Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 32

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 32
kj ramál HRINGBORÐSUMRÆÐUR UM KJARAMÁL Föstudaginn 1. nóvember síðastliðinn settust nokkrar konur niðurí rauðu sófana í fundarsal Kvennalistans til að ræða sín hjartans mál - kjaramál og málefni verkalýðshreyfingarinnar. Þetta voru þær Sigríður Kristinsdótt- ir fyrrverandi formaður SFR, Sigríður Ólafsdóttir varaformaður Dagsbrún- ar, Hildur Kjartansdóttír varaformaður Iðju og Bima Þórðardóttir blaða- maður, sem á sínum tíma starfaði með Samtök kvenna á vinnumarkaðnum og átti sæti í miðstjórn ASÍ, og VERURNAR Sigurbjörg Ástgeirsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Sigrún Erla Egilsdóttir. Umræðurn- ar urðu bæði heitar og háværar og bárust um víðan vöil. Þrátt fyrir hve ólíkar konurnar væru og að sumar tilheyrðu fordekraöri diskókynslóö og aðrar væru enn á rauðu sokkunum var afstaða þeirra til kjarabaráttunn- ar blessunarlega í takt. ffey, þaö eru vitlausar forsendur! Nú styttist í að kjarasamningar losni og kröfugeröir frá verkalýðsfélögum eru í óða önn að fá á sig endanlega mynd. Enn búum við íslendingar við smánarleg lágmarkslaun og launamum milli kynja. Hverjar eru raddir kvenna í þessum kjarasamningum og hver er leiðin til að bæta kjörin? Sigríður Kr.: Ég er búin að vera í kvennabaráttu meira og minna í tutt- ugu ár og hef lært að sérkröfur kvenna eru fýrst og fremst sérkröfur lág- launa manneskjunnar. Það eru konur sem eru á lægstu laununum og þau verður að hækka. En ég held að meira þurfi að koma til að svo jafna megi laun karla og kvenna. Birna: Ég er sammála. Það sem skiptir mestu máli í komandi kjarasamn- íngum eru beinar launahækkanir og að gera launakerfið opinbert. Yfir- borganir, sporslur og óunnin yfírvinna fara oftar til karlana, við vitum það. Mér finnst þess vegna skipta meginmáli að gera taxtana þannig að sé hægt að fara eftir þeim. Spurningin hefur alltaf verið: Hvað þola fýrirtæk- in? En við eigum að snúa þessu við og spyrja hvað þola heimilin? Við eig- um ekki að spyrja hver er greiðslugeta fyrirtækisins heldur hver er geta heimilanna til að framfleyta sér. Það viðurkenna allir þá staðreynd að það er fullt af launatöxtum í samfélaginu sem verið er að borga eftir sem ekki er hægt að lifa af. Hildur: Ég hef ekki heyrt um neinar sérkröfur kvenna, og ég held aö slík- ar kröfur verði konum ekki endilega til góðs. Nú kem ég úr félagi ófag- lærös fólks og verksmiöjurnar skiptast gjarnan í kvenna- og karlavinnu- staöi. Laun kynjanna eru jöfn, þaö er borgaö eftir sömu töxtum, en H kröfur kveirna? vinnutíminn er oftast lengri hjá körlunum. Mörgum konum finnst hrein- lega ennþá aö karlar eigi að hafa hærri laun, við erum ekki komnar lengra. Þessi gamli hugsunarháttur hefur ekki mikið breyst. Ég held að við getum ekki reiknað með fjöldahreyfingu kvenna. Sigríður Ól.: Við erum ekki með neinar sérkröfur kvenna í okkar félagi enda eru þær á sömu kjörum og karlarnir. Við höfum þó verið í samvinn- nu viö Framsókn núna og komum auðvitaö að fleiri samningum t.d. við Reykjavíkurborg o.fl. Konurnar innan félagsins hafa ekki verið með nein- ar sérkröfur, þó kannski sé þörf á því, t.d varðandi fæðingarrétt. Sigríður Kr: Nú er algengt í ríkiskerfinu að vera með dulda yfirvinnu, allt frá 30 eða 40 og uppí 50 tíma. Þetta á frekar við um karlmenn, sérstak- lega virðast tæknivæddir menn alltaf komast einna lengst á kostnað húmanískra starfa. Það er alveg makalaust hvernig öllum finnst eins og konur t.d. í meðferðargeiranum eigi að gefa vinnuna sína. Þetta sé bara framlenging á því að hafa fengið að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta er mál sem stjórnmálamennirnr veröa að koma að. Birna: Mérfinnst ekki rétt að stjórnmálamennirnir komi með sínar lausn- ir því það er svo auðvelt fyrir þá að taka til baka. Ef ég vissi svarið við þessari spurningu væri ég hamingiusöm. Ég held að konur og stelpur þurfi hreinlega að vera miklu óþægari en þær eru. Sólveig: Hlýtur meginkrafa kvenna þá ekki að vera sú að hækka grunn- taxtana? Birna: Ekki spurning, við eigum aldrei að fara undir það sem mögulegt er til aö framfleyta sér. Krafan fer alltaf út í prósentuhækkun, en ég vil krónutöluhækkun. Ég hef I sjálfu sér ekki áhyggjur af fólki sem hefur 150 þúsund í laun þó þaö séu engin býsn. Ég hef áhyggjur af fólki sem lifir á 50-60 þúsundum, því við vitum að það nægir ekki. Sigríður Kr.: Ég get tekið undir það og ég er líka hrædd við prósentu- hækkunina. Launin eru svo smánarleg hjá sumum að ég veit í rauninni ekki hvernig fólk lifir á þessu. Þetta fólk veitir sér ekki nokkurn skapað- an hlut. Sigríður Ól.: Það er mikil umræða þessa dagana um hvernig beri að hækka lægstu launin. En það er bara alls ekki einfalt, t.d. fýlgja mjögfáir töxtum í dag. flestir hafa einhverjar aukagreiðslur. Þetta verður alltaf eins og hjá litlu gulu hænunni, og við lendum í innbyrðis deilum. Siðfræðinga í stað hagfræðinga Birna: Djöfulsins samanburðarpólitíkin er að ríða okkur að fullu. Óvinur- innn er alltaf í næsta launaþrepi, sá sem situr við hliðina á þér, en ekki yfirmaðurinn eða sá sem stelur undan skatti. Launakröfur á að setja fram á siðferðilegan hátt, - við eigum að vera með siðferðilegar kröfur. Það er rangt að fara fram á það að fólk lifi á launum sem enginn treystir sér til að lifa á. Sigurbjörg: Mér finnst þessi punktur um að verkalýðshreyfingin eigi að fara að spyrja siðfræðilegra spurninga spennandi. Sólveig: Þetta er kannski spurning um að fara að ráða heimspekinga og siðfræðinga inn í félögin. Birna: Miklu frekar en hagfræöinga. Sérfræðingssveldið hefur að mörgu leyti drepið verkalýðshreyfinguna niöur.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.