Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 16
flog^veiki ÁHRIF FLOGAVEIKI Á LÍF KVENNA % fáfræði og hræðsla rætt við Gerði Torfadóttur flogaveika starfsstúlku á Elliheimilinu Grund Gerður Torfadóttir greindist með fiogaveiki fjögurra ára gömul. Hún neyddist til að hætta skólanámi fjórtán ára, áður en skyldu- náminu lauk, vegna þess að þegar hún var að alast upp var engin stuðningskennsla í skólum og engin aðstoð við þá sem voru veikir. Síöast liðin 23 ár hefur hún starfaö á elliheimilinu Grund, sem sérhæfður starfskraftur við aðhlynningu aldraðra, en það þýðir að hún hefur sótt öll þau námskeið sem hún hefur átt kost á til þess að auka hæfni sína í starfi. „Ég veiktist upphaflega þegar ég var þriggja ára gömul,“ segir Gerð- ur, „en þá fékk ég þerklasmit og var mjög veik í tæpt ár. Síðan fóru að koma kippir í andlitið á mér, segir móðir mín, og T framhaldi af því kom í Ijós að ég var komin með flogaveiki. Ég var send í meðferð til Danmerkur fimm ára gömul en þá hafði ég misst málið og máttinn í hægri hendi. Þá var ekki til nein þjálfun hér á landi þannig að ég náði aldrei afturstjórn á hendinni. Égfórsvo afturí nokkurra mánaða með- ferð í Danmörku 15, 16 og 17 ára, en þá fór ég í lyfjameðferð á heilsuhæli fyrir flogaveika og mígrenisjúka." Gerður segist hafa verið ofvernduð í æsku og haldið frá ýmsu því sem önnur börn og unglingar tóku sér fyrir hendur. Ástæðan var einföld: fáfræði og hræðsla. Hún komst ekki inn í stelpnahópinn í skólanum þar sem hún var álitin svolítið „öðruvísi". Hún fékk heldur ekki að fara með í skólaferðalögin, en það var af ótta við að lyfin gleymdust. Gerður seg- ist eiga góða foreldra en þau hafi af skiljanlegum ástæðum verið hrædd um hana: „Foreldrar verða að gæta þess að ofvernda börnin ekki. Mér finnst fólk hafa meiri tilhneigingu til að ofvernda stelpur en stráka, enda fá strákarnir frekar að spreyta sig, samkvæmt hefð- bundnu uppeldi kynjanna. Það verður að leyfa öllum börnum að reyna sig og ekki má gripa of fljótt inn í. Ég var oft of fljót aö gefast upp og tel að það eigi frekar að hvetja börn og styðja til að halda áfram að reyna og leyfa þeim ekki að gefast upp fyrr en fullreynt er." Sjálfstætt líf Gerður er með flogaveiki á háu stigi og þarf að taka fjórar tegundir af lyfjum daglega. Lyfin hafa þau áhrif að hún fær sfður krampa, þótt hún fái alltaf 2-3 smærri köst á viku og eitt stórt kast á um þriggja mánaða fresti, auk þess sem hún fær stundum á daginn lítil „skot" í handlegg eða fót. Hún lifir þó algjörlega sjálfstæðu lífi og hefur keypt sér sína eigin íbúð. Hún tekur virkan þátt í starfi LAUFs, var I stjórn félagsins um árabil og hefur tekið þátt T ráðstefnum um floga- veiki, bæði innan lands ogutan. Hún segirfræðslustarffélagsins afar mikilvægt til að eyða fáfræði og fordómum og sjálf hafi hún haft mikla ánægju af því að kynnast fólki sem hafi sömu reynslu og hún. Gerður hefur einnig setið í stjórn Sóknar og var ritari þess félags um tveggja ára skeið. Hún er nú trúnaðarmaður starfsfólks á sínum vinnustað og hefur verið það í samtals tíu ár. Gerður er afar jákvæð og reynir að láta sjúkdóminn ekki hefta sig um of. Hún hefur mikinn áhuga á tónlist og söng m.a. með MFA-kórnum og síðan Árnesingakórnum um árabil. Hún segist vera oröin heimakærari með aldrinum ogfari síöurút á kvöldin ef langt sé að fara, þar sem hún hafi ekki bíl: „Það er kannski della T mér, en ég hef aldrei viljað aka bíl meö öll þessi lyf í skrokknum. Éggæti þess vandlega aðfylgja þeirri lyfjameð- ferð sem fyrir mig er lögð þvT það er mjög hættulegt fyrir flogaveiki- sjúklinga að gera tilraunir með lyfin. Ég segi stundum í gamni að ég sé alltaf svolítið hífuð, en ég er búin að vera svona frá því að ég var fimm ára - þetta er ég og ég fer ekki að hætta því núna!" Sonja B. Jónsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.