Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 6

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 6
thafnakonan aöarvamingi eins og snyrti- vörum farin aö dragast saman. „Þaö var svo mikil um- ræöa um ný- sköpun í at- vinnulífi og talað um aö auka þyrfti útflutning. Mig lang- aöi til að prófa þetta og það varð úr að ég og elsti sonur minn stofnuðum fyrirtæki og fór- um aö flytja út eldisfisk." Inga var ekki alveg ókunnug fiski þegar hún stofnaði Atlantsfisk. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og fór að vinna í frystihúsi þar tólf ára gömul. Hún segir að fiskútflutningurinn sé ekkert mikið erfiöari en snyrtivörusalan. „Viðskipti eru bara viðskipti, sama hvað maður er að selja,“ segir hún. „í snyrtivörun- um er allt frekar náið og smátt, en í fiskút- flutningnum eru viðskiptin fjarlægari og um stærri tölur að ræða. Þar er meiri velta en hún skilar ekki endilega meiri arði nema fyr- irtækið sé vel rekið.“ Voru þaö mikil viðbrigði að fara úr hefð- bundinni kvennagrein inn á dæmigerðan karlavettvang? „Ég bjóst við að ég þyrfti að þerjast þeg- ar ég fór út I dæmigerða karlagrein, en reyndin hefur verið önnur. Alls staðar mætir manni velvild, skilningur og stuðningur. Um leið og ég sýni að ég veit um hvað ég er að tala, þá er mér vel tekið.“ Atlantsfiskur hefur fært út kvíarnar og nú flytur fyrirtækið ekki eingöngu útfisk, heldur líka steina. Annars vegar er um að ræða sér- pakkaða gasgrillsteina og hins vegar skraut- steina T fiskabúr. „Við fórum út í grjótútflutninginn fýrir til- viljun. Maður sem var í þessum útflutningi bað okkur um að sjá um markaðssetning- una fyrir sig. Svo hætti hann með fyrirtækið og við tókum við þessu." Inga bætti við sig dreifingu á fiski á hótei og veitingastaði hér heima og það kom líka til vegna óvæntra aðstæðna. Verðhrun hafði orðið á laxi í ákveðnum stærðum erlendis vegna þess að Norðmenn dældu smálaxi inn á markaðinn. „Við vorum með sendingu af eldislaxi sem var komin hingað suður og oröinn svotil verð- laus. Við hringdum því I nokkra staði og buðum þeim lax á tilboösverði. Það virtist vera pláss á markaðnum hérna fyrir dreifingu á ferskum laxi og nú erum við með flest stærstu hótelin í Reykjavík í viðskiptum við okkur. Svona koma tækifærin ef maður kann að nýta þau." Mikilvægt að konur styðji hver aðra Inga Þyri er í hópi 50 kvenna sem valdar voru til þátttöku í tveggja ára námskeiði á vegum Atvinnu- og ferðamálastofu Reykja- víkur sem nefnist Brautargengi. Þátttakend- ur eru ýmist í fyrirtækjarekstri eða hafa áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Konurnar hittast vikulega undir handleiðslu kennara frá Háskóla íslands og úr atvinnulífinu. „Brautargengi er mjög gott fyrir konur eins og mig, sem mega ekki vera að því að fara í skóla," segir hún. „Þetta er magnaður hópur og I honum eru konur sem eru með fullan rekstur, en vantar aðstoð við að ná utan um hann, í bland við konur sem eru með hugmyndir að nýjum fyrirtækjum." Hún leggur áherslu á það að konur í at- vinnulífinu standi saman, eins og karlar hafa lengi gert. „Konur koma sér ekki upp vettvangi til að hittast á sama hátt og karl- menn gera í karlaklúbbum. Við þurfum að hlaupa heim til að elda og sækja börnin, þannig að við nennum ekki að eyða tíman- um í slíkt. Þetta hef ég séð bæði í pólitíkinni og í fyrirtækjarekstrinum. Einmitt þessi skortur á samböndum getur staðið konum fyrir þrifum. Þessum hópi á námskeiðinu er meðal annars ætlað að mynda viðskipta- sambönd og styöja hver aöra. Við sem erum búnar að vera með fýrirtæki getum svo hæg- lega miðlað af okkar reynslu." Eitt dæmi sem hún nefnir er saga af ungri konu á námskeiðinu, sem býr til sér- hannað konfekt. Konunni hafði gengið illa að komast inn á hótel- og veitingahúsamark- aðinn, en Inga útvegaði henni viðtöl við tvo hugsanlega kaupendur. „Það var auðvelt vegna þess að ég er að selja inn á þennan markað," segir hún. „Hún spurði mig: Guð, af hverju ertu að hjálpa mér?" en þetta var ekkert mál fýrir mig. Við konur eigum að gera meira af því að styðja hver aðra." Braskari eins og mamma Konur í atvinnulífinu kvarta sumar undan mismunun í bankakerfinu, en Inga Þyri seg- ist hafa mætt velvilja í bönkum á undanförn- um árum. Hún segir að mikið hafi breyst síð- an á Húsavík forðum daga. „Nú eru komnar svo margar vel menntað- ar konur inn í bankana, sem er heilmikið gæfuspor fýrir bankakerfið. Maður getur sótt um lán og séö um öll sín viðskipti án þess að tala nokkurn tímann við banka- stjóra. Það er nóg að tala við þjónustufull- trúa og það eru allt konur." Tehir þii þörfá kvennabanka eins og sumir hafa verið að tala um? „Ég sé ekki þessa þörf, en ef aðrar konur telja sig þurfa kvennabanka þá finnst mér það sjálfsagt. Það getur vel verið að útibú úti á landi séu ekki eins í takt við tímann og bankarnir hér í Reykjavík. Ég hef heldur ekkert reynt viö styrkja- og sjóðakerfið og veit ekki hvernig ástandið er þar." í fjölskyldu Ingu eru margir sjálfstæðir at- vinnurekendur, en hún segist ekki hafa far- ið út T fýrirtækjarekstur til þess að verða rik. „Þetta eru ekki alltaf konungleg laun sem við fáum, en það er ekki markmiðið. Það er ofboðslega gaman að reka fýrirtæki og maður hefur ákveðið frelsi tii þess að gera hlutina," segir hún. „Það er heldur ekki inni í myndinni að aðrir eigi að útvega okkur vinnu. Sonur minn, sem er 22ja ára, er í hljómsveit og ég spurði hann einu sinni hvað hann ætlaði að gera þegar hann væri orðinn miöaldra poppari. „Ég gerist bara braskari eins og mamma," var svarið." Inga Þyri segist njóta sín í fiskútflutningn- um, en hún segist ekki ætla að starfa við hann alla ævi. „Það er eitthvað spennandi við ferskan fisk. Það má ekkert út af bera, því þetta er svo viðkvæm vara. En ég ætla ekki að vera í þessari vinnu eftir 10 ár. Ég ákvað þegar ég varð 50 ára að nota næstu tíu ártil að byggja fýrirtækið upp, en fara svo út í eitthvað annað. Hvað það verður vill hún ekki segja, en hún er nýbúin að taka að sér nýtt snyrtivöru- umboð til viðbótar við allt annað. „Nú er ég búin að koma upp mínum börn- um og hef meiri tíma," segir hún. „Mér finnst ég hafa allan sólarhringinn og ég á safn af hugmyndum sem ég ætla að hrinda í framkvæmd þegar ég hef tíma og peninga til. Möguleikarnir eru óendanlegir." Svala Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.