Vera - 01.12.1996, Blaðsíða 22
rjúpn skytterí
AGLA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR
Leit aö rjúpnaskyttu stendur yfir... rjúpna-
skyttan sem leitaö var aö er fundin. Fréttir
eins og þessar berast okkur á öldum Ijós-
vakans og segja okkur að rjúpnaveiðitímabil-
ið sé hafiö. í hugum flestra eru rjúpnaskytt-
urnar karlkyns, því rjúpnaveiöar hafa hingað
til talist vera „karlasport". Nú eru hinsvegar
nokkrar konur farnar aö fara á rjúpu eins og
sagt er og er hún Soffía H. Weisshappel ein
þeirra. Hún er tuttugu og fjögurra ára gömul,
hárgreiöslumeistari að mennt og er þetta þriöji
veturinn sem hún fer aö skjóta rjúpu.
„Manninn minn langaði alltaf að fara á
rjúpu og varð það úr að við ákváðum að drífa
okkur. Fyrst fórum viö á námskeið á vegum
Lögreglunnar, til að öðlast skotvopnaleyfi, því
án þess fæst ekki veiðikort. Eins erum við
búin að fara á námskeið hjá Hjálparsveit
skáta í Reykjavík um notkun áttavita. Við skilj-
um alltaf eftir nákvæma áætlun um ferðir
okkar og látum vita af okkur. Það er ekkert vit
í öðru. Ég er í SKOTVÍS sem stendur fyrir Skot-
veiðifélag íslands og mæli ég með því að all-
ir sem stunda skotveiði gangi í félagið, því þar
er visst upplýsingaflæði í gangi."
Soffía notar Marocchi tvíhleypu, sem er
ítölsk byssa, við veiðarnar og á sumrin æfir
hún sig með því að skjóta leirdúfur.
„Ég fer aðallega að skjóta rjúþu á Norð-
vesturlandinu en einnig á Suðvesturhorninu.
Ég kemst ekki beinlínis I drápsham, en það
kemur yfir mig spenna ef það er mikið af fugli
- næ ég honum eða ekki? Síðast vorum viö
þrjú saman við veiöarnar og veiddum 81
rjúpu. Ég er I þessu sem sportveiðikona og
útiveran sem fæst við veiðarnar gefur mér
mikið. Að sjálfsögðu er möguleiki á að vera
snobbari I rjúpnaveiöi eins og I öðru sporti en
mikilvægast er að klæða sig vel og hafa bak-
poka meö helstu nauðsynjum. Mér finnst
mjög gaman að við hjónin skulum eiga sama
áhugamál, og þegar rjúpan er búin að hanga
I tilsettan tíma er ómissandi stemmning I því
fólgin að eyða saman einni kvöldstund við að
verka rjúpuna. Þá höfum við gjarnan glas af
góðu rauðvíni við höndina.
Ég hef allsstaðar fengið jákvæð viðbrögð
gagnvart þessu sporti mfnu. Fólki finnst þetta
sniðugt og karlpeningnum I flölskyldunni
fannst gott að ég skyldi drlfa mig I þessu. Ég
er alin upp við að borða rjúpu og mér finnst
engin jól vera án hennar, en þrátt fyrir að ég
veiði rjúpu þá finnst mér hún vera afskaplega
fallegur fugl."
Rjúpnaskyttan ógurlega fékk ekki að
sleppa án þess að gefa lesendum Veru upp-
skrift að þvl hvernig hún eldar „jólarjúþuna".
Rjúpur og sósa:
Byrjað er á því að
salta rjúpurnar vel
og steikja þær upp
úr smjöri. Innyflin
eru steikt líka.
Rjúpurnar eru
soðnar I tæpan
klukkutíma I
sterku kjötsoði
ásamt innyflum,
sveskjum og ein-
um pela af rjóma.
Soðið er síað og
bakað upp meö
smjöri og hveiti.
' \Wa/' vöf'ur komncu'
f/y'á/œ/'^ yja/áo örtto ens/u/i l
{(jönyayöfu/uii í^/0/ó </í/
587 2570
Gráöosti, sætu sinnepi og rifsberjahlaupi er
bætt út I sósuna. Þykkja má sósuna með
sósujafnara- og að síðustu er svo bætt þeytt-
um rjóma út I.
Með þessu eru bornar fram soönar kartöfl-
ur, rifsberjahlaup (helst heimalagað) og
rauðrófusalat.
Rauðrófusalat:
Rauðrófur og epli eru skorin I bita, örlitlum
sýrðum rjóma blandað saman við, rétt til
þess að þetta blandist vel saman. Þeyttum
rjóma er síðan bætt út I og að lokum val-
hnetukjörnum.
Veröi ykkur að góöuíi!
Hrönn Vilheimsdóttir textílhönnuður
ffl
textll
kjallarinn
Ðarónstíg 59,
sími 551-3584
(á horni Leifsgötu
og Barónsstígs.)
Handmáluð og árituð
sængurver og rúmteppi
fyrrir alla fjölskylduna.
Flunnelsnáttföt með
nöfnum barnanna.
Opið virka daga 12-17 og
fyrsta laugardag í mánuði.