fyrir börn og fulloröna. Sálfræðingar eða prestar eru kallaðir til ef Ljóö um farínn félaga Mín svört eru blómin í glugga en áöur þá voru þau gul. Þú komst eins og morgunsólin og settist í ömmustólinn. En ég finn hvaö ég sakna þín núna viö höföum alltaf trúna en svo kom nóttin dimma og hugurinn leitar i minningaflóö. fólk er dauðadæmt innan ákveðinna tíma- marka. í flestum tilfellum er fólki bent alltof seint á að tala við félagsráðgjafa, dóttir mín vart.d. búin að vera veikítvö ár þegar ég tal- aði fyrst við félagsráðgjafa. Á íslandi eiga all- ir að bjarga sér sjálfir og við trúum því líka sjálf að við getum það. Okkur finnst við næstum vera komin á bæinn ef við leitum sjálf til félagsráðgjafa en það er einmitt vegna þessarar afstöðu okkar sem við verð- um að standa að félagslegri þjónustu á fræðilegan og faglegan hátt. Ef félagsráð- gjafi kæmi og kynnti manni öll réttindi strax I upphafi væri auðveldara að fást við þetta, auk þess sem börnin eru misheppin með að- stæður sínar og sumum þarf virkilega að hjálpa strax frá fyrsta degi. Einnig er afar mik- ilvægt að hér verði opnuð göngudeild fyrir flogaveika, með sérfræðinga I hverju rúmi, þannig að frábær menntun og þekking ís- lenskra fagaðila fái notið sín.“ Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.