Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 45
og eins á Akureyri, Seyöisfiröi og ísafirði, þóttu frum-
herjar á þessu sviði hvað tæknina varðar, sem þá var
öllum ókunnug og nýtt hugtak. Það þótti djarft aö ráða
sig í fasta vinnu fyrir 50 krónur á mánuði eða 600 kr.
árslaun....Stelpurnar á stööinni" voru stjörnur síns
tíma og þóttu flestar gott gjaforö, enda gerðu þær
sjálfar kröfur til barna sinna um að menntun væri
framtíðin... Þegar ég lít svo yfir þetta og les eins og
óviðkomandi gerir, þá les ég út úr því starfssögu
kvenna, möguleika þeirra til náms og hve margar
þeirra fóru lítiö af bæ, eða voru að mestu innan sinn-
ar sveitar langt fram á þessa öld. Það má því segja að
þetta sé kvennasagan I hnotskurn."
Upphefð og sómi
„Það þótti rosalega gott aö komast að á símanum,"
segir Ásthildur, „því konur voru vel settar I þessari
vinnu. Þær voru ríkisstarfsmenn, með föst laun og borg-
uöu í lífeyrissjóð, sem þá var sjaldgæft.
Þaö var sjaldgæft aö konur ynnu utan heimilis og
væru með barn á barnaheimili. Þær fáu sem unnu úti
voru meö vinnukonur. Lengi vel máttu konur þó ekki
vinna á miðstöðinni ef þær voru giftar eða komnar meö
börn. Þá uröu þær víkja fyrir öðrum. Svo breyttist þetta
þegar stríðið kom. Þá var allir gripnir.
Persónulegt samband
Allt var handvirkt og handskrifaö. Við vorum með skrár
sem við færðum allt inná: númer, stöð, persónulegt
samtal og hversu margar mínútur. Svo voru alltaf röfl-
skjóöur. Karlar og kerlingar sem voru kvartandi og
röflandi. Allt valt á því hvað konurnar á stöðinni voru
geðgóðar. Þaö þýddi náttúrulega ekkert annað en aö slá
þessu upp í kæruleysi og sýna fyllstu kurteisi. Hand-
virka sambandið var mjög persónulegt, fólk þurfti að
hringja til okkar og biðja okkur um aö ná í þennan eða
hinn. Eftir að allt varð sjálfvirkt komu vélarnar í staðinn.
Rómantíkin blómstraði
Margir áttu sín ævintýr gegnum símann og a.m.k. eitt
parið trúlofaðist. Það var altalaö að Guðbrandur heitinn
í Ríkinu og Matthildur kona hans hefðu trúlofast gegn-
um símann. Guöbrandur var kaupfélagsstjóri í Landey
og hún var hans miöstöð. Þau kynntust gegnum símann
án þess aö þau hefðu sést. Svona blómstraði rómantík-
in í gegnum símann!
Þetta vargóðurtími. Viö hlustuðum á ameríska slag-
ara en svo fóru að koma íslenskir dægurlagatextar við
þessi lög og þetta varö eiturvinsælt. Sjálfstæðishúsið,
sem nú er mötuneyti Pósts og síma, var einhver vinsæl-
asti staður sem fólk fór á. Þetta var elegansi, háir hæl-
ar, nælonsokkabuxur með saum, pilsin rétt fyrir neðan
hné - æðislega flott. Tíska síns tíma babydolls skór og
litlir kollar, slörhattar. Á þessum árum læröi maöur
þetta allt, undirrót illskunnar, en einnig allt hið góða og
skemmtilega."
Klukkan var orðin sjö, Ásthildur þurfti að drífa sig á
námskeið í Háskólanum. Við kvöddumst þess vegna og
ég óskaði henni góðs gengis í jólabókastríöinu.
Gleðileg jól.
Kristjana Guðbrandsdóttir
KitchenAid
Draumavél
heimilanna!
5 gerðir
Margir litir
Fæst um land allt.
50 ára frábær reynsla.
Æfgff Einai*
Mmm Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900
Husqvarna mm
Tölvuvélin sem sló í gegn