Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 7
H e r d í s
Hallvarðsdóttir
Lánasjcður námsmanna
óviriur f jölski/lduritiar
Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara aö hlakka til. Allir fá þá eitthvað
fallegt... Já nú fara jólin í hönd, þessi tími fjölskyldunnar, þegar ástvinir
geta eytt tíma sínum saman og glaöst. Námsmenn hafa lokið þrófum og
úrlausnir liggja fyrir. En það skortir nokkuð á gleðina og tilhlökkun til jól-
anna er mörgum blendin. Námsmenn sem framfleyta sér á námslánum
fá ekki lánin greidd fyrr en eftir að námsárangur liggur fyrir. Jafnvel þótt
einkunnir séu Ijósar er námslánakerfið svo óþjált að fæstir fá lánin sín
greidd út fyrir jól. Þeir veröa að leita á náðir þanka og taka yfirdráttarlán.
Þetta þykir okkur námsmönnum óviðunandi. Má jafna þessu ástandi við
það að atvinnulaust fólk fengi ekki greiddar út sínar bætur nema tvisvar
á ári. Þeir þyrftu m.ö.o. að hafa verið sannanlega atvinnulausir í hálft ár
áður en þeim væru greiddar bætur og í millitíðinni gætu þeir leitað til
bankanna og tekið þar yfirdráttarlán þar til bæturnar fengjust greiddar.
Fengju þeir hins vegar vinnu á tímabilinu yrðu engar bætur greiddar, þar
sem ekki væri um 100% atvinnuleysi á tímabilinu aö ræða. Námsmenn
sem skila ekki að lágmarki 75% námsárangri fá engin námslán og er þá
ekkert spurt um ástæður. Námsmenn og börn þeirra mega t.d. ekki veikj-
ast. Námsráðgjöf Háskóla íslands sinnir töluverðum fjölda stúdenta,
sem eru undir óhóflegu álagi. 1 bréfi er Námsráðgjöfin sendi frá sér seg-
irm.a. þetta: „Þungbæraráhyggjuryfirfjárhagslegutjóni, sem hlýstaf því
að standast ekki kröfur Lánasjóðs íslenskra námsmanna um námsfram-
vindu, leiðir oft til þess að streitan og kvíðinn fara yfir hin æskilegu
mörk." Námsmenn er ekki standast kröfur lánasjóösins þurfa aö greiöa
yfirdráttarskuldina og verða af þeim sökum oft aö hverfa frá námi og
hefja launavinnu til að geta staðiö við skuldbindingar sínar.
Háskólinn gerir kröfur um námsárangur en þess ber að geta að ef
námsmaður fellur á prófi fær hann tækifæri til að taka það upp að
hausti. Slíkt svigrúm gefur lánasjóðurinn hins vegar ekki. Því ef náms-
maður lendirí haustprófi safnaryfirdráttarskuldin á sig vöxtum sem geta
orðið allt að 50 þúsund krónur á tímabilinu.
Yrðu námslán greidd út mánaðarlega, ykist svigrúm námsmanna til að
skila námsárangri yfir allt árið til samræmis við reglur Háskólans. Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur mótmælt samtímagreiðslum á
þeim grundvelli aö ómögulegt væri að fylgjast með því að námsmenn væru
raunverulega í námi og skiluðu tilsettum árangri. Námsmenn hafa aldrei
krafist þess að lánþegum LÍN væri ekki gert að skila árangri. Námsárang-
urskröfum mætti t.d. mæta með því aö meta námsárangur að hausti. Lán
námsmanns er ekki skilaði árangri yrði þá gjaldfellt að þeim hluta sem svar-
aði til skuldar á námsárangri. Við mikil vanskil á árangri mætti gjaldfella allt
námslánið, en hins vegar veita svigrúm til að flytja 25% árangursskuld milli
námsára. Með því móti mætti mæta misjöfnum félagslegum aðstæðum
fólks. Það er Ijóst að margar leiðir eru til þess færar aö gera reglur lánasjóðs-
ins þannig úr garði að áfram verði hægt að veita aðhald í útlánum sjóösins,
því um þaö er enginn ágreiningur. En það verður alltaf ófriður um aðhalds-
reglur þar sem ekki er gætt sambærilegrar sanngirni og tíðkast á öðrum
sviðum þjóðlífsins.
Endurgreiösla námslána
Eftir breytingar á sjóðnum 1992 þurfa námsmenn að greiða til lánasjóðs-
ins 7% af launum sínum eftir nám. Gerðar hafa verið athuganir á því hver
áhrif þetta hefur á ráðstöfunartekjur námsmanns og ef miðað er við með-
almann meö meðallán og meðallaun er endurgreiðslan 10,4% af ráðstöf-
unartekjum hans. Þá standa þessir námsmenn mjög höllum fæti gagn-
vart greiðslumati og möguleikum á að komast í húsnæðiskerfið. Náms-
menn með 7% endurgreiðslubyrði þurfa að hafa 30% hærri tekjur en
námsmenn úr gamla kerfinu þar sem greiðslubyrði var helmingi lægri eða
3,75%. Þá má geta þess að enn eldri lög um LÍN fólu í sér enn lægri end-
urgreiðslubyrði og fyrir verðtrýggingu námslána 1976 brunnu þau nær öll
upp í verðbólgu þess tíma.
Jafnrétti til náms
Jafnrétti til náms óháð efnahag eru því miður bara orðin tóm. í kjöifar
breytinganna 1992 hefur lánþegum fækkað og ber þar mest á fækkun
barnafólks, einstæðra foreldra og fólks utan af landi. Forsvarsmenn
sjóðsins hafa stundum skýrt fækkun lánþega í kjölfar breytinganna með
því að nú taki aðeins þeir sem þurfa á aöstoð sjóðsins lán. Mér finnst
samt liggja í augum uppi að barnafólk, einstæðir foreldrar og fólk utan af
landi eru þeir námsmenn er hvað mest þurfa að treysta á framfærslulán
LÍN meðan á námi stendur. Hins vegar hugsar þetta fólk sig eðlilega
tvisvar um áður en það leggur út í þá fjárhagslegu áhættu sem því fylgir
aö taka námslán hjá LÍN, þar sem ekkert má koma upp á svo fjárhags-
grundvellinum sé ekki stefnt í tvísýnu. Hjá einstæðum foreldrum og barna-
fólki almennt er veikindastuðullinn mun hærri og þykir mörgum það að taka
yfirdráttarlán viö bankana jafnast á við að spila í rússneskri rúllettu.
í þau tvö ár sem ég hef unniö fyrir stúdenta í lánasjóösbaráttu og við
að aðstoða fólk sem lent hefur í deilum við sjóðinn, hef ég oft tekið eft-
ir því aö hert lánasjóðskerfi hefur augljóslega stýrt námsvali einstaklinga.
Er þá oft um konur, í sambúð eða með börn að ræða. í stað þess að velja
sér nám eftir áhuga, er reynt aö þræða eins „örugga" braut og hægt er.
Þessar konur treysta sér síður í „clausus“-kúrsa eins og læknisfræði,
eða þá í deildir með lítið námssvigrúm, eins og lögfræöi eða verkfræði.
Þá fjölgar jafnt og þétt sambúðaraðilum þar sem aðeins annar aðilinn fer
í nám. Er að koma afturkippurí jafnræði kynjanna? Er menntakerfið orð-
ið óvinur fjölskyldunnar? Þegar ég var barn var jafnréttisbarátta kynjanna
í hávegum höfð. Ég var alin upp við að konur væru jafnhæfar karlmönn-
um og báðum aðilum stæði jafn nærri að hugsa um bú og börn. Að draga
úr jafnrétti til náms með svívirðilegu lánasjóðskerfi og fjársveltum Há-
skóla er móðgun við ungu
kynslóöina, þá kynslóð
sem vonir jafnréttisbar-
áttu rikjandi kynslóðar
ættu einkum að vera
bundnar við.
Herdís Hallvarðsdóttir
erfulltrúi Stúdentaráðs
Háskóla lslands í stjórn
Lánasjóðs íslenskra
námsmanna
pstill