Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 49
speki á mótun kristninnar, t.d. Stóumanna og
svo gnósta, sem voru aö vísu dæmdir villutrúar,
en jafnframt hirt upp þaö alversta í kenningum
þeirra, hatriö á holdinu, til dyggilegrar varöveislu
innan kirkjunnar.
Þetta leiöir svo afturtil þeirrar algjöru kvenfyr-
irlitningar sem birtist í því aö skipa konum í tvo
flokka, hinar ósaurguðu og hinar saurguöu,
þ.e.a.s. konur sem létu sig hafa þaö aö fjölga
mannkyninu á þann eina hátt sem þeim stóð til
boða; meö þvl aö „tæla" karlmann til lags viö sig.
Af helgum konum og öðrum við hannyrðir
Þessi flokkun kvenna kemur líka glöggt í Ijós
þegar skoöaö er hvaöa konur áttu þess kost aö
hljóta nafnbótina dýrlingur eöa helg kona (sbr.
Ásdís Egilsdóttir). Þar var skilyröiö aö hafa ann-
að hvort tekist aö verja meydóm sinn eða gerast
afturbatapía og einsetukerling.
Vantrú kristinna manna á andlegu atgervi
kvenna nær meira aö segja inn fýrir múra
klaustranna. Munkaklaustrin eru flest fræg fyrir
andleg afrek munkanna. Nunnuklaustra, a.m.k.
þeirra tveggja íslensku, er einkum minnst sem
hannyrðasetra (sbr. Elsa E. Guöjónsson). Og svo
var þaö hún systir Katrín eöa Kristín sem gat þó
líka afritaö bækur og varö þaö á að hæöast aö
páfanum í „babylonsku útlegðinni". Þaö kostaði
hana lífiö (Anna Siguröardóttir: Allt haföi annan
róm áöur í Páfadóm).
Eftir siöaskiptin dregur vissulega nokkuö úr
hatrömmu hatri á holdinu, a.m.k. hvaö hjón varö-
ar, þar sem Lúther bindur sjálfur endi á einlífi
munka og presta (sbr. Guörún Ása Grímsdóttir).
Það viröist þó litlu hafa breytt varðandi stööu
konunnar, hún breytist jafnvel til hins verra.
Klaustur, sem áöur voru valkostur þeirra kvenna
sem girntust ekki hiö hefðbundna eiginkonu- og
móöurhlutverk eöa voru of fátækar til aö ná svo
langtí lífinu, voru lögð niöur(sbr. Margrét Egerts-
dóttir) og aukið frelsi konunnar viö makaval, svo
vel sem þaö kann aö hljóma, veikti veraldlega
réttarstööu þeirra og geröi þær háöari eigin-
manni stnum (sbr. Agnes S. Arnórsdóttir).
Karlmenn ráða, konur biðja fyrir þeim
í grein Margrétar Jónsdóttur er gerö úttekt á
stööu konunnar innan þriggja trúarhópa. Og enn
viröist lítiö hafa breyst. Forsvarsmenn lýsa aö
vísu yfir því aö víst skuli staöa karla og kvenna
vera jöfn, en reyndin er önnur. Þótt félagar f
Krossinum trúi mjög á bænarmátt kvenna telja
þeir samt eölilegt aö þaö sé karlanna aö gegna
forystuhlutverkum.
í stjórn Fíladelfíu sitja eingöngu karlar sam-
kvæmt túlkun þeirra á Bibllunni og konur ná
heldur ekki svo langt aö fá aö predika á sam-
komum. Sá munur er þó á aö innan Krossins
virðast konur sáttar viö hlutverk sitt, innan Rla-
delfíusafnaöarins eru þær það ekki.
Sem dæmi um jafnréttiö innan Fljálpræðis-
hersins má nefna að ef karl sem er major aö tign
giftist konu sem er lautinant fær konan sjálf-
krafa majorstign. Kona sem giftist lægra settum
manni missir h.v. sína tign. Giftist einhver út fyr-
ir raðir Flersins missir sá hinn sami titla slna og
stööu. Þvi er engin furöa þótt konur innan
Flersins líti fremur meö von I hjarta til Catherine
Booth, eiginkonu stofnandans, en ritningarinnar.
Kvennamál Þjóðkirkjunnar
Sr. Auöur Eir Vilhjálmsdóttir fjallar m.a. um
stöðu konunnar innan Þjóökirkjunnar og þar virö-
ist hún heldur ekki beysin þrátt fyrir fjölgun
kvenna I prestastétt. I grein sinni segir hún m.a.
orörétt: „Karlar I kirkjunni berjast um valdiö sín
á milli og verja þaö um leiö fyrir konum kirkjunn-
ar, prestvlgðum sem öörurn." Flún bætir því rétti-
lega viö aö slíkt sé þó ekki eftirsóknarverður
kostur, enda get ég heldur ekki Imyndaö mér
neitt fjarlægara anda Krists eins og ég skil boö-
skap hans.
Konur hafa þvl gripið til þess ráös aö stofna
kvennakirkju þar sem haldnar eru messur sem
flytja boöskap kristinnar trúar eftir hugmyndum
kvennaguöfræöinnar. Ég verö að vísu aö játa aö
kyn Guös hefur svo sem aldrei stuðað mig neitt
en af þeim litlu kynnum sem ég hef haft af
kvennaguöfræði finnst mér ég sjá þar mun
meira af Kristi eins og ég skil hann af kynnum
mínum af Biblíunni, Kristi eins og hann var áöur
en karlarnir hlóðu öllum sínum furöukenningum
utan um hann, sem urðu þeim sjálfum óneitan-
lega til framdráttar.
Auöur Eir minnist á nýja starfsstétt innan
kirkjunnar, djákna. Ég er henni sammála um aö
víst veröi þaö til aö lengja enn valdastigann inn-
an kirkjunnar, en ég held aö þetta eigi sér sína
eölilegu skýringu. Stór hluti af safnaöarstarfi
kirkjunnar hefur veriö unninn af konum I sjálf-
boöaliðavinnu, en þeim sem hafa efni á slíku fer
sífellt fækkandi. Svo stór hefur þeirra skerfur
veriö aö ég sakna þess að sjá enga úttekt á hon-
um I þessu riti. Enn má þó úr bæta og þaö er mín
einlæg von aö hér sé aðeins boöið byrjunin á frek-
ari rannsóknum á hlut kvenna I kristnisögunni.
Ég get ekki látið hjá líða aö minnast á innlegg
Flelgu Kress um sögu kristnitöku á íslandi sem
gefur vissulega aöra mynd af þeim atburöi en sú
glassúrmynd sem dregin var upp fyrir manni I
skóla af kristnitökunni og mikilmenninu Þorgeiri
Ljósvetningagoða.
Þótt kirkjunnar menn standi I þeirri meiningu
að kristnin hafi þaö ekki af ef saga hennar er
sögö umbúðalaust, sbr. tregöu þeirra til aö fjalla
um síöari tíma Biblíurannsóknir ef þær passa
ekki inn I heföbundnar kokkabækur þeirra, held
ég þvert á móti aö þaö sé kristninni mjög til
styrktar aö skilja þar hismiö frá kjarnanum. Aö
mínu viti er þaö meira að segja brýnt ef kristnin
á almennt að halda velli sem virkt afl I lífi fólks.
Ég held nefnilega, svo gripiö sé til markaðsmáls,
aö Kristur standi enn fyllilega fyrir sínu. Þaö gera
hins vegar kenningar sem ekkert hafa breyst síö-
an á miðöldum ekki. Ég leyfi mér jafnframt aö
spá því aö þetta rit, Konur og kristsmenn, komi
sem ferskur andblær inn 1 hátíöarútgáfu þá um
Sögu kristni á íslandi 11000 ár sem boðuð er í
inngangi þess.
Og þá er ekki annað eftir en aö óska ritstjóra
og greinahöfundum til hamingju meö eftirtektar-
verk rit og geta þess aö þar aö auki er ytri geröin,
hönnun og frágangur allur, til mikillar fyrirmyndar.
Jóhanna Þráinsdóttir þýð. og guðfræðinemi
TÓNASTÖÐIN
Velkomin í nýja og glæsilega verslun að Skipholti 50D.
Landsins mesta úrval nótnabóka og mikið úrval
hljóðfæra af öllum gerðum.
Við erum flutt í þetta nýja og glæsilega húsnæði að Skipholti 50D.
Fagieg ráðgjöf við val á nótum og hljóðfærum, góð þjónusta og gott verð.
Tónastöðin sími: 5521185