Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 44

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 44
STELPURNAR Á STÖÐINNI tíma Rætt viö Ásthildi Steinsson um íslenskar talsímakonur Viö sem l'tfum í hraða tæknialdar eigum erfitt meö að skilja bændur sem riðu í hópum til Reykjavíkur til þess eins að mótmæla lagn- ingu símans og alþingismenn sem rifust um það hvort hér bæri að leggja síma eða ekki. Þó kom aö þvi að íslendingar tóku simann í sátt, Landsíminn hóf starfsemi sína áriö 1906. Ásthildur Steinsson vann hjá Landsímanum hátt í þrjátíu ár og hefur nú tekið saman sögulegt efni um konurnar sem unnu á símstöðvunum, ís- lensku talsímakonurnar. „Stelpurnar á stööinni". Þaö voru einungis konur sem unnu viö skiptiborð Landsimans, þetta var kvennastarf sem margir telja aö hafi lagt grundvöll aö nýjum þætti í at- vinnumálum kvenna. Ásthildur segir aö erfitt hafi verið aö ná í upp- lýsingar um þessar konur. í starfsskrá íslands sem Hagstofan gaf út 1917 komi fram að þá hafi 5 konur unnið sem símstöðvastjórar á landinu og aö 18 stúlkur hafi unnið á stóru stöövunum í kaupstöðunum, ýmist sem talsímakonur eða sím- ritarar. Þessi upplýsingafátækt gerði Ásthildi erfitt fyrir en hvatti hana jafnframt til dáöa eins og hún segir sjálf í formálanum: „Undrun mín var svo mikil þegar ég komst að því að lítiö sem ekkert hafði verið skráð, þvi fannst mér þessar konur eiga það meira en skilið að þeirra væri getið einhversstaðar í starfssög- unni. Það var nefnilega ekki um auðugan garð að gresja hvað varðaði störf kvenna að morgni þess- arar aldar. Ég bið lesendur að taka eftir að þær konur sem völdust til starfa hér á miðstöð i Rvk, G RAFIK Prentsmiðjan Grafík hf. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogi • Sími 554 5000 ■ Fax 554 6681

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.