Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 50

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 50
D R . CHRISTIAN ROTH FORSTJÓRI ÍSLENSKA ÁLFÉLAGSINS: meira en aðeins sömu laun Meðal mikilvægra markmiða fyrirtækisins á undanförnum árum hefur verið að reyna að auka möguleika kvenna á starfsframa innan ISAL. Þetta er meira en aðeins sömu laun fyr- ir sömu vinnu. Þetta eru skref í átt til jafnrétt- is kvenna og karla til vinnu og í þjóðfélaginu. Það er staðreynd aö konur geta gert meira en þær fá að gera núna og þær vilja gera meira þrátt fyrir allt mótlæti. Þetta þýð- ir að karlar þurfa að vera virkari í fjölskyldu- lífinu og konur þurfa að öðlast fleiri tækifæri á öllum sviðum. Forgangsatriði fyrir farsælli þróun í átt til jafnréttis í fyrirtækjum eru þrjú: • Það þarf að vera „pólitískur" vilji æðstu stjórnenda til að gefa konum tækifæri, rétt og möguleika á að þróast í starfi og færast upp metorðastigann. • Það er þörf fyrir konur, sem vilja fara þessa leið í lífinu og vilja berjast fyrir fram- förum og leysa vandamál sem upp koma skref fyrir skref. • Skilningur og aðstoð samstarfsmanna til að hvetja konur til að fara sínar eigin leiðir og eiga frumkvæði. Hjá ISAL höfum við reynt að fara þessa leið, stundum náð árangri, en stundum höf- um við ekki haft erindi sem erfiði. Tekist hefur verið á við eftirfarandi at- riði hjá fyrirtækinu: • Við teljum að jafnlaunastefna ríki hjá ISAL og að samstaða viðkomandi verkalýðsfé- laga og fyrirtækisins í því efni hafi komið skýrt í Ijós í síðustu kjarasamningum í júní 1995. Þá var samið um fækkun launaflokka og er eftir það langflest verkafólk í einum og sama launaflokki, hvort sem um er að ræða t.d. störf f mötuneyti og ræstingum eða störf í framleiðsludeildum. • Konur og karlar hafa sömu möguleika til ábyrgöarstarfa innan ISAL. Nefna má að í hópi deildarstjóra, en þeir heyra beint undir forstjóra, er nú 1 kona af samtals 5 deildar- stjórum. Hún hefur nú veriö valin til að taka við starfi forstjóra um næstu áramót. Fleiri konur eru í hópi stjórnenda og háskóla- menntaðra sérfræðinga hjá ISAL, þótt þær séu í miklum minnihluta, en rétt er að geta þess í þessu sambandi að lítil hreyfing er á starfsmönnum ISAL, og kemur það t.d. fram í því að meðalstarfsaldurfastráðinna starfs- manna er um 19 ár. • í hlutastarfi eru nú 12 starfsmenn, allt konur, og hefurfyrirtækið stuðlað að því eft- ir föngum að auðvelda slíka tilhögun. Þess ber þó að geta að mikill og vaxandi hluti starfa er unninn á vöktum og þótt hlutastarf vaktavinnufólks komi vel til greina af hálfu fyrirtækisins er þó ekki víst að það nýtist vel foreldrum ungra barna. • Um fæðingarorlof starfsmanna ISAL er í gildi sérstakt samkomulag sem tryggir þeim meiri rétt en lög og kjarasamningar kveða á um, þ.e. óbreytt föst laun T 6 vikur. Enginn munur er á möguleikum kvenna og karla í sambærilegum störfum til námskeiða og annarrra tilboða er varða endurmenntun og möguleika á að auka hæfni í starfi. • ISAL hefur frá upphafi gefið kost á iðn- námi og starfsþjálfun. Þar sem hlutdeild kvenna er lítil í þeim iðngreinum sem hér er um að ræða, þ.e. rafvirkjun, vélvirkjun, bif- vélavirkjun og rafeindavirkjun, hefur ISAL reynt að auka hana og hefur þannig sérstak- lega verið tekið fram í auglýsingum eftir iðn- nemum aö stúlkur komi ekki síður til greina en piltar. Við val umsækjenda er fjallað ýtar- lega um þá sem taldir eru koma til greina, og ef margir eru taldir jafn hæfir eru konur látnar ganga fyrir. Þetta hefur leitt til þess að 2 konur hafa nú lokiö iðnnámi hjá ISAL. Það veldur þó vonbrigðum að mjög fáar stúlkur hafa sótt um að komast t iðnnám hjá ISAL. • Hjá ISAL hefur um langt árabil markvisst verið stefnt að aukinni hlutdeild kvenna I störfum sem tiltölulega fáar konur hafa gegnt, svo sem við framleiðslustörf í kerskálum, steypuskála og skautsmiðju. Nokkuð hefur áunnist í þessu efni þótt hæg- ar hafi gengið en æskilegt væri. Því miðurer það enn svo að mun færri konur sækja um þessi störf en karlar, enda þótt tekið sé fram I auglýsingum að konur komi ekki síð- ur til greina en karlar. Hlutdeild kvenna í föstu starfsliði ISAL er nú um 12% en tekist * hefur að auka það hlutfall meðal sumar- afleysingafólks T um 35%. Þar sem fjölga þarf starfsmönnum vegna stækkunar ISAL er stefnt aö því að nota það tækifæri til þess að auka hlutdeild kvenna í framleiðslu- störfum. Horfur eru á að árangur náist I því og að konur verði T auknum mæli í hópi þeirra sem við bætast. Skoöun min og reynsla undanfarin átta ár er í meginatriöum þessi: • Ég þurfti að fylgjast betur með ráðningu og gangi mála hjá konum heldur en körlum, hlutirnir gengu ekki sjálfkrafa fyrir sig. • Mér finnst að starfsandinn hafi breyst til batnaðar alls staöar þar sem konur hafa i komið inn í vinnuhóp. • Konur setja skoðanir sína fram af meiri hreinskilni og tilfinningu en karlar. • Skoðanakönnun meðal allra starfsmanna sýndi - konur eru ánægðari með ISAL sem vinnustað. - konur hafa minni möguleika á að hafa bein áhrif á gæði framleiðslunnar. - konur dæmdu störf mín sem forstjóra já- kvæðar en karlar. • Jafnrétti er að taka konum eins og þær eru og viröa þann líffræöilega mun sem er á kynjunum. Éggleðstyfir að hafa í starfi mínu hjá ISAL haft A tækifæri til að vinna að þessum málum og vona að starfsmenn ISAL hafi notið góðs af.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.