Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 38

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 38
jólab°kur bjóöa líka uppá það að þær skuli lesnar aftur og aftur. Vafalaust kveikja þær eitthvað nýtt við næsta lestur. Mér segir svo hugur um að Lúðrasveit Ellu Stínu verði lesin aftur og fram og enn aftur, í tíma og ótíma. Freistandi iðja, ekki síst þegar það er haft í huga að hún ætti að foröa fólki frá að skjóta rótum í sófanum við sjónvarpið: SÓFINN ! GARÐINUM Einu sinni var sófi sem lá úti í garði, brotinn og bramlaður og úr lagi genginn og helst að sjá að honum hefði veríð sparkað með offorsi og látum út úr húsinu og þegar betur var að gáð mátti greina að það lá maður í sófanum sem var ekki með nokkru móti hægt aö bera kennsl á en það var deginum Ijósara að hann var að horfa á sjónvarpið. (14) Ragnheiður Jónsdóttir Valsarúr síðustu sigíingu Linda Vilhjálmsdóttir Mál og Menning 1996. Bókin er í örsmáu en fallegu broti, tileinkuð „Flrafnistumönnum allra alda.“ Tileinkunin gæti gefið lesandanum falskar væntingar um Ijóö úrfjarlægri fortíð, en formálinn tekur af all- an vafa um það. Þar rekur Linda náin tengsl sín við sjóinn í gegnum tíðina og ferðina sem var kveikja Ijóðanna í bókinni. Linda tók sér einfald- lega far með flutningaskipi til systur sinnar í Frakklandi, þar sem hún vonaðist eftir inn- blæstri við smásöguskrif: En svo fóru Ijóðin úr siglíngunni að skjóta uþþ kollinum hálfu ári síðar í miðju öðru verk- efni. Fyrst í stað vissi ég ekkert hvað ég átti að gera við þau og eitthvað eimdi eftir af gömlu valsafóbíunni því mér fannst þau ansi léttvæg og varla bókarhæf. Þetta hélt engu að síöur áfram að hlaðast upp í tölvunni eins og salt- fiskurinn í stæðunum í lestinni á Hvítanesinu og yfir öllu heila klabbinu vomaði múkkinn eins og grimmur ritskoðari með masterspróf f mark- aðsfræði. Á endanum tókst mér að bíta hann af mér. Mig langaði að segja frá þessarri siglingu, strákunum og lífinu um borð. Og það gerði ég. (17) Við getum glaðst yfir því að Lindu hafi tek- ist að bíta af sér múkkann og að við fáum held- ur að njóta Ijóðanna, sem eru langt frá því að vera léttvæg. Þau mynda eins konar ferðasögu um sjóferð, raða sér í tímaröð frá því er Ijóð- mælandinn stendurí flæðarmálinu við upphaf ferðar, og til ferðaloka þar sem skipið er kom- ið til hafnar „í frans" og farþeganum mætir „kossaflóð" hafdísar systur sinnar og haf- meyja hennar sem „syngja að sjóara sið sértu velkomin." (57) Ferðasagan er óvenjuleg að því leiti að hún segir ekki síður tilfinningasögu farþegans á siglingunni, heldur en frá því sem fyrir augu ber í ferðinni. Strax í upphafi er Ijóst að Ijóðmæl- andinn er nátengdur hafinu og næmur á það. Grunntónn nándarinnar heyrist strax T Ijóðinu „flæðarmál" og í Ijóðinu „atlantis" þar sem „blóðrásin gælir við hrynjandi hafsins." (9) Ljóðmælandinn skríðurí koju á meðan skip- ið liggur bundið við bryggju, „sjóhrædd / ef það er til" (20), og býr sig undir ferðina. Sjóhræðsl- an sannar tilveru sína í næsta Ijóði, „rúmsjó". Þar kemur líka fram leikni skáldsins í að nota stuðla og höfuðstafi. I fyrra erindinu eru það hvæsandi s-in sem undirstrika orðin sem túlka sjóhræðsluna, „sökkvandi" og „svartsýni". S- ið í tengingunni veit ekki á gott, enda eru sefj- andi l-in í öðru erindi á undanhaldi, á eftir „Ijós- in" og „landi" er l-ið komið inn í mitt orð, „fjar-l-ægjast." Skáldiö sýnir líka góða leikni í að beita form- inu þegar hún túlkar hreyfingu, m.a. með því að skipta óvænt milli lína. í Ijóðinu „Dauðahafið" er Ijóðmælandinn illa haldin af sjóveiki, að von- um óhress með það, enda komin af sjómönn- um, og: hef stigið ölduna síðan ég fæddist á sjó mannadaginn og blóðið í æðum mér er saltara en brim (29) Það greinilega bjargar henni hins vegar ekki undan uppköstum. 1 Ijóðinu „Sjógangur" hefur skáldinu einnig tekist vel að beita forminu til að tjá hreyfingu, og notar til þess auk þess sem að ofan var talið andstæður. Aö endingu langar mig að nefna fjögur Ijóð, sem öll eru nefnd „sjórinn" og mynda skemmtilega heild. Þau lýsa vel hversu mikið sjófarendur eiga undir veörinu og minna á allt veðurtalið sem faginu fylgir. Ég læt hér staðar numið, en þakka Lindu Vilhjálmsdóttur fyrir skemmtunina. Mér sýnist Valsar úr síðustu siglingu vera hin eigulegasta bók, ekki síst fyrir þá sem unna hafinu, en ég er því miður hrædd um að fáir Hrafnistumenn geti lesiö hana hjálparlaust, sökum þess hversu letur bókarinnar er smátt. Ragnheiöur Jónsdóttir Regnhogi ípostxnum Geröur Kristný Mál og menning 1996 Óhætt er að fullyrða að fram sé að koma ný kynslóð íslenskra rithöfunda, bækur eftir höf- unda sem fæddir eru um og upp úr 1970 eru áberandi á bókamarkaði á þessu hausti, og um er að ræða smásagnasöfn og skáldsögur en ekki eingöngu Ijóðabækur, en eins og kunn- ugt er byrja ungir höfundar margir hverjir á því að gefa út Ijóð. Gerður Kristný (f. 1970) er, eft- ir því sem ég kemst næst, eina konan í þess- um hópi og er vissulega nýlunda að skáldsögu hennar Regnbogi í póstinum, en áður hefur Gerður Kristný gefið út Ijóðabókina ísfrétt (Mál og menning, 1994). i Regnbogi í póstinum segir frá einu sumri í lífi Tinnu, sem nýlokíð hefur stúdentsprófi og heldur út í heim í leit að sjálfsmynd. Efnið er því nokkuð dæmigert fyrir bækur ungra höfunda gegnum tíðina, en þó er nýstárlegt að hér er um stúlku að ræða en ótal sambærilegar sög- ur af ungum karlmönnum hafa verið sagðar áöur. Sagan hefst á skemmtilega táknrænni lýs- ingu á klukkustreng sem Tinna fékk í vöggugjöf frá ömmu sinni. Með krosssaumi hefur amma saumað myndir af stúlku á ýmsum aldri og neðst er saumaö nafn Tinnu. Tinna hefur ætíö getað samsamað sig einhverri myndinni og þannig fundið sér stað í tilverunni, en nú er það breytt: „ég, sem alltaf hef getað bent á ein- i hverja myndina og sagt: „Svona er ég núna", hef ekki lengur neina mynd að benda á“ (bls. 5). Með þessari táknrænu lýsingu (sþrottinni úr reynsluheimi kvenna) undirstrikar sögukonan þá leit að sjálfsmynd sem frásögninn öll miðar að. Ekki ætla ég að tíunda hvað á daga Tinnu drífur í útlöndum því þar með væri lestrar- skemmtunin tekin af væntanlegum lesendum, en þó ætti að vera í lagi að segja að ekki er um að ræða eiginlega sögufléttu sem miðar aö há- punkti og lausn, heldur eru aðskiljanleg atvik rakin með húmor og írónísku ívafi, og ættu flestir lesendur af yngri kynslóðum að kannast við svipaðar aðstæður og þær sem Tinna upp- i lifir á sínu flakki. Óhjákvæmilegt er fyrir unga rithöfunda að máta sig á einn eða annan hátt við fyrirrennara

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.