Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 12
ÁHRIF FLOGAVEIKI Á LÍF KVENNA
konur
og flogaveiki
erflogaveild?
Á öldum áöur var flogaveiki talin heilagur
sjúkdómur og flogaveikt fólk ýmist talíð heil-
agt eöa haldið illum öndum og t.d. var Mú-
hameð spámaður flogaveikur. Hippokrates
sem talinn er faðir læknisfræðinnar var þó
búinn að komast að því nokkrum öldum fyrir
Kristsburð að flogaveiki ætti sér eðlilegar or-
sakir í heila og samkvæmt nútíma læknavls-
indum er flogaveiki samsafn margvíslegra
einkenna sem stafa af tímabundnum, kröft-
ugum og óeðlilegum truflunum á rafboðum I
heila. Talað er um flogaveiki þegar um endur-
tekin flogaköst er að ræða, en þau lýsa sér í
margvíslegum en tímaþundnum breytingum
á hegðan manna, hreyfifærni, skynjun hvers
konar og meðvitundarástandi. Þegar köstin
eru yfirstaðin geta margir sjúklingar gengið
aftur til fyrri iðju eins og ekkert hafi í skorist.
í flestum tilvikum er ekki vitað hvaö kemur
floginu af stað en til eru margar tegundir
floga og flogaveiki heilkenni eru Ijölmörg.
Flogaveiki er mjög ein-
staklingsbundinn
sjúkdómur hvað varð-
ar tegundir floga og
áhrif og aukaverkanir
lyfja. Helstu tegundir
floga eru krampaflog,
ráðvilluflog og störu-
flog.
(Heimildir: Sigurlaug
Sveinbjömsdóttir
taugaiæknir og
Þórey V. Ólafsdóttir
sálfræðingur og
féiagsráðgjafi.)
Flogaveiki er tiltölulega algengur sjúkdómur og er taliö aö um 1%
mannkyns sé meö hann. Því má reikna meö aö um 2600 íslendingar
séu flogaveikir. Vanþekking og fórdómar hafa löngum gert floga-
veiku fólki lífiö leitt og hafa meðal annars speglast í lagaákvæðum
sem hafa t.d. meinað þeim aö ganga i hjónaband (gilti til ársins
1968!) eöa gert þeim erfitt aö mennta sig, fá atvinnu og aka bíl.
Flogaveiki snertir konur sérstaklega þar sem umönnun sjúkra er
yfirleitt í þeirra höndum í okkar samfélagi og þær eru almennt á
lægri launum en karlar. Það eru því þær sem missa vinnuna þegar
börn greinast meö þennan sjúkdóm og oft verður hann í rauninni þar
með að þeirra starfi.
Flogaveikin getur tengst hormónasveiflum kvenna en tilraunir á mús-
um hafa sýnt aö aöalkvenhormónið, estrogen, veldur auknum floga-
köstum. Prógesterón hormónið, sem framleitt er á seinni hluta tíða-
hrings og á meðgöngu virðist hins vegar draga úr flogaköstum í
tilraunadýrum. Það er ekki langt síðan að flogaveik kona var spurð
að því þegar hún kom i skoðun til Ijósmóður, á níunda mánuði með-
göngu, hvort hún „mætti" eignast barn en það atvik er til marks um
þá fáfræöi og hleypidóma sem flogaveikar konur þurfa að kljást við.
Staðreyndin er sú að yfir 90% flogaveikra kvenna eignast heilbrigð
börn á eðlilegan hátt.
Meiri fordómar
Þetta er ekki eina dæmið um ótrúlega fordóma. Sumar konur læsa
sig t.d. inni á baðherbergi svo aðstandendur þurfi ekki að horfa upp
á flogakastið, ein kona sem vitað er um á svo „elskulegan" eigin-
mann að hann setur ævinlega plastpoka yfir höfuðið á henni til þess
að hún hætti aö hreyfast og ein flogaveik kona var lokuð inni á Kópa-
vogshæli í 40 ár vegna þess að hún átti ekki aðstandendur sér til að-
stoðar. Hún var hins vegar látin vinna við barnagæslu á hælinu.
Einnig eru dæmi um þaö að ungar stúlkur hafi ekki fengið læknis-
hjálp vegna þess að þær hafi verið taldar svo „næmar“ að þær hefðu
fallið í „trans“, þegar þær voru í raun og veru með ráðvilluflog.
Algengt er aö flogaveikar konur séu lattar til náms og dreginn úr
þeim kjarkurinn til að takast á hendur störf sem þær hafa áhuga á og
einnig til að taka þátt í félagslífi.
Leikmenn tengja gjarnan taugaveiklun eða geðveiki við flogaveikar
konur en staðreyndin er sú að þeir sjúkdómar eru ekki aigengari
meðal þeirra en annars fólks. Flogaveikar konur hafa hins vegar
svipaða tilhneigingu tii þunglyndis og fólk sem haldið er öðrum lang-
vinnum sjúkdómum.