Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 27

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 27
„Ég man aö ég drap einu sinni húsflugu. Oó, „hún gerir ekki flugu mein’’ hafði maöur svo oft heyrt og ég hélt að nú væri ég syndug og eilíf- lega meinaður aðgangur að himnaríki. Það var óttalegt að lifa með öll þessi prðfvið hvertfótmál. Ef maður missteig sig gat maður átt von á öllu illu. Ef guð var til var skrattinn auðvitað líka til. Stígurinn milli góðs og ills var of vandrataður og ég í stórkostlegri hættu á hverjum degi og ekki stst á nóttunni þegar allt magnaðist upp. Þetta gekk ekki lengur, nógu hræðslugjörn var ég fyrir, ég varð að taka þetta aivarlegum tökum. Ég varð að skilja! Þessi boöskapur var of mótsagnakenndur, það var í raun nóg að vita af öllum þeim hörmungum sem helltust yfir saklaust fólk víðs- vegar um heiminn til að sjá að þetta gekk ekki upp. Hélt guð kannski upp á suma en skildi aðra útundan? Eftir rökræðu við sjálfa mig ákvaö ég að það gæti ekki verið til neinn guð. Og þvílíkur léttir! Engir draugar undir rúminu lengur! Ekki kvennaguðfræði Þrátt fyrir ákvöröun unglingsáranna að eignast aldrei börn hefur Anna samt aliö þau tvö meö kvölum og síðan hefur reynsluheimur kvenna sprautast úr litatúbum hennar, síðustu árin íklæddur goðsögulegum bún- ingi. „Ég hélt þegar ég byrjaði að mála þetta myndefni að ég væri að smíða stóran og nýjan sannleika, að ég væri að skoða eitthvað alveg nýtt, en síðan hef ég ekki þverfótað fyrir kvennaguðfræðipælingum, sem ég hafði ekkert sett mig inn í. Ég er þeim hvorki sammála né ósammála, en ég er á móti því að vera alltaf að túlka Biblíuna og lesa á milli Itnanna það sem okkur hentar að lesa. Af hverju þarf að sveigja allt að biblíunni, hví ekki að byrja upp á nýtt, skrifa nýja Biblíu," segir Anna Gunnlaugsdóttir. Og hún ætlar að halda áfram að skapa nýja Biblíu á myndfletinum og halda sýningu í Reykjavík síöar í vetur. „ Ég þarf lengri tíma en það tók mig að mála myndirnar sem voru á sýn- ingunni t Danmörku til að átta mig á hvað ég er í rauninni að gera. En mér finnst sérstaklega notalegt og gaman aö horfa á þessar helgu persónur í kvenlíki og þess vegna held ég áfram aö mála þær þannig. Reyndar er sköpunin mín leið til að skilja sjálfa mig og umhverfi mitt og átökin viö myndefnið hafa verið mér mikil þroskabraut. Þegar ég byrjaði að mála konur voru þær bældar, en þó uppfullur af innibyrgðu öskri, seinna sátu þær aðgerðarlausar með hendur í skauti, en nú em þær fullar af krafti og ákafa að takast á við lífið og skilja tilveruna. Björg Árnadóttir Er stóruisla eda mannfagnaður framundan1 ■ Leitaðu þá til okkar: Sendum mt í fyrirtœkt mRVEISLUR - AFMÆII - ÆTTARMÓT * ' FERMINGAR ■ PARTÝBOÐ o.fl. © <25 Málsverðir ífyrirtœki <25 Smáréttahlaðborð <25 Kajfihlaðborð C2Í Heitur matur <25 Kaffisnittur <25 Kransakökur / Köldborð 25 Pinnamatur / Marsipantertur <25 Kabarett 25 Kokteilsnittur <25 Takifaristertur ^ Pottréttir ^ Brauðtertur 25 Rjómatertur Höfutn sali fyrir 50-400 tnmns í sœti. m VEISLUELDHUSIÐ 0 OC BORÐBÚNAÐARLEICAN ÁLFHEIMUM 74 ■ SÍMI 568-5660 ■ FAX 568-7216 annag nnlaugsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.