Vera - 01.10.1997, Síða 16

Vera - 01.10.1997, Síða 16
onur i fjármálaheiminum Ekkert meðfætt að kunna á þetta En hver er tilgangur þessa nýja sjóðs? „Tilgangur hans er að stuðla að nýsköpun í atvinnulíf- inu og styðja við hugmyndir á meðan þær eru ekki orðnar markaðshæfar; það er að segja styðja við nýskapandi fyrirtæki sem eru ennþá í gróð- urreitnum,“ segir Guðrún. „Þá getur Ný- sköpunarsjóður veitt lán eða keypt hlut í þessum ungu fyrirtækjum. Hugmyndin er að þau verði seinna nógu öflug til að geta flogið á eigin vængjum. Við erum sem sagt að tala um áhættufjármögnun." Hvers vegna varst þú skipuð í stjórnina? „Sjávarútvegsráðherra skipaði mig. Hann skipaði reyndar tvo háskólamenn í stjórn og varastjórn, mér finnst það athyglisvert. Hann hefði getað skipað pólitíska fulltrúa en kaus að skipa fólk sem hefur reynslu af því að vinna með nýsköpun í rannsóknar- og þróunarverkefnum. Eg geri ráð fyrir að hann hafi skipað mig sem aðalmann vegna þess að ég hef unnið að nýsköpun í rann- sóknarumhverfi Háskólans og sit í úthlut- unarnefnd Rannsóknaráðs, þar sem maður kynnist mörgum frábærum nýsköpunar- hugmyndum í tækni og vísindum. Síðan hef ég í nokkur ár verið tilnefnd af borgarstjóra í stjórn Aflvaka hf. sem er líka áhættufjár- mögnunarfyrirtæki. Varamaður minn í stjórn Nýsköpunarsjóðs er prófessor Þor- steinn Ingi Sigfússon, formaður Rannsókna- ráðs Islands, mjög klár og einstakur maður sem er þekktur fyrir atorku í nýsköpun. Ég er mjög ánægð með að ráðherra skuli hafa valið nafna sinn Sigfússon sem varamann minn og vona að vel takist til með þennan sjóð. Það eru allir sem að honum koma full- ir áhuga og það er ferskur andi yfir stjórn- inni.“ Hvert er ráðstöfunarfé sjóðsins? „Þessi sjóður hefur fjóra milljarða sem stofnfé en auðvitað verður aðeins vaxtatekj- unum varið. Síðan er ráðgert að bæta við einum milljarði þegar bréf í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins verða seld í vor. Ætl- unin er að vextir af þeim milljarði verði nýttir til nýsköpunar á sviði hátækni og uppiýsingatækni með sérstöku tilliti til Guðrún Pétursdóttir, í stjóm Nýsköpunarsjóðs landsbyggðarinnar eftir því sem tæki- færi gefast." Hvaðan koma þessir fjórir milljarð- ar sem þið bafið í stofnfé? „Það er ekki verið að búa til nýja peninga, heldur koma þeir frá Fisk- veiðasjóði, Iðnlánasjóði og Iðnþróun- arsjóði. Ég hef tekið eftir því að menn hafa miklar væntingar um að með Ný- sköpunarsjóði komi betri tíð með nóg af peningum fyrir nýsköpun. En því miður er ekki útlit fyrir byltingu í þeim efnum, því þótt fjórir milljarðar séu miklir peningar, eru vaxtatekjurnar af þeim miklu takmarkaðri." Hefur stjórnin mótað sér einhverja stefnu eða valið sér áherslur? „Ég held að við munum skoða hvern og einn fjárfestingarkost mjög vel, sama á hvaða sviði hann er. Einn mikilvægasti þátt- ur starfseminnar verður fagleg ráðgjöf um rekstur, áætlanagerð, markaðsleit og síðan að fylgja því eftir. Við erum ekki búin að móta okkur starfsreglur en við munum kynna okkur vel þau fyrirtæki sem leita til okkar og úthluta peningum eftir því sem talið er skynsamlegt.“ Pú talar um að margir séu með vœnting- ar um betri tíð með nóg af peningum, en þýðir áhœttufjármögnun ekki mun harðari kröfur og eftirlit? „Bæði og. Eðli málsins samkvæmt ganga ekki allir hlutir upp í áhættufjár- mögnun. Henni er ætlað að hjálpa til við að koma fótunum undir ungan rekstur sem ekki er víst að nái flugi. Það verður því að gera ráð fyrir töluverðum afskrift- um. Hins vegar þurfa einmitt þessi fyrir- tæki oft á meiri ráðgjöf og eftirliti að halda en önnur sem lengra eru á veg kom- in og búin að sýna að þau geti staðist væntingar.“ Hefur það einhverja þýðingu fyrir konur að þú sért í stjórn þessa nýja sjóðs? „Já, almennt held ég að það sé konum hvatning og allt eru þetta áfangasigrar í jafnréttisbaráttunni. Það eykur líka fjöl- breytni í viðhorfum innan stjórnar þegar fólk af báðum kynjum á þar sæti þegar mál- Guðrún Pétursdóttir var ný- lega skipuð, af sjávarútvegs- ráðherra, í stjórn hins ný- stofnaða Nýsköpunarsjóðs. í fimm manna stjórn er hún eina konan. in eru rædd. Menn líta á mál út frá mismun- andi sjónarhornum.“ Heldurðu að konur eigi eftir að sœkja um aðstoð frá sjóðnum til að gera stóra bluti? „Ég vona að þær sæki um, þær eiga þang- að erindi ekki síður en karlar.“ Nú befurðu reynslu afsvona starfsemi. Er það nauðsynlegt? „Já, það er gott að hafa reynslu - en hún eykst með hverju viðfangsefni. Það er ekk- ert meðfætt að kunna á þetta. Þegar ég var skipuð í stjórn Aflvaka hafði ég aldrei kom- ið nálægt svona málum áður. Ég verð að viðurkenna að ég var hálf kvíðin. En það kom fljótlega í ljós að ég spurði öðru vísi spurninga, hafði aðra nálgun og það jók fjölbreytni í umfjöllun og sjálf lærði ég heil- mikið. Maður er alltaf að læra og aðalatrið- ið er að vera ekki hræddur við að spyrja; spurningu fylgir svar - það er nú það góða!“ Eiga konur meiri möguleika á stuðningi vegna þess að þú sem kona situr í stjórn- inni? „Því get ég ekki svarað. Það fer eftir hug- myndunum sem þær senda til okkar eða við finnum hjá þeim eftir öðrum leiðum. Hins vegar gæti skipt máli að kona sitji í stjórninni þegar farið er að skoða hugmyndirnar, ein- faldlega vegna þess að konur sjá hlutina með öðrum augum og geta bent á sjónarhorn sem eru önnur en karlar eiga að venjast.“ i6 wiíra

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.