Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 24
kon>r í kirkju SVALA JONSDOTTIR A K Konur og málefni kvenna hafa sett svip sinn á Þjóðkirkjuna á árinu svo um munar. í upphafi ársins voru ásakanir þriggja kvenna á hendur biskupi í brennidepli og gekk fjölmiölaumræöan meöal annars út á „hversu margar kon- ur“ þyrfti til að biskup segði af sér. Framboð kvenna í stjórn Prestaféiags íslands varð að hápólitísku máli í sum- ar og á haustmánuöum tók séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sögulegt skref þegar hún lýsti því yfir að hún gæfi kost á sér í bískupskjöri á næsta ári. Skiptar skoð- anir eru um stöðu kvenna innan ís- lensku Þjóðkirkjunnar en meirihluti við- mælenda Veru taldi hana vera slæma. „Slærn." „Hún erekki góö." „Mérfinnst hún stöðnuð." „Við ættum að skammast okk- ar.“ Þetta eru svörin sem fást hjá flestum kirkjunnar mönnum, körlum og konum, við spurningunni hver sé staða kvenna innan kirkjunnar. Slæm staða kvenna er athyglis- verð í Ijósi þess að kvennaáratugur Alkirkju- ráðsins er senn á enda, en hann hófst árið 1988. Tilgangur áratugarins var meðal ann- ars að auka hlut kvenna I valdastöðum inn- an aðildarkirkna ráðsins og gera starf kvenna sýnilegra. Þótt Þjóðkirkjan hafi haldið leiðtoganám- skeið fyrir konur T tílefni kvennaáratugarins og konur hafi í auknum mæli sótt ráöstefnur og fundi erlendis á vegum kirkjunnar, hefur staða kvenna innan hennar lítiö batnað. í skýrslu sendinefndar Alkirkjuráðsins sem gerð var fyrir tveimur árum segir að kirkjunnar menn hérlendis sýni ekki mikinn skilning á baráttu kvenna. Niðurstaða skýrslunnar er sú R K I R K J A O S S G • • O T U M að staða kvenna í íslensku kirkjunni sé óá- sættanleg. Framapot kvenna ógnar körlum „Það er engin kona í yfirstjórn kirkjunnar og hefur aldrei verið," segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Seltjarn- arnesi. „Konur vinna mikið starf í sóknar- nefndum og þeim hefur verið vel tekið sem sóknarprestum, en þær komast ekki í valda- stöður innan kirkjunnar.“ Ein æðsta stofnun kirkjunnar er kirkju- þing, en einungis þrír af 22 fulltrúum presta og leikmanna eru konur. Tvær kvennanna eru leikmenn en sú þriðja, séra Dalla Þórðar- dóttir, er jafnframt eini kvenprófasturinn á landinu. Kirkjuþing kýs fjóra fulltrúa i kirkju- ráð, sem er eins konar framkvæmdastjórn kirkjunnar. Engin kona hefur setið í kirkjuráði og því síður verið vígslubiskup eða biskup. „Mörgum körlum finnst þeim ógnaö af „framapoti" kvenna innan kirkjunnar," segir Ragnheiður Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi hjá kirkjunni. „Viðhorfið er: Verið endilega með, stelpur, en þið eigið ekki að hafa of mikil áhrif." Tuttugu og tvö ár eru liðin frá því séra Auður Eir var fyrst íslenskra kvenna vígð til prests. Nokkur bið varð á því að kvenprest- anir yrðu tveir, því að næst var kona vígð til prests hérlendis árið 1981 og var það dótt- ir Auðar, Dalla Þórðardóttir. Nú eru prest- vígðar konur á íslandi orðnar 32 og eru 24 þeirra starfandi prestar, en alls eru um 140 starfandi prestar á landinu. Ein af ástæðun- um fyrir því að konur eru fáar í valdastöðum er hvernig valdakerfið innan kirkjunnar er uppbyggt. „Helmingur fulltrúa á kirkjuþingi eru vígð- ir menn og prestar kjósa þá fulltrúa. Meiri- hluti presta eru karlar og þeir kjósa aðra karla," segir Baldur Kristjánsson. „Önnur skýring er sú að fólk kemst yfirleitt ekki á þessi þing fyrr en það er komið á fimmtugs- aldur og flestir kvenprestarnir eru bæði yngri og með minni starfsreynslu." Láglaunastéttir kvenna aö myndast í kirkjunni Þriðjungur starfandi kvenpresta starfar sem aðstoðarprestar eða sérþjónustuprestar. Það er mun hærra hlutfall en hjá körlunum. „Það eina neikvæða sem ég get séð við stöðu kvenna innan kirkjunnar er hversu margar konur eru ráðnar í stöður aðstoðar- presta," segir séra Geir Waage, formaður Prestafélags íslands. „Bæði er embætti að- stoðarprests ekki eins vel lögvarið og önnur prestsembætti og svo get ég ímyndað mér að kona í aðstoðarprestsembætti sé látin

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.