Vera - 01.10.1997, Qupperneq 18

Vera - 01.10.1997, Qupperneq 18
Vera hefur gert sig gildandi á Internetinu! Fyrr á þessu ári fór í loftið fjölbreytt heimasíða Veru þar sem efni síðustu blaða er kynnt og tengingum komið á við spennandi heimasíður kvenna. Einn undirflokkur heimasíðunnar er Spjallrás Veru og var hún formlega opnuð 25. september sl. Þá sat Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri fyrir svörum undir yfirskriftinni „Er Reykjavík velferðar- borg? “ Ncesti fundur á spjall- rásinni verður fimmtudag- inn 6. nóvember kl. 20.30. Þá mun Guðrún Jónsdótt- ir, starfskona þingflokks Kvennalistans, verða gestur Spjallrásarinnar og rceða nánar um „mainstreaming hugmyndafrceðina“ sem hún lýsir í viðtali í þessari Veru. að var svolítil spenna í okkur Veru- konum klukkan 20.30 fimmtu- daginn 25. september, rásin að opna en borgarstjóri komst ekki inn á netið í tölvunni sinni! Skýr- ingin var sú að í tölvunni hennar var forritið Netscape Navigator I, en til þess að komast inn á heimasíðu Veru er nauðsynlegt að hafa a.m.k. útgáfu 2.0. Málin björguðust þó á síðustu stundu þegar í ljós kom að í tölvu ritara borgarstjóra var nýlegri útgáfa af Netscape. Ingibjörg Sólrún gat því farið inn á rásina nokkurn veginn á réttum tíma og heilsað upp á þá sem þar biðu. Nokkrir höfðu skráð sig inn og fyrsta spurningin kom frá Danmörku. Þar sat Bjarni Sigtryggsson og spurði: „Hvernig er það, er aðgangur heimill körl- um?“ „Að sjálfsögðu,“ sagði borgarstjóri. „Vel- ferðin, eða skorturinn á henni, fer ekki í manngreinarálit. “ Síðan var spurt hvort Reykjavíkurborg hefði markað sér stefnu í velferðarmálum tímabilið 1998 til 2002 og hljóðaði svar borgarstjóra svo: „Bæði já og nei, þ.e.a.s. við höfum mark- að langtímasýn í flestum málaflokkum sem lúta að velferð með einum eða öðrum hætti s.s. dagvistarmálum, skólamálum, félagslegri aðstoð, vímuvarnamálum o.s.frv. Samkvæmt henni er unnið í nefndum og ráðum borgar- innar. Við erum hins vegar ekki búin að setja saman kosningastefnuskrá. Það gerum við þegar nær líður kosningum." Fíkniefni og iögregla Næsta spurning kom frá ungum manni sem spurði hvort markmiðin um eiturlyfjalaust Island árið 2002 væru raunhæf og hvort borgarstjóri væri ánægð með starfsemi Hins hússins og Jafningjafræðslunnar. „Stundum lítur þetta út fyrir að vera rosa mikil pen- ingasóun sem nýtist ekki nægilega fyrir fjöldann." Því svaraði borgarstjóri á þessa leið: „Það kann vel að vera að markmið- ið um eiturlyfjalaust Island náist ekki, enda er það háleitt. En hvað hefðum við átt að segja? Það er ekki hægt að gefa neinn afslátt og því hærra sem maður set- ur markið, þeim mun líklegra er að maður tái árangri.“ Um Hitt húsið sagði hún: „Ég er mjög ánægð með Hitt húsið og finnst að það hafi verið mjög gott mál að koma því á fót í gamla Geysishúsinu en kannski hafa flestir gleymt því að þegar við ákváðum það urðu ýmsir til að mótmæla. Ymsir voru þeirrar skoðunar að við værum að auka á vandræði miðbæjarins. Allur opinber rekstur kostar m Borgarstjóri komst inn á Netiö í tölvu ritara síns og gat svaraö spurningum þeirra sem þar biöu. sitt og margt væri eflaust hægt að hafa ódýr- ara en ég hef það á tilfinningunni að Hitt húsið sé að gera góða hluti.“ Ungi maðurinn nefndi þá lögregluna og sagði að sumir teldu að hún gæti upprætt fíkniefnaheiminn að miklu leyti ef hana langaði til. Ingibjörg Sólrún sagðist ekki vita hvort lögreglan gæti það upp á sitt eindæmi. „Það þarf auðvitað meira til. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að framlag til lögregl- unnar á fjárlögum sé of lítið til að hún geti haldið uppi þeirri þjónustu við borgarana og því eftirliti sem nauðsynlegt er. Á undanförn- um árum hefur lögreglan verið að fikra sig áfram með hverfalöggæslu. Ég tel að slíkt fyrirkomulag ætti að hafa forgang því það hefur mikið fyrirbyggjandi hlutverk. Reynsl- an frá Bandaríkjunum sýnir að ekkert er eins áhrifamikið og gott samstarf íbúa og lög- reglu.“ Menningin og Reykjavíkur- akademian Spurt var hvernig liði undirbúningi að Reykjavík - menningarborg árið 2000. „Það er sérstök framkvæmdanefnd sem sinnir því máli,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „I henni eiga sæti fulltrúar frá listamönnum, viðskiptalífinu, ríkinu og borginni. Hún er núna að móta áætlun um árið og gera sér hugmyndir um fjárhagsramma. Hvað borg- ina varðar þá höfum við m.a. ákveðið að opna nýtt safnahús og Listasafn Reykjavíkur í miðborginni það ár.“ Ahugamaður um Reykjavík sem menning- arborg og félagi í Reykjavíkurakademíunni, sem er samstarf fræðimanna um að bæta akademískt líf og starf í Reykjavík, spurði hvernig Reykjavík gæti stuðlað að vexti og framþróun fræðistarfa í borginni. Borgar- stjóri sagði að sér litist vel á þetta frumkvæði og taldi það geta orðið ögrandi og skapandi að safna sjálfstætt starfandi fræðimönnum saman á einn stað. „Mér dettur helst í hug að við gætum stutt við bakið á Reykjavíkur- akademíunni með því að koma upp n.k. Reykjavíkurfyrirlestrum með innlendum og erlendum fræðimönnum," sagði hún. Spyrjandi taldi að styrkja þyrfti miðborg- ina sem miðstöð menningar og jákvæðs framtaks, m.a. til þess að vega upp á móti fjölgun kráa og skemmtistaða í miðborginni. Og borgarstjóri svaraði: „Reykjavíkurakademían væri án efa góð viðbót við þá fjölbreytilegu flóru sem þrífst í miðborginni. Sérstaklega ef hún væri í Kvos- inni sem ég vona að muni þróast sem mið- stöð menningar, stjórnsýslu og veitingarekst- urs í borginni. Við hjá borginni ætlum að leggja okkar af mörkum með því að koma upp Safnahúsi og Listasafni Reykjavíkur í 18

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.