Vera - 01.10.1997, Qupperneq 28

Vera - 01.10.1997, Qupperneq 28
D léUakm -N. • Þaö var ekki fyrr en athyglin kom frá útlöndum aö íslenskir fjölmiölar áttuöu sig á sérstööu Kvennalistans og fóru aö taka myndir af börnum og konum meö börn á brjósti. „Ingibjörg Sólrún, borgarfulltrúi Kvennaframboösins og gömul skólasystir mín, var dagiegur gestur á Víkinni." Hér er hún á fundi ásamt Sigríöi Dúnu Kristmundsdóttur sem var kosin á þing fyrir Kvennalistann 1983. ..ÆSm Formenn hinna flokkanna höfðu haft samband vegna viðræðna um ríkisstjórnar- myndun og svo hringdi blaðamaö- ur frá The New York Times. Ég sagði honum að Kvennalistakonur myndu hittast seinna um daginn og hann spurði hvað við yrðum margar. Ég sagði honum það og á forsíðu blaðsins daginn eftir stóð: „Framtið íslands í höndum 60 femínista.“ hún áfram upprifjuninni. „Þá jókst fylgið um 100% og við fengum sex konur á þing. Eg var svo hamingju- söm, gat ekkert sofið og fór niður á Hótel Vík snemma morguninn eftir. Formenn hinna flokkanna höfðu haft samband vegna viðræðna um ríkisstjórn- armyndun og svo hringdi blaðamaður frá The New York Times. Eg sagði honum að Kvennalistakonur myndu hittast seinna um daginn og hann spurði hvað við yrðum margar. Eg sagði honum það og á forsíðu blaðsins daginn eftir stóð: „Framtíð Islands í höndum 60 femínista.“ Þessi frétt barst út um allan heim og í kjölfarið kom fjöldi erlendra blaðamanna. Eg talaði í fyrsta sinn á ævinni við Indverja og Japana á Víkinni þegar þeir komu til að skrifa um Kvennalistann. Um sumarið fór ég á friðarráðstefnu til Moskvu og þá komu konur til mín frá Ástralíu, Suður Ameríku, Afr- íku og Japan og spurðu hvort ég þekkti Kvennalist- ann. Allar höfðu þær rætt það í sínum löndum hvort þær ættu að fara að dæmi okkar. Eg held að Islend- ingar hafi alls ekki gert sér grein fyrir því hvað við vöktum mikla athygli. Við þurftum alltaf að berjast fyrir því að fá umfjöllun hér heima, héldum t.d. blaðamannafund til að kynna 30 blaðsíðna stefnu- skrá sem við höfðum lagt gífurlega vinnu í, en enginn mætti. Formenn hinna flokkanna fengu hins vegar löng viðtöl í sjónvarpi um sínar stefnuskrár þó þær hafi aðeins verið í stikkorðaformi. En eftir þetta var eins og augu íslenskra fjölmiðlamanna opnuðust. Áður höfðu þeir sagt, þegar þeir tóku myndir niðri á Vík: „Viljið þið fjarlægja börnin og stilla ykkur upp, við ætlum að taka mynd,“ en eftir að við komumst í heimsfréttirnar skildu þeir loks sérstöðu okkar og fóru að taka myndir af okkur með börnin og senda fjölmiðlum erlendis. Eg man t.d. að Ragnar Axelsson tók heila filmu af Sóleyju systur þegar hún var að gefa syni sínum brjóst á Víkinni." Margir geta ekki fyrirgefið Kvennalistanum að hafa ekki farið í ríkisstjórn eftir kosningarnar 1987. Hver er þín skýring á því? „Það er sorgleg saga og minnir mig á mátt fjöl- miðla. Sú staðreynd að það stóð aldrei til að semja við okkur komst aldrei til skila í fjölmiðlum. Hinir flokk- arnir létu líta svo út að þeir vildu fá okkur í samstarf en það virtist ekki hvarfla að þeim að við ættum að hafa einhver áhrif. Við settum fram kröfur sem ekki var hlustað á. Það var eins og þeim fyndist huggulegt að hafa fallegar konur þarna sem myndu svo hlýða. Við gátum auðvitað ekki verið með þegar okkur stóð ekki til boða að hafa nein áhrif,“ segir Guðrún og kveður skýrt að orði enda um mikilvægan vendipunkt í sögu Samtaka um kvennalista að ræða. Árið 1988 sagði Guðrún upp störfum hjá Kvenna- listanum af hugsjónaástæðum því henni fannst að fleiri ættu að fá tækifæri til að spreyta sig. Hún hug- leiddi að snúa aftur í líffræðina en fyrst ákvað hún að fá aðeins meiri innsýn í kvennamálin og fór að vinna í Kvennaatbvarfinu. Þar með hófst annar kafli í lífi hennar. „Það var eins og að hrapa af rósrauðu skýi inn í gráan hversdagsleikann að fara úr Kvennalistanum í Kvennaathvarfið,“ segir hún og augljóst er að þar var komið við réttlætiskennd hennar. „Eg hefði aldrei get- að ímyndað mér að ofbeldi gagnvart konum væri svona algengt og svona ljótt enda kom ég úr vernduðu umhverfi. Þarna voru konur úr öllum þjóðfélagshóp- um og jafnvel konur sem ég þekkti og hefði aldrei get- að ímyndað mér að byggju við svona lagað. Eg gat ekki skilið að konur létu bjóða sér þetta og varð hel- tekin af því félagslega fyrirbæri sem kynferðislegt of- beldi gagnvart konum er. Ég gat ekki sætt mig við að þetta væri svona og get það ekki enn. Enginn dagur í Kvennaathvarfinu lét mig ósnortna, maður verður t.d. ekki sarnur eftir að hafa tekið á móti konu sem hefur verið nauðgað, svo ekki sé minnst á þá þrautargöngu sem það er fyrir þessar konur að ná rétti sínum. Árið 1990 flutti fjölskyldan til Noregs. Tómas fór í nám í sérkennslu og Guðrún var að hugsa um að snúa aftur í líffræðina. Hún athugaði marga skóla en fann sig hvergi og lærði þess í stað félagsráðgjöf. „Eg varð að finna svör við einhverjum af þeirn spurningum sem brunnu á mér. Ég kem úr raunvísindum þar sem hægt er með rannsóknum að finna skýr og pottþétt svör en það sama gildir víst ekki um mannlífið. Eg gat aldrei orðið venjulegur félagsráðgjafi því sú tilhneiging að finna einstaklingsbundnar lausnir, eins og áhersla var lögð á í náminu, á ekki við mig. Ég var vön að líta á vandamál fólks í samhengi við pólitískt ástand á hverjum tíma og fékk að vinna lokaverkefni í náminu í þeim anda. Það fólst í því að halda ráðstefnu nor- rænna kvennaathvarfa, sem eru 220 talsins, árið 1994. Sú hugmynd kviknaði eftir að ég stóð fyrir hóp- verkefni þar sem úttekt var gerð á því í þremur Norð- urlandanna hvernig dvöl í kvennaathvarfi kæmi út fyrir börn. Þá komst ég að því að ekkert samband var á milli kvennaathvarfa á Norðurlöndunum en síðan hafa slíkar ráðstefnur verið haldnar reglulega. Ég stofnaði líka blað fyrir kvennaathvörf á Norðurlönd- um og sit enn í ritnefnd þess.“ Parna hefur aksjónkonan aldeilis fengið verkefnil „Já,“ segir Guðrún og hlær. „Ég elska að starfa í grasrótinni og láta eitthvað gerast. I framhaldi af 28

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.