Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 15
ÁHRIF FLOGAVEIKI Á K V E N N A mikilvægt aðhvetjafólk segir Ása Elísa Einarsdóttir læknir sem sjálf er flogaveik Ása Elísa Einarsdóttir fór að fá kippi, missa hluti úr höndun- um og detta án sýnilegrar ástæðu þegar hún var ellefu ára gömul og í kjölfarið greindist hún með flogaveiki. Hún fékk ekki alvarlegt flog fyrr en hún var orðin tuttugu og eins árs og segist vera mjög heppin þar sem hún fái einungis floga- kast í undantekningartilfellum. Ása er læknir og starfar á barnadeild Hringsins og sjálf á hún þrjú börn. „Ástæðan fyrir minni flogaveiki er ókunn en hún gæti verið ættgeng því bróðir meinn greindist með alvarlega flogaveiki þegar hann var um tvítugt. Þessi veikindi mín hafa ekki háð mér mikið, en ég óttað- ist að þau gætu gert það ef ég færi að læra læknisfræði eins og mig hafði langað til frá unga aldri. Ég talaði því við Sverri Bergmann taugalækni og spurði hann álits og hann hvatti mig eindregið til þess að halda mínu striki. Fyrir það er ég honum afar þakklát. Það er mjög mikilvægt að hvetja fólk, innan ákveðinna skynsemismarka. Það sem ég óttaðist var það að ég gæti ekki sinnt sjúklingunum en það hefur aldrei komið fyrir að ég gæti það ekki. Að vísu hef ég einu sinni fengið flog í vinnunni en það var þegar ég gekk með þriðja barnið mitt, var lyfjalaus og búin að vera á mörgum sólarhringsvökt- um. Þá var annar læknir með mér og hann vissi hvað var að gerast, en það er mjög mikilvægt að þeir sem eru flogaveikir láti samstarfs- menn sína vita um sjúkdóminn." Meögangan góö „Annars er ég aldrei eins góð og þegar ég geng með þörnin. Á fyrstu tveimur meðgöngunum tók ég milt flogaveikilyf en í þeirri þriðju var ég farin að taka lyf sem eykur líkur á meðfæddum göllum og varð því að hætta. Ég held ég geti fullyrt að ef ég hefði sleppt næturvöktun- um á þeirri meðgöngu hefði ég losnað við kastið. Ég verð hins vegar slæm fyrst eftir fæðinguna vegna þeirra miklu hormónasveiflna sem fylgja, en ef ég einbeiti mér að því að fá ekki kippi þá koma þeir ekki og því get ég alveg haldið á barni.“ Ása er með myóklóníska flogaveiki, en hún eldist yfirleitt ekki af fólki. Lyfið sem hún tekur er valproinsýra sem getur haft hvimleiðar aukaverkanir eins og hárlos og skjálfta í höndum. Auk þess fitna margir af þessu lyfi og það getur haft enn alvarlegri aukaverkanir. „Ég fann mikið fyrir þessum aukaverkunum fyrst en svo minnkaði ég skammtinn og tek nú lágmarksskammt. Öll flogaveikilyf hafa aukaverkanir og stundum eru þær svo slæmar að maður verður að hætta að taka þau og reyna önnur lyf. Svo kemur alltaf upp spurn- ingin hvort sé verra, sjúkdómurinn eða aukaverkanir lyfjanna. Ég geri allt sem mér dettur í hug og lifi alveg eðlilegu lífi. Mér finnst mjög mikilvægt að borða og sofa reglulega og hlusta á líkamann. Ef ég finn fyrir aðdraganda að flogi, sem lýsir sér með einkennilegri til- finningu í höfðinu, reyni ég að hætta því sem ég er að gera og hvíli mig. Það hefur einnig dugað mér vel að fara út að hlaupa og anda djúpt að mér fersku lofti. Mér finnst líka mikilvægt að taka sjúkdóm- inn ekki of alvarlega, auðvitað er hann hvimleiður en hann hefur aldrei háð mér.“ Sonja B. Jónsdóttir flogweiki

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.