Vera


Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 17
ÁHRIF FLOGAVEIKI Á LÍF KVENNA félagsleg Staða flogaveikra ™.. W Jónína Björg Guðmundsdóttir félagsráðgjafi sönnun fyrir því að vera samfélaginu ein- hvers virði. Að vera flogaveikur þýðir ekki það sama og að vera fatlaður. En langvar- andi veikindi og erfiðleikar tengdir þeim geta orðið til þess að fólk getur ekki séð sér og sínum farborða. Það er einnig vandamál fyrir marga einstaklinga með flogaveiki að segja frá flogaveikinni í vinnunni. Hvað á að segja og hvernig á að segja það til þess að það veki ekki ótta og fordóma? í Hollandi er rek- inn endurhæfingarstaður fyrir konur og með- ferðin er tengd vinnuþjálfun. Þjálfunin er ein- staklingsbundin og miðar að því að hjálpa konum að takast á við flogin þannig að þau hafi sem minnst áhrif á vinnu og samskipti við aðra og sömuleiðis að bera ábyrgð á sjálfum sér. Konurnar læra að fræða sam- starfsfólk og vini um flogaveiki og er í því sambandi gengið út frá fjórum grundvallar- reglum: 1. Það á að takmarka sig við eigin flogaveiki og eigin einkenni. Ef fólk vill vita meira get- ur það spurt. 2. Ekki hræða aðra með ógnvekjandi sögum um hvað hugsanlega geti gerst. 3. Útskýra aðeins það sem gerist í eigin flogum. 4. Útskýra hvað hægt er að gera til að hjálpa. Hræðsla elur oft af sér fordóma og því er mikilvægt að reyna að forðast allt slíkt. Atvinnumöguleikar kvenna tengjast því hvernig tekist hefur að hafa stjórn á flogun- um. Þegar sótt er um ákveöin störf hafa þær meiri möguleika sem hafa menntun og/eða tæknikunnáttu til starfsins. Það eru ákveðin störf sem eru konum með flogaveiki hættu- legri en öðrum og við starfsval verður að taka tillit til þess að skapa hvorki sjálfum sér né öðrum óþarfa hættu. Þessi atriði er að sjálfsögðu hægt að yfirfæra á alla sem eru með flogaveiki. Vanþekking annarra er versti óvinur einstaklinga með flogaveiki og með jákvæðum viðhorfum, stuðningi og fræðslu er hægt að yfirstíga flesta erfiðleika. Flogaveiki spyr hvorki um aldur, kyn né stöðu. Að greinast með flogaveiki er stórmál og mikið áfall. Það þarf að læra að lifa með flogaveikinni, viðhorf til flogaveikra einkenn- ast oft af fordómum og þeir búa að sumu leyti við skert tækifæri. Staöa kvenna er al- mennt lakari en karla t.d. ef laun eru borin saman. Það sem hefur áhrif á félagslega stöðu flogaveikra er í fyrsta lagi sjúkdómur- inn sjálfur, tíðni og orsök floga. í öðru lagi aukaverkanir lyfja s.s. þreyta, tvísýni, minnistruflanir o.fl. í þriðja lagi viðhorf bæði í samfélaginu, s.s. mismunun, fordómar og að vera ekki viðurkenndur eða tekinn gildur, og ekki síst viðhorf flogaveikra sjálfra til sín og veikinda sinna. Einnig skiptir máli hversu langt er síðan flogaveiki greindist. Lítill mun- ur er á félagslegri stöðu flogaveikra kvenna og karla. Konum með flogaveiki finnst mikil- vægara en körlum að vera lausar við áhyggj- ur eða kvíða og að hafa samband við vini. Karlmönnum finnst aftur á móti mikilvæg- ara að hafa stjórn á skapi, eiga maka og taka þátt í félagslífi. Mæður barna með flókna og erfiða floga- veiki eru í meiri áhættu en mæður annarra barna með langvarandi veikindi, 1/5 þeirra á sögu um taugáfall vegna langvarandi álags. Einnig eiga þær í tilfinningalegum og andlegum erfiðleikum tengdum kvíða og þunglyndi. í meirihluta tilvika eru það mæð- urnar sem eru skilgreindar sem lykilpersón- ur þ.e. þærsjá um umönnun og stuðningvið barnið. Foreldrar barna með flókna floga- veiki óttast margir hverjir framtíðina og hvað taki við þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Almennt sýna rannsóknir lítinn mun á körlum og konum með flogaveiki í sambandi við möguleika á að njóta lífsgæða. Skýring- in felst ef til vill í því að áhrif flogaveikinnar á líf fólks eru það mikil að þau yfirgnæfa all- an kynjamun. Það má ekki gleyma því að einstaklingar með flogaveiki eru að öllu jöfnu við góða heilsu nema þegar þeir fá flog. En líf þeirra er oft eins og línudans, flogin geta komið fyrirvaralaust óháð stað og stund. Þeir lifa því oft í ótta og óöryggi og vita aldrei hvenær næsta flog kemur. Þess- ir þættir hafa m.a. valdið því að einstakling- ar með flogaveiki hafa átt í erfiðleikum með að fá vinnu við sitt hæfi og jafnvel að fara i það nám sem hugur þeirra stendur til. Atvinnustaða Að hafa vinnu er flestum mönnum nauðsyn legt bæði til að hafa í sig og á og einnig senr flogveiki

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.