Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 29
JÓNA DÓRA KARLSDÓTTIR Jólin nálgast óöum og margir hafa þegar hafið undirbúning þeirra. Flestir með mikilli tilhlökk- un og ánægju, en þó ekki allir. Margir eiga um sárt að binda um þessi jól eins og svo oft áður. Fyrstu jól eftir missi ástvina(r) reynast flest- um þau erfiðustu. Þó eru margir sem eiga því miður mörg erfið jól og kvíða þeim árum sam- an. Ég var og er svo lánsöm að tilheyra þeim fyrrnefndu. Ég vona að frásögn mín hér á eftir gefi einhverjum sem nú syrgir látinn ástvin eitt- hvert Ijós í myrkrinu. Ég minnist desember mánaðar 1985 sem ákaflega dapurlegs og sársaukafulls tíma. Þann 16. febrúar það sama ár höfðu drengirn- ir mínir tveir, þeir Fannar Karl og Brynjar Freyr, látist af slysförum. Mjögfljótlega eftir lát þeirra þakkaði ég í huganum fyrir það að jólin væru svo nýliðin. En tíminn leið og önnur jól í nánd, án þeirra. Hvernig átti ég að undirbúa og halda jólin hátíðleg? Það var einfaldlega ekki mögu- legt. Það sem áður hafði fyllt mig gleði og til- hlökkun varð nú að martröð. Ég vildi fýrir alla muni að tíminn liði hratt og jólin þytu hjá án þess ég fýndi fyrir þeim. Helst af öllu óskaði ég þess að engin jól kæmu. Kvíöinn fýrir þeim var óbærilegur. Hins vegar voru eftirlifandi börnin mín of ung til aö skilja vanlíðan mína og okkar foreldranna og því taldi ég það skyldu mína að „taka mig á“ og reyna af öllum mætti að fagna komu jólanna með þeim. Hugur minn var þó öll- um stundum hjá börnunum mínum sem ég hafði misst og söknuðurinn og sársaukinn juk- ust eftir því sem nær dró hátíðinni. En ég reyndi af öllum mætti að halda „andlitinu". Satt að segja man ég ekki mikið eftir aðdrag- anda þessara fyrstu jóla eftir lát Fannars og Brynjars. Þó minnist ég þess að hafa bakað 1 eða 2 smákökusortir, meira af vilja en mætti. Ég taldi mér trú um að ég væri að gera þetta fyrir þá. Svo var um annaö sem ég fram- kvæmdi fyrir þessi jól. Eg hafði alltaf notið þess að hlusta á jóla- lögin hljóma í útvarpinu í desember, meðan ég skúraði, skrúbbaði, bónaði og bakaði. Þennan desembermánuð var ekki kveikt á útvarpi á mínu heimili. Jólatónlistin verkaði á þessum tíma eins og rýtingur í hjartað. Allt sem minnti á jólin olli óbærilegum sársauka. Fátt var til ráða, allt í umhverfinu minnti á komu jólanna, jólanna sem ég vildi ekki að kæmu. Eitthvað varð þó til þess að ég ákvað að trúa því og treysta að drengirnir mínir væru hjá okkur og tækju þátt og hefðu gaman af. Ég bað mikið til Guðs, bað hann um að hjálpa mér í gegnum þennan tíma. Ég held að hann hafi bænheyrt mig. Við höfðum alltaf eytt aðfangadagskvöldi á okkar heimili með okkar börnum. Nú breyttum við út af þeim vana. Við töldum það hlífa okkur við enn meiri söknuði og sársauka að halda jól- in með foreldrum mínum á þeirra heimili. Ein- hverjir hvöttu okkurtil að halda okkarfyrri venj- um, það kæmi hvort eð er að því að við þyrftum að halda okkar jól eins og áður, við gætum ekki alltaf flúið. Ég hlustaði ekki á þessar radd- ir. Það var reyndar maðurinn minn sem benti á að maður þyrfti ekki alltaf að vera svona yfir- máta skynsamur. Við leyfðum hjartanu að ráða og aðfangadagskvöld leið, án mikilla átaka. Vissulega þurfti ég að taka á honum stóra mín- um en áður en ég vissi af var þetta kvöld, sem ég hafði hræðst svona mjög, liðið. Eftir á að hyggja var aðdragandi jólanna mun erfiðari en aðfangadagskvöldið sjálft. Ájóladag og annan jóladag voru hin hefð- bundnu jólaboð þar sem stórfjölskyldan var saman komin. Þar var það fyrst og fremst samkenndin sem réð ríkjum. Þessi boð voru ekki í sama anda og hin fyrri. Á þriðja dag jóla var mér mjög létt. Mér fannst að nú gæti ég tekist á við allt. Heilt ár í næstu jól, svo langt í þennan sársauka og söknuð sem undanfarnar vikur höfðu vakið með mér. Gamlárskvöld var vont kvöld. Mikill söknuð- ur helltist yfir mig, og daginn eftir gat ég auk þess sagt „í fyrra". Þeir dóu í fyrra. Mér fannst ég færast 1jær einhverju sem ég vissi þó ekki hvað var. Enn leiötíminn ogönnurjólin nálguðust. Ég fann þó fljótlega að nú yrði þetta ekki nándar nærri eins erfitt og árið áður. Það kom á dag- inn. Ég hafði þó nokkra ánægju af undirbúningi jólanna, þau þriðju urðu enn ánægjulegri. Allar götur síðan hef ég hlakkaö til jólanna eins og fyrr. Sú trú sem vaknaði með mér fýrir jólin 1985 að strákarnir mínir væru hjá okkur og tækju þátt í öllu umstanginu með okkur, hefir ætíð síðan fylgt mér. Ég hefi sagt börnunum mínum frá þessari bjargföstu trú minni og ég veit að það hefir hjálpað þeim í þeirra söknuði. Því miður er það svo að þeir eru margir sem nú upplifa svipaðan tíma og ég fyrir 11 árum. Ég held að hver og einn verði að finna sína leið f gegnum þennan erfiða tíma. Einhverjir vilja eflaust ráða syrgjendum heilt, oft þeir sem litla reynslu hafa og gefa því oft misvitur ráð. Látið hjartað ráða, jólaboð og jólagjafireru ekki lífsnauðsyn. Þeim má sleppa eða fresta. Talið við ættingja ykkar og vini og reynið að útskýra fyrir þeim líðan ykkar. Því þeir einir vita sem reynt hafa. Megi Ijós og friður jólahátíðarinnar finna leið að hjörtum ykkar sem nú syrgið. Heilsufæði húðarinnar Líttu við! . ræna línan Laugavegi 46 Sími: 562 2820

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.