Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 28
mín éigin jól
ÞÓRKATLA AÐALSTEINSDÓTTIR, SÁLFRÆÐINGUR
Aðventunni fylgir jafnan mikil streita. Flestir
vilja „standa sig í stykkinu" og leggja á sig
mikla vinnu og margir eyða um efni fram í jóia-
gjafir. Öll látum við meira og minna stjórnast af
rikjandi hefðum og fyrirmyndum og auglýsingar
gefa okkur uppskrift af fullkomnum jólum. Há-
tíð kaupmannanna er örugglega í desember,
en oft fer lítið fyrir jólaboðskapnum. Ef pen-
ingaáhyggjur og streita eru að sliga okkur er
hætt við að jólagleðin fari forgörðum.
Þórkatla Aðalsteinsdóttir rekur sálfræði-
stofu við Hlemm í Reykjavík. Hún veitti VERU
fúslega viötal og ráðgjöf vegna jólahátíðarinnar
sem nú ferí hönd. Sótti undirrituð hana heim, á
notalega vinnustofu hennar, einn kaldan nóvem-
bermorgun. Þórkatla þekkir vei þetta vandamál,
og hefur sjálf lært að njóta jólanna. Framkoma
hennar ber vott um festu og hlýju. Hún virðist
hafa mikla reynslu, úr starfi sínu og einkalífi.
„Ég verð vör við jólakvíða í mínu starfi. í
samsettum fjölskyldum fylgir því oft kvíði hverj-
ir veröi saman á jólunum, einkum fyrst eftir
skilnað, en svo fellur það oftast í fastar skorð-
ur. Einstæðingar kvíða því líka að vera einiryfir
hátíðirnar. Auk tímaleysis hafa margir peninga-
áhyggjur, og á jólum er áfengisvandinn oft
hrein martröð. Við göngum mörg með þá hug-
mynd í kollinum að jólin eigi að vera svona eða
svona. Ef það gengur ekki eftir verðum við fyrir
vonþrigðum.
Þær konur sem ganga með súperkvenna-
komplexinn kvíða því að geta ekki sinnt „öllu."
En það vill svo til að það eru einna helst konur
sem ýta á aðrar konur! Það þarf ekki þara að
taka húsið í gegn og baka smákökur, það er
líka dönsk síld, laufabrauð, konfekt, föndur og
enskjólakaka. Svo veröa sumar beiskar yfir því
að enginn hjálþi, þær eru svo duglegar og eng-
inn kann að meta það! Þó held ég að íslensk-
ar konur séu farnar að læra aö njóta aðvent-
unnar betur en áður. Aðstæður kvenna hafa
breyst mikið sl. 30 ár en viöhorfin breytast
seinna. Við vinnum flestar fullan vinnudag ogjóla-
friið er oft aðeins 2 dagar. Samt ætlum við að
„gera allt". Vandinn er að þekkja takmörk sín."
Viö kímum yfir þessu, þótt grátbroslegt sé,
og ég vona meö sjálfri mér að ég sé ekki illa
haldin af þessum komplex. Þá spyr ég Þórkötlu
hvað liggi að baki þeim fítonskrafti sem þarna
brýst út hjá sumum konum.
Fítonskraftur kvenna
„Það er auðvitað ákveöin löngun til að bæta
ástandið. Konur ímynda sér að ef þær verði
bara nógu andskoti duglegar, þá verði alltgott.
Karlmenn flýja oft sþennuna á heimilinu og
dvelja í vinnunni öllum stundum. Þá verður konan
sár og fer að nöldra. Það ætti heldur enginn að
týna sérí draumnum um fullkomið hjónaband, því
slíkt samband er ekki til."
Þaö er vissara að muna það, hugsa ég, og
spyr næst hvort henni finnist ekki neysluáróð-
urinn hefjast alltof snemma.
„Jú, áreitið hefst of snemma. En við höfum
ákveðna vörn, sem er nauðsynleg. Börnin hafa
hana hins vegar ekki. Þau vilja kaupa allt sem
er í boöi. Við getum ekki stöðvað auglýsinga-
fióðið, en við verðum að læra að útiloka það og
láta það ekki stjórna okkur. Ef aðventan er
svört af jólakvíða eru aðrir farnir að stjórna lífi
okkar, kauþmannastéttin eða einhver annar.
Börn vekja ábyrgðartilfinningu okkar og fyrir-
myndirnar hvolfast yfir mann. Við viljum gera
eins vel og gert var við okkur. Eöa að þau þurfi
ekki að fara á mis við neitt, eins og við þurft-
um sjáif. En við verðum að setja okkur ramma
í samræmi við stöðu og getu. Börnin okkar
þurfa líka að læra aö enginn fær allt sem hug-
urinn girnist. Þau skynja vel líðan foreldra
sinna ogef þeir eru ekki glaðir ájólunum verða
börnin það ekki heldur. Við eigum að gleðjast
yfir litlu, eins og barn, og við þurfum ekki að
skammast okkar fyrir að kaupa ódýrar jólagjafir.
Það er hægt að gera góö kaup á fornbókasöl-
um, ogí Kolaportinu. Það er líka ákveðinn sigur
að geta gefið það sem mann langar sjálfan að
gefa, en ekki það sem vænst er af manni."
Mín eigin jól
Þórkatla sagði næst frá þeirri hugarfarsbreyt-
ingu sem átti sér stað hjá henni, ein jólin.
„Ég vissi að ég var komin yfir strikið þegar
ég æpti á manninn minn, þar sem hann steig
á útiskónum á nýbónað gólfið heima hjá okkur,
rétt fyrir jólin. Það ætti enginn að láta nýbónað
gólf skemma heimilisfriðinn! Þá ákvað ég að halda
framvegis mín eigin jól, eftir mínu höfði. Ég ákvað
nákvæmlega hvemig ég vildi hafa jólin og aðvent-
una, fýrir mig, ekki alla hina. Pældi ekki í því þótt
einhver móðgaðist. Það tókst og mér fannst það
mikill sigur. Nú hlakkaégalltaftiljólanna."
En er ekki líka erfitt fýrir suma að fara í frí,
eftir allt stressið, spyr ég. Að horfast í augu,
eftir jólasteikina, þegar mörg óleyst vandamál
eru fyrir hendi?
„Jú, það veröur oft mikið spennufall, fólk
veröur jafnvel þunglynt. Mörg föllum við í þá
gryfju að leika hlutverkið „fullkomin fjölskylda".
Viö látum skyldumætingu í jólaboðin og vænt-
ingar annarra stjórna okkur. Eða þá að viö reyn-
um að stjórna öðrum og verðum fúl ef það
tekst ekki. Það er ekki á okkar valdi að fella
aðra inn í okkar „fullkomna umhverfi", ogefvið
áttum okkur ekki á því verðum við aldrei
ánægð. Það felst svo mikið frelsi í því að læra
að stjórna sjálfum sér og hætta að þóknast
öðrum og stýra þeim."
Eru jólin Ijós í myrkrinu?
„Já, hér er veturinn langur og dimmur, og jólin
brjóta upp hversdagsleikann meö gleöi og
skemmtun. Það er á okkar valdi að kunna að
njóta þeirra. Hver og einn verður aö gera það
út frá sér og umfram allt að byggja ekki vænt-
ingar sínar á annarri manneskju. Annars eru
jólin dæmd til að verða misheppnuð. Öll höfum
við þörf fyrir að fá gjafir, þó sumir þykist ekki
þess verðugir. Það er enginn svo sterkur að
hann njóti þess ekki. Tilbreyting í mat og drykk
er öllum holl og allir hafa gott af því að breyta
til frá gráma hversdagsins. Njótum þess að
halda upp á jólahátíðina, sem og aðrar hátíöir."
Við Þórkatla kveðjumst eftir þessi hlýlegu
tilmæli hennar.
VERA þakkar henni fyrir þessar ágætu ráð-
leggingar, gegn jólastressinu. Þá er aö vona
að sem flestum takist að halda gleðileg jól.
Vala S. Valdimarsdóttir