Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 43
i
daga“. Metta er hinsvegar ekki komin að Gafli
af fúsum og frjálsum vilja, heldur var það
ákvörðun foreldra hennar og barnaverndar-
nefndar að senda hana þangað. Hún hafði
„lent í slæmum" félagsskap í borginni og lán-
að bílskúr foreldra sinna undir þýfi. Annað
hafði hún ekki til saka unnið, nema að neita að
gefa upp hverjir hefðu komið þýfinu fýrir. Ekki
er Metta fyrr komin að Gafli en að dularfullir at-
burðir fara aö eiga sér stað og hún verður fyrir
allskyns áföllum. Ástæðan er sterk ásókn draugs
sem á sínum tíma hafði gert harða hríð að langa-
langaömmu hennarogjafnvel átt þáttí ótímabær-
um dauða hennar, en Gafl hafði
verið í eigu fjölskyldu Mettu á
árum áður. Draugurinn kemst
þvi heldur betur í feitt þegar birt-
ist á staðnum, afkomandi ætt-
arinnar sem honum var svo í
nöp við. En Metta tekst á við
sérhverja raun og sveitadvölin
styrkir ekki aðeins sjálfsmynd
hennar heldur gerbreytir einnig
öllum viðhorfum hennar til hins
betra.
Gunnhildur byggir verk sitt
upp á gamalkunnum and-
stæðum, sveit og borg í róm-
antískum anda. Hið góða er í
sveitinni, hið slæma kemur úr
borginni. Á þessari grunnand-
stæðu er verkið byggt og per-
sónur bókarinnar eru annað-
hvortfulltrúarsveitarinnarþ.e.
þess náttúrulega eða fulltrúar
borgarinnar þ.e. þess firrta.
Það er ekki á allra færi að
skapa persónur sem hold-
gervinga ákveðins málstaðar
og hér hefur það ekki tekist
sem skyldi. Sérstaklega á
þetta við um aðalþersónuna
Mettu, sem skortir undirbygg-
ingu og myndin sem dregin er
upp af henni í byrjun sem ung-
lingi í vandræðum er grunn.
Umskiptin sem svo verða á
henni viö sveitadvölina virka
þvi heldur ekki trúverðug.
Skortur á persónusköpun
ásamt of eindreginni afstöðu
söguhöfundar með hollustu
sveitarinnar andspænis spill-
ingu borgarlífsins er veikleiki
bókarinnar. Þannig eru t.d.
hjónin á Gafli, þau Ingi og Lóa
hlýjar, vitrar og gefandi per-
sónur sem alltaf hafa nægan
tíma til að spjalla, þrátt fýrir að óneitanlega
hljóti það að taka sinn tíma að lifa eins og tíðk-
aðist til sveita á síðustu öld. Andstæður þeirra
eru foreldrar Mettu, sem hafa aldrei tíma, eru
fjarlæg og virðast lítið setja sig inn I hennar
mál. Enda eru þau meira í ætt við klisjur en
skáldsagnapersónur. Annað dæmi um and-
stæðupar eru unglingsstrákarnir Guðni og
Hjálmar sem báðir hreyfa við tilfinningalífi
Mettu. Guðni er úr sveitinni og þar af leiðandi
hlýr, heiðarlegur og góður en Hjálmar er borg-
arstrákur sem stundar innbrot, er skeytingar-
laus um tilfinningar annarra og hugsar fyrst og
fremst um eigin hag. Þrátt fýrir þessar og fleiri
áberandi einfaldanir er Hér á reiki spennandi
og um margt skemmtileg bók. Gunnhildur hef-
ur lipran stíl og hefurgreinilega bæöi hæfileika
og gaman af að segja sögu. Einmitt þess
vegna væri gaman að sjá hana, leggja meiri
rækt við persónusköpun, glíma við mismun-
andi málfar og vinna betur úr söguefni sínu, því
oft er eins og hún treysti ekki á efnið og láti hvem
atburðinn reka annan, í ótta við að missa niöur
spennuna, án þess að nýta sér þá möguleika
sem 1ýrir hendi eru fýrir góðan höfund.
Sólveig Pálsdóttir
fyrir litla krakka
Kerrur,
burðarrúm,
hjólagrindur,
vagnar,
baðborð,
föt,
þroska leikföng,
bílastólar,
rúm og margt fleira,
Góð merki
BRIO
brev/i hauck
Gjaaoiai
é IflTljt
Síðumúla 2 2, sími: 581 2244
jóla&ýkur