Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 5
ATHAFNAKONAN
Inga Þyri Kjartansdóttir starfaði iengi
við snyrtifræöi og sólu á snyrtivörum,
en á miðjum aldri söðlaði hún um og
sneri sér að fyrirtækjarekstri á hefö-
bundum karlavettvangi. Hún rekur nú,
ásamt syni sínum, fyrirtækið Atiants-
fisk, sem sérhæfir sig í útflutningi á
fiski og steinum.
Inga Þyri ber með sér röggsemi og dugnað,
enda er hún ein af þeim konum sem láta
alls staðar til sín taka. Auk þess að standa
í fyrirtækjarekstri hefur hún barist fyrir rétt-
indum snyrtifræðinga og tekiö virkan þátt í
stjórnmálum. Þó að hún hafi nú dregið sig í
hlé frá beinni stjórnmálabaráttu, segist hún
hafa fundið aðrar leiðirtil þess að hafa áhrif
og hvetur aðrar konur til þess að láta ekki
deigan síga.
Hvað gerir maðurinn þinn, góða?
Inga er snyrtifræðingur að mennt og hóf
störf í því fagi fyrir 26 árum. Þegar hún flutti
til Húsavíkur með eiginmanni sínum, fyrir
tæpum tuttugu árum, var ekkert starf fyrir
hana á staðnum. Hún ákvað þvt að koma á
fót eigin snyrtistofu og sótti um bankalán til
þess að stofna fyrirtækið, en það gekk ekki
þrautalaust fyrir sig.
„Bankastjórinn spurði: „Hvað gerir mað-
urinn þinn, góöa?" segir hún og hlær að
endurminningunni. „Það myndi enginn láta
svona út úr sér í dag, en svona var tíðarand-
inn þá. Ég fékk lániö með uppáskrift eigin-
mannsins og stofnaöi stofuna."
Snyrtifræðingar þurftu á sínum tíma að
berjast fyrir löggildingu stéttarinnar og tók
Inga virkan þátt í þeirri baráttu. Hún sat í
stjórn félags snyrtifræðinga T mörg ár og tók
jafnframt þátt í stjórnmálastarfi á vegum
Framsóknarflokksins.
rætt við Ingu Þyri Kjartansdóttur hjá Atlantsfiski
„Ég var í bæjarmálunum í Kópavogi og
var svo heppin að starfa sem formaður fé-
lagsmálaráðs í málaflokki sem ég hafði mik-
inn áhuga á. En þetta var mikil orkueyðsla
og það eru ýmis öfl sem maður ræður ekki
við í flokksstarfinu."
Hún talar um bága stöðu kvenna í Framsókn-
arflokknum og segir framsóknarkonur hafa barist
lengi fyrir auknum hlut á framboðslistum.
„Við börðumst af kappi, þangað til Hall-
dór var formaður," segir hún. „Hann veit vel
að flokkurinn á enga möguleika nema hann
bæti úr þessu."
Inga hefur nú dregið sig út úr beinni
stjórnmálabaráttu. Hún hefur þó ekki gefið
Framsóknarflokkinn upp á bátinn, og situr
hún m.a. T nefnd innan flokksins sem undir-
býr tillögur um bætt viðskiptaumhverfi fýrir
næsta flokksþing.
„Þarna gerast hlutirnir, þannig að
það má segja aö ég hafi fundið aðra leið til þess
að hafa áhrif. Konur mega ekki gefast upp þótt
á móti blási í flokksstarfinu. Karlamir eiga ekki
þessa flokka. Við eigum þessa flokka ITka.“
Hélt að ég þyrfti að berjast
Fyrir um fjórum árum söðlaði Inga Þyri alveg
um T atvinnurekstrinum og fór úr snyrtifræð-
inni í útflutning á fiski og steinum. Kreppan
var farin að gera vart viö sig og sala á mun-