Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 18
flog veiki
ÁHRIF FLOGAVEIKI Á LÍF KVENNA
livernig
Skyndihjálp
Já Haltu ró þinni. Þá gerirðu mest gagn.
Já Snúöu viðkomandi í læsta hliðarlegu með höfuðið til hliðar
og hökuna fram. Það hindrar að tungan loki öndunarvegi.
Séu kramparnir mjög öflugir, skaltu bíða þar til dregur úr
þeim. Oftast gerist það á innan við 5 mínútum.
Nei Ekki flytja viðkomandi meðan krampinn varir nema það sé
bráðnauðsynlegt öryggis hans vegna.
Nei Ekki troða neinu upp í munn hans. Þú getur brotið í
honum tennur. Athugaðu að sár á tungu grær en það gera
brotnar tennur ekki.
Nei Ekki halda honum föstum eða reyna að hindra eða stöðva
krampann. Það tekst ekki.
Já Veittu honum stuðning og aðhlynningu þegar krampanum
er lokið og skýrðu honum frá því hvað gerðist.
Já Leyfðu honum að hvíla sig eða sofa eftir krampann svo
hann nái að jafna sig.
Já Gakktu úr skugga um að hann sé orðinn sjálfbjarga
áðuren þú skilurvið hann.
Já Leitaðu læknishjálpar strax vari krampaflogið lengur
en 5 mínútur, endurtaki það sig eða ef þú telur við-
komandi af öðrum ástæðum þurfa læknishjálpar við.
Við eftirfarandi aðstæður verður undantekningalaust að
koma fólki undir læknishendur:
1. Efum bamshafandi kotiu erað ræða.
2. Efum fyrsta krampaflog erað ræða.
3. Efviðkomandi ermeð sykursýki.
4. Efum síendurtekin flog erað ræða.
5. Efflogá sérstað í vatni.
lauf
Landssamtök áhugafólks um flogaveiki,
LAUF, voru stofnuð árið 1985 í þeim tilgangi
að standa vörð um hagsmuni flogaveikra,
bæta félagslega aðstöðu, stuðla að rann-
sóknum og auka fræðslu um sjúkdóminn og
eyða fordómum. í féiaginu er hátt á fjórða
hundrað félagsmanna og er starfsemi félags-
ins öflug. Ef við skoðum kynjaskiptingu fé-
lagsmanna eru karlmenn þarí minnihluta eða
97 og konurí meirihluta eða 270. Einstakling-
ar með flogaveiki eru fjölmennastir eða 73
karlmenn og 148 konur. Næst koma mæður
(96) og feður (18) flogaveikra barna. Þar sem
í félagaskrá er ekki getið um hjúskaparstöðu
er ekki hægt að sjá hve margir eru einstæðir
foreldrar en út frá tengslum við barnið sést að
flestir feðranna eru á skrá ásamt mæðrum
barnanna. 17 konur skrá sig sem aðstand-
endur þ.e. eru sjálfar ekki með flogaveiki en
eiga náinn ættingja með flogaveiki s.s. maka
eða systkin. Enginn karl er skráður sem að-
standandi. Eins og gefur að skilja vakna
margar spurningar þegar félagaskráin er
skoðuð en þar sem einungis nafn, aldur,
heimilisfang ogtengsl við flogaveiki eru skráð
verður lítið um svör með því að rýna eingöngu
í hana. Frá því um áramót hefur undirrituð
starfað sem félagsráðgjafi hjá LAUFI í hluta-
starfi. Af þeim sem leitað hafa til félagsráð-
gjafans eru 43% karlar og 57% konur. Kynja-
munurinn er þar ekki eins afgerandi og i
félagaskrá. Helmingur kvennanna eru mæður
sem sjálfar eru flogaveikar eða með flogaveik
börn. En tæp 80% karlmannanna eru ókvænt-
ir og barnlausir. Þau félagslegu atriði sem
brenna mest á félagsmönnum tengjast hús-
næðismálum, uppsögnum á vinnustað, at-
vinnuleysi og þörf fyrir stuðning, ráðgjöf og
upplýsingar um félagsleg réttindi. Eins og
áður er nefnt eru konur í meirihluta og það er
spurning hvort þetta er lýsandi dæmi um sér-
stöðu kvenna, þ.e. að þær sjái um umönnun-
arstörfin og séu duglegri að leita eftir hjálp.
Á skrifstofu LAUFS, Laugavegi 26, fást
allar upplýsingar um flogaveiki og aðstoð
foreldraráðgjafa og félagsráðgjafa. Þar er
einnig hægt að fá lánaðar bækur og
myndbönd. Opið frá 9-15.
Jónína Björg Guðmundsdóttir
félagsráðgjafi LAUFS
: