Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 12

Vera - 01.10.1997, Blaðsíða 12
KONUR / FJAR- , VIÐ MALA- STJORN- S TO FN- VOLINN UNUM Konur hafa á seinustu árum verið að hasla sér völl í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum í fjármálaheimin- um. Munar þar mest um verðbréfafyrirtœkin en þangað virðast konurbafa sótt eftir nám í við- skiptafrceðum. Ein ástæðan kann að vera að þau fyrirtceki hafi ekki verið orðin að eins grónum karlastofnunum og til dcemis bankar og sparisjóðir, þótt vissulega séu konur farnar að láta til sín taka þar, í bankaráðum og á öðrum vettvangi. Brynhildur Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Fjárvangs aö ráöstafa 1jarma§ni skynsamiega Brynhildur Sverris- dóttir hefur verið framkvæmdastjóri Fjárvangs í tæp fimm ár. Hún hefur þó starfað hjá fyrirtæk- inu í tæp tíu ár viö ýmis störf; sem sjóösstjóri, markaðs- stjóri og sölumaður. Það má því segja að hún þekki fyrirtækið út og inn. Hún er viðskiptafræðingur frá Handels- höjskolen í Kaupmannahöfn, með fram- haldsnám í markaðsfræðum frá sama skóla. Eftir nám hóf hún störf hjá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins, síðan hjá Álafossi og réðist svo til Fjárvangs í febrúar 1988. En hvers konar fyrirtæki er Fjárvangur? „Fjárvangur er verðbréfafyrirtæki,11 segir Brynhild- ur, „og segja má að starfsemin sé tvíþætt. Annars veg- ar verðbréfamiðlun. Hún felst í að kaupa og selja verð- bréf, bæði innlend og erlend. Helstu innlendu verð- bréfin eru spariskírteini, húsbréf, hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða og hlutabréf. Þá eru einnig veðskulda- bréf en verðbréfafyrirtækin voru frumkvöðlar að því að útvega einstaklingum og fyrirtækjum 25 ára lán. Verðbréfamiðlarar veita einstaklingum og fyrirtækjum ráðgjöf, bæði hvernig á að stýra eignum og skuldum. Hins vegar er eignastýring, eða sjóðavarsla. Við erum til dæmis með verðbréfasjóði, hlutabréfasjóði, Frjálsa lífeyrissjóðinn og einnig tökum við að okkur að ávaxta fé fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sjóði. Verð- bréfasjóðir eru þannig uppbyggðir að þeir kaupa ýmis konar verðbréf og mynda þannig sjóð sem einstakling- ar og aðrir fjárfestar geta keypt sig inn í og þannig náð hærri ávöxtun og góðri áhættudreifingu.“ Geturðu gefið dcemi? „Já. Segjum að tvítug kona ákveði að kaupa sér að- ild að Frjálsa lífeyrissjóðnum hjá okkur. Hún greiðir í hann 3000 krónur á mánuði í fjörutíu ár og þegar hún er orðin sextug á hún þrettán milljónir, miðað við sjö og hálft prósent vexti, og þá upphæð fær hún greidda á tíu árum. Ef hún ákveður að kaupa sér aðild að verð- bréfasjóðnum með sömu vöxtum, á hún sömu upphæð um sextugt og getur tekið hana alla út í einu. Eg held að fólk ætti að hugsa alvarlega um þessa staðreynd,“ segir Brynhildur. „Margir eyða þrjú þúsund krónum á mánuði í alls konar lottó og skafmiða án þess að fá nokkurn tímann vinning. Ef það leggur þessar þrjú þúsund krónur í sparnað, á það þó dágóða upphæð á efri árum.“ Nú má segja að konur séu fátceki hópurinn í þjóðfé- laginu. Pær eru fremur að reyna að greiða skuldir í fjármálastofnunum en að safna auði... „Og kannski þeim mun mikilvægara að þær fái rétta ráðgjöf og ráðstafi því litla sem þær hafa á milli hand- anna skynsamlega,“ segir Brynhildur. Hjá Fjárvangi eru 24 starfsmenn, en kynjadreifingin er ekki alveg jöfn, vegna þess að þar starfa þrettán konur og ellefu karlar. í stjórnunarstöðum eru tvær konur, auk Brynhildar, og jafn margir karlar. „Enda voru verðbréfafyrirtækin tilnefnd til jafréttisviður- kenningar fyrir nokkrum árum. Annars hefur hallað dálítið á okkur á síðustu árum. Strákarnir hafa verið að sækja í sig veðrið." Skiptir máli að hafa konur í fremstu línu í verðbréfa- fyrirtœkjum? „Já, ég held að það skipti máli. Þá höfum við ákveð- in áhrif og náum til fleiri einstaklinga. Ef við værum með einslitan hóp, til dæmis allir sextugir í karlkyni, er ekki víst að þeir gætu sett sig inn í aðstæður kvenna og ungs fólks. Það yrði hætta á því að ákvarðanir þeirra miðuðust við þarfir og kröfur síns aldurshóps. í svona fyrirtæki þarf breiðan hóp, hvað varðar aldur og kyn.“ Þú talar um aldursdreifingu. Er það rétt að ungt fólk sé fremur í sölustarfi en eldra fólk sjái um önnur mál í verðbréfafyrirtœkjum ? „Já. Það er mjög algengt að ungt fólk sé í sölunni. Þetta er mjög harður heimur þar sem hlutirnir gerast á sekúndubroti. Það er sérstaklega mikið af karlmönn- um sem vinna við söluþátt starfseminnar. Síðan eru konur mikið í markaðsmálum og ráðgjöf.“ Hvers vegna? „Ég veit það ekki. Þetta er líka svona erlendis. En ég veit ekki til þess að ástæðan hafi verið rannsökuð.“ Samt er nokkuð algengt að konur séu í stjórnunar- stöðum í þessum fyrirtœkjum hérlendis. Veistu hver ástœðan fyrir því er? „Verðbréfafyrirtækin eru tiltölulega ung grein. Þau taka ekki til starfa fyrr en eftir 1985-86. Þá var ekkert mikið af konum í viðskiptafræði. Þegar ég byrjaði í viðskiptafræði, árið 1978, vorum við tíu. Nú eru kon- ur í meirihluta í þeirri deild. Þegar þessi grein fer af stað, þá er þegar töluverður fjöldi kvenna að ljúka námi í viðskiptafræðum og koma út á vinnumarkað- inn og kannski hefur verið góður kostur að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar sem ekki var orðin til nein hefð hvað varðar kynjaskiptingu. Núna er konum að fjölga mjög mikið í fjármálaheiminum á öllum sviðum. Það er vegna þess að þær hafa sótt í þessa menntun í auknum mæli.“ Skiptir það máli? „Ég held að það skipti mjög miklu máli, á hvaða sviði sem er, að það sé jafnvægi í kynjaskiptingu. Sum- ir vilja hafa konur sem ráðgjafa, aðrir karla. Það er mjög slæmt fyrir fyrirtæki að geta ekki svarað þeim óskum, því þá nær það ekki nema til hluta markaðar- ins.“

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.