Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 46

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 46
kvnnasögusafniö ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTI R, FORSTÖÐUMAÐUR KVENNASÖGUSAFNS ÍSLANDS er verk að vinna Kvennasögusafn íslands opnað í Þjóðarbókhlöðu Á tíu ára afmæli Kvennasögusafns íslands sagðl Anna Sigurðardóttir forstöðumaður í við- tali við Veru: „Þetta safn á heima í Þjóðarbók- hlöðunni, sem á að geyma sögu og bókmennt- ir allrar þjóðarinnar, allra íslendinga." Þá hafði safnið verið til húsa á heimili Önnu frá stofnun þess árið 1975. Þann 5. desember síðastlið- inn, á fæðingardegi Önnu, varð draumur henn- ar loks að veruleika því þá var Kvennasögu- safn íslands formlega opnað í Þjóðarbókhlöðu. Sögu Kvennasögusafnsins má rekja aftur til miðrar aldarinnar þegar Anna Sigurðardóttir (1908-1996), þá húsmóðir á Eskifirði, fór að halda til haga öllu því sem rak á fjörur hennar og á einhvern hátt snerti stöðu kvenna að fornu og nýju. Hún hafði brennandi áhuga á sögu kvenna fyrri alda en einnig stööu kvenna í samtímanum og skrifaði ófáar greinar um jafnréttismál í blöð ogtímarit. Hugmyndina að stofnun kvennasögu- safns fékk hún árið 1968 á fundi norrænna kvenréttindafélaga á Þingvöllum en þá voru þeg- ar starfandi kvennasögusöfn í Danmörku og Svíðþjóð. Kvennasögusafn íslands var stofnað 1. jan- úar 1975, á fyrsta degi Alþjóöakvennaársins. Að stofnun þess stóðu auk Önnu bókasafns- fræðingarnir Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir. í stofnskrá safnsins segir aö markmið þess séu að safna og varðveita bæk- ur, bréf, handrit, Ijósmyndir, fundargerðir og fleira sem snertir líf og störf kvenna. Einnig að skrá eignir safnsins sem og það sem finna má annars staðar og snertir sögu kvenna á ein- hvern hátt. Safnið átti einnig að veita fræði- mönnum og öðru áhugafólki um kvennasögu aöstoð, gefa út heimildaskrár og fræðslu- og kynningarrit. Á heimili Önnu Kvennasögusafnið var á heimili Önnu í 21 ár, eða allt til þess er hún lést í ársbyrjun 1996. Anna gat kvatt safnið sitt með ró í hjarta því þá hafði það fengið inni í Þjóðarbókhlöðu, í horn- herbergi á fjórðu hæð hússins, innan um þjóð- arsöguna, þar sem því ber að vera. Meö flutn- ingí Kvennasögusafns T Þjóðarbókhlöðu er stór sigur unninn en þess ber aö geta að fjárhags- legt öryggi safnsins er ekki tryggt. í samningi þess og Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns er gert ráö fyrir að stjórn Kvenna- sögusafnsins afli fjármagns til rekstrarins fyrstu þrjú ár samningsins, eða til 1999. Bóka- og tfmaritakostur Kvennasögusafns blandast öðrum safnkosti í Þjóðarbókhlöðu en er skráð sem eign þess. Handrit og bréf verða varðveitt í handritadeild Landsbókasafns en skráð und- ir Kvennasögusafn. Markmið safnsins eru nú nánast þau sömu og í stofnskránni frá 1975, að safna, varðveita og skrá efni um og eftir konur, gamalt og nýtt. Gefa út skrár og fræðslurit, hafa samband við Kvennasögu- söfnin á Norðuriöndum og aðstoða fræði- og áhugafólk um kvennarannsóknir við heimilda- öflun. Verk aö vinna Svo enn sé vitnað til orða Önnu Sigurðardóttur þá sagði hún f viðtali við Morgunblaðið árið 1990 að með starfi sínu vildi hún minna á aö í kvennasögurannsóknum væri verk að vinna. Kvennasögusafni íslands er ekki aðeins ætlað að minna á að enn sé mikið óunnið I kvenna- fræðum, heldur einnig að vera nokkurs konar vegvísir í rannsóknum á flestu því sem kemur Iffi og kjörum kvenna við á einhvern hátt. Hug- myndin er sú að smám saman verði til gagna- grunnur á Kvennasögusafni þar sem ekki að- eins verði að finna upplýsingar um hvað ertil f safninu sjálfu, heldur einnig á öðrum söfnum víðs vegar um landið. Þannig væri til dæmis hægt að sjá að á Sýslusafninu á Höfn í Horna- firði leyndust merkileg sendibréf kvenna frá 19. öld og að á Handritadeild Landsbókasafns væru varðveittar óbirtar endurminningar kvenna. Með þessu væri hægt að ganga að öll- um upplýsingum á einum stað, í stað þess að eyöa löngum tíma í bréfaskriftir, símtöl og ferð- ir milli staða í heimildaleit. Ef vel á að vera þarf að efnistaka greinar, bækur og blaðaúrklippur þannig að hægt sé að slá upp einu eða fleiri leitarorðum og fá þannig lista yfir vænlegar heimildir. Annað mikilsvert markmið Kvenna- sögusafns íslands er útgáfa heimildaskráa og fræöirita í kvennasögu. í Kvennasögusafni íslands er að finna heimildir sem geta nýst við rannsóknir í kvennasögu og kvennafræðum almennt, rit- gerðasmíð eöa einfaldlega svalað forvitni áhugasamra einstaklinga. Allstórt safn blaða- úrklippa er í safninu og hefur hluti þess verið efnisflokkaður. Þar má finna efni um flest allt sem snertir konur, en nefna má sérstaklega umfangsmikið safn úrklippa frá Kvennaárinu 1975, frá framboði Vigdísar Finnbogadóttur til forseta íslands árið 1980 og störfum hennar f embætti. Einnig má finna efni um fóstureyðing- ar og kynlíf, launajafnrétti, listakonur og verka- konur. í safninu eru æviágrip kvenna, ýmsar skrár um heimildir í kvennasögu, erindi og grein- ar um og eftir konur, ýmis handrit Önnu Sigurð- ardóttur þar sem finna má hafsjó af fróðleik og er þó fátt eitt talið af því sem er í safninu. í Kvennasögusafni er einnig til nokkuð af plakötum tengdum kvennabaráttunni og Ijós- myndum af konum. Skoðiö hinar hæðirnar! En til hvers er eiginlega kvennasögusafn, kann nú einhver að spyrja, á þá ekki að stofna karla- sögusafn líka? Kannski lesendur Veru spyrji ekki svona spurninga en þær hafa hins vegar margsinnis verið bornar upp við forstöðumann safnsins og aðra sem að því standa. Því er til að svara að um aldir fór lítið fyrir konum í fræði- ritum. Þar var sagt frá pólitík og mannvígum, embættismönnum, lagasetningum og stofnun- um en ekki daglegu lífi, heímilisstörfum, barn- eignum og fleiru sem snertir líf kvenna. Saga þeirra var því hálfgerð hornreka sem hvergi átti heima og heimilda varð aö afla til hliðar og bak við þær heföbundnu. Með nýju kvennahreyfingunni varð spreng- ingí kvennasögurannsóknum því konur þyrsti f vitneskju um fortíðina, að fá staðfestingu á að þær ættu sér sögu sem skipti máli f þróun samfélaga og þjóða. Á þeim forsendum hafa kvennasögusöfn veriö stofnuð víða um heim. Þeim er ætlað að halda utan um sögu kvenna, hjálpa konum að öðlast vitneskju um fortíð sína og þannig auðvelda þeim að finna sér staö í samtímanum. Þótt sífellt fleiri konur hafi haslað sér völl innan kvennafræða, á sviði sagnfræði, bók- mennta og félagsvísinda, er enn á brattann að sækja. Heimildir um líf og kjör kvenna eru eft- ir sem áður til hliöar, bak við og undir. Fræði- menn þurfa að hafa talsvert fyrir því aö finna raddir kvenna innan um hávaðann frá körlun- um. Kvennasögusafni íslands er ætlað að vera fræðimönnum, konum og körlum, til aðstoöar og leiðbeiningar viö að finna og heyra þessar raddir. Að lokum má tilfæra svar kunningja míns fyrir þá sem spyrja um karlasögusafnið og flissa aö litla hornherbergi Kvennasögu- safnsins á fjórðu hæö Þjóðarbókhlöðunnar: Segðu þeim bara að fara og skoða hinar hæð- irnar!

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.