Vera - 01.10.1997, Síða 26

Vera - 01.10.1997, Síða 26
i ðta I Það hefur alltaf verið sjálfsagt mál fyrir Guðrúnu Jónsdóttur að vera kvennabaráttukona. Þegar hún er spurð um ástæðu nefnir hún kvennamenninguna sem hún ólst upp í, sterka mömmu og ömmu og fimm systur. Síðan var það Kvenna- skólinn, stelpubekkur í MT, Kvennalistinn og dætur hennar þrjár. Guðrún lærði líffræði og hélt að þar með væri ævistarfið ráðið en árið 1985 tók hún sér stutt frí til að sinna kvennapólitík og gerð- ist starfskona Kvennalistans á Hót- Verðum alltaf að vera el Vík. En hún er enn í því fríi. Eftir að hún hætti hjá Kvenna- listanum fór hún að vinna í Kvennaathvarfinu, flutti síðan til Noregs þar sem hún ætlaði í framhaldsnám í líffræði en endaði í félagsráðgjöf þar sem lokaverkefni hennar var að standa fyrir ráðstefnu kvenna- athvarfa á Norðurlöndum. Þar með var hún komin á kaf í norræna kvennapólitík og varð fyrsti framkvæmdastjóri sam- taka kvennaathvarfa í Noregi. I byrjun þessa árs flutti fjöl- skyldan heim og Guðrún gerð- ist starfskona þingflokks Kvennalistans en vann líka sem vest-norrænn skipuleggjandi jafnfréttisráðstefnu sem haldin var í Lettlandi í ágúst sl. Elísabet Þorgeirsdóttir ræddi við Guðrúnu um kvennabarátt- una í nútíð og fortíð. a vaktinni Þó að Guðrún nefni strax konurnar í fjölskyldunni þegar hún lýsir mótun sinni, segist hún ekki vilja gera lítið úr því að hún eigi afskaplega ljúfan pabba og bróður en hann er tvíburi á móti einni systurinni. „Þessir menn eru mér mjög mik- ilvægir,“ segir hún en faðir hennar heitir Jón Bergþórsson og móðirin Kristín Njarðvík. „Eitt af því sem mamma gaf mér í veganesti var að ég mætti gera uppreisn. Ef mér þótti eitthvað, hafði ég fullt leyfi til að fylgja því eftir. Hún leit kannski á óþekkt sem frjótt afl,“ segir Guðrún þegar hún rifjar þessi ár upp. Varstu óþekk? „Já, ég var það. En óþekkt er líka vont orð. Mér hefur verið sagt að ég hafi verið kennara- skelfir. Eg hafði sterka réttlætiskennd og hafði leyfi til þess. Það voru aldrei neinir karlar sem þögguðu niður í mér, hvorki heima, í Kvennó eða í stelpubekknum í MT. Eg hef aldrei skilið það né viljað kyngja því að konur hafi ekki fullt frelsi og vegi ekki jafn þungt og karlar. Stundum var ég ein í þessum uppreisnum mínum því hinar stelpurnar voru svo vel uppaldar. Eg sagði oft það sem mér fannst hinar vera að hugsa og mörgum fannst það óþægilegt. Ég hafði marga góða kennara en ef mér misbauð eitthvað var ég ekki að lúra á skoð- un minni.“ Guðrún var 17 ára þegar Rauðsokkahreyfingin kom fram og segist hafa orðið fyrir áhrifum af málflutningi hennar þó hún hafi ekki verið nógu gömul til að taka beinan þátt í starfinu. Mennta- skólaárin snerust um það að vera ástfangin enda byrjaði hún að vera með manni sínum, Tómasi Jónssyni sérkennslufulltrúa í Kópavogi, þegar hún var 17 ára. Þau eignuðust fyrstu dótturina af þremur þegar Guðrún var í stúdentsprófunum árið 1974. „Gáfuleg tímasetning,“ segir hún, sposk á svip. „A þessum árum var ég að melta hlutina og tók ekki þátt í pólitísku starfi. Að skóla loknum fannst mér ég orðin pólitískt meðvituð en mig vantaði leið fyrir hugmyndir mínar. Kvennaverk- fallið 1975 hafði geysileg persónuleg áhrif á mig. Ég get enn klökknað þegar ég rifja upp þessa til- finningu að standa á torginu og finna alla þessa orku. Ég hugsaði með mér að við yrðum að finna leið til að virkja hana.“ Eftir árs frí með litlu dótturinni hóf Guðrún nám í líffræði við Háskólann og lauk því 1978. Síðan fóru þau út á land að kenna, Tómas íþrótt- ir en Guðrún almenna kennslu. Þau bjuggu á Laugabakka í Miðfirði og í Biskupstungum frá 1978 til 1982. Á því tímabili varð Kvennafram- boðið til þegar boðið var fram til borgarstjórnar í Reykjavík vorið 1982 . Árið eftir var boðið fram til Alþingis í nafni Kvennalistans og um það leyti byrjaði Guðrún að taka þátt í ævintýrinu. „Fyrst þegar Kvennalistinn varð til lenti ég í hugmynda- kreppu. Ég var mikill jafnréttissinni, það var eins og orðið jafnrétti stæði með gylltum stöfum á enninu á mér, og því fylgdi að ég yrði að geta gert allt eins og karlarnir. Stundum fékk ég martraðir yfir því að ég hefði engan áhuga á bílum, kynni 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.