Vera - 01.10.1997, Síða 36

Vera - 01.10.1997, Síða 36
 Re-Design - Hagkaups- sloppum breytt í gyöjuklæöi Við skoðuðum fyrst búðina. Lin heldur námskeið í fatahönnun og saumi fyrir ung- ar stúlkur sem hafa flosnað upp úr námi eða vinnu. I bakhúsinu er saumastofa þar sem gömlum druslum er breytt í tískufatn- að. Hagkaupsslopparnir hanga þar á slám og bíða eftir að verða breytt í gyðjukjóla. Það er ótrúlegt að sjá hvernig vonlaus gerviefni geta breyst í fallegar flíkur. „Þótt ég sé hönnuður sjálf finnst mér erfitt að klippa í nýtt efni. Mér finnst miklu skemmtilegra að vinna falleg og spennandi föt upp úr gömlum flíkum.“ Fötin í búð Kvennahússins eru á vægast sagt sann- gjörnu verði. Það gerir heldur ekkert til þótt konur séu blankar, því þá geta þær bara tek- ið með sér gömul föt og haft vöruskipti. Margar íslenskar konur á ferð „Hingað koma þó nokkuð margar íslenskar konur. Nokkrar hafa tekið þátt í námskeið- unum hjá mér, t.d. Birna, voðalega skemmti- leg teknóstelpa með fullt af góðum hug- myndum. Það koma margar íslenskar konur í búðina til að kaupa sér föt. Eftir Hró- arskelduhátíðina í sumar var t.d. krökkt hérna af íslenskum stelpum að máta föt.“ Konur geta séð fyrir sér sjálfar „Ég lít á Kvennahúsið sem griðastað þar sem ungar konur geta öðlast sjálfstraust til að koma sér í gang. Það er mjög spennandi að vinna með ungum stelpum sem eiga erfitt með að finna sér fótfestu annars stað- ar. Ekki síst þegar þær uppgötva eigin styrkleika og springa út. Það var t.d. at- vinnulaus hönnuður á námskeiði hjá mér. Núna er hún farin að selja fötin sín í búð og getur lifað af eigin vinnu í stað þess að bíða eftir hjálp annarra.“ Fyrirlestrarnir eru nefndir eftir danska kvenskörungnum Thit Jensen. Thit og ofte Ur búðinni héldum við upp á efri hæðir hússins. Fyrst litum við inn í kaffisöluna, Kvindecaféen, en þar er allt nýmálað og uppgert. Ekkert eimir eftir af gömlu spýtu- kassastemningunni. Hér geta kon- ur utan úr bæ haldið einkasamkvæmi. Eins og stendur er kaffisalan aðeins opin einu sinni í mánuði þegar svokallaðir Thit og ofte fyrirlestrar eru haldnir. Þeir eru vel sóttir, t.d. tókst 83 konum að troða sér inn fyrir á síð- asta fyrirlestur en þá töluðu sálfræðingarnir Birgitte Blum og Susi Frastein um parasam- bönd í framtíðinni. í því sambandi benti Lin á tilvitnun í breska félagsfræðinginn Ant- hony Giddens, þar sem hann segir lesbísk sambönd hugsanlega vera fyrirmynd fyrir önnur parasambönd í framtíðinni. Næsti fyrirlestur verður um náttúrulækningar. Lin sjálf er hreyfingarfræðingur og sér fyrir sér að konur geti boðið upp á nudd og aðra heilsubót fyrir lítinn pening í Kvennahúsinu. Vagina Dentata „Kannastu við Vagina Dentata?" spurði Lin mig en ég þurfti að hugsa mig um. Smám saman rifjaðist upp fyrir mér af hafa lesið um hettuklæddar konur sem mölvuðu rúður í klámbúðum. Vagina Dentata er hópur ungra kvenna sem hefur aðsetur á efstu hæð hússins. Þær voru áður virkar í sjálfstjórnarhópunum svokölluðu („auton- ome“, þ.e. hústakar sem oft hafa lent í átökum við lögregluna á undanförnum árum) þar til þær fengu nóg af yfirgangi piltanna. Þær stofnuðu kvennahópinn Vag- ina Dentata og berjast nú gegn kúgun karlasamfélagsins og vilja eiga sitt kynferði í friði. Ósjálfrátt reikaði hugurinn til kvennanna sem urðu þreyttar á að hella upp á te fyrir byltinguna fyrir aldarfjórð- ungi eða svo. Sumarbúðir, sálfræðihjálp og söngur Á annarri hæð Kvennahússins hefur Femo- hópurinn aðstöðu, en það er elsti kvenna- hópur hússins. Hópurinn stendur fyrir ár- legum sumarbúðum kvenna á eyjunni Femo. Á sömu hæð er Brunhilde starfrækt en það er ókeypis sálfræðiráðgjöf fyrir kon- ur. Auk þessa fer fram tónlistarkennsla í húsinu og kvennakór heldur æfingar. Pilluát karlasamfélagsins Ég tók eftir að bæklingar um andleg efni lágu frammi á borðum. Tímarnir hafa breyst síðan við ræddum ákaft um hvort umhverfismál og andleg ræktun væru hluti af kvennabaráttunni. Rauðsokkurnar að heiman svöruðu því til að konur öðluðust ekki frelsi af því að baka sjálfar sitt brauð. Ég spyr því Lin hvort henni finnist andleg ræktun vera hluti af kvennabaráttunni. „Mér finnst liggja beint við að konur leiti annarra lækningaaðferða en í pilluátið sem TH/T JiNSCH W karlasamfélagið býður upp á. Ég er sjálf kinesi- olog og hef haft áhuga á andlegum málum í tutt- ugu ár. Þess vegna hlakka ég til þegar kon- ur geta farið að lækna aðrar konur gegn vægu verði hér í húsinu.“ Blúndur og gagnsæjar blæjur Gluggakista búðarinnar ber einnig vott um breytta tíma þar sem hún er þakin gínum í dramatískum fatnaði. Það hafa mörg vötn runnið til sjávar síðan byltingarsinnaðar konur földu hár sitt með lituðum bleyjum. „Ég hef ekki verið með í kvennahreyfing- unni frá byrjun," segir Lin. „Fyrir tæpum þrjátíu árum var ég útlitsteiknari hjá tíma- ritinu Cosmopolitan í New York. Þegar bandaríska kvennahreyfingin gagnrýndi kvenímynd tímaritsins fannst mér þær hafa töluvert til síns máls. Um það leyti sem Gloria Steinem byrjaði með Ms. Magazine flutti ég aftur til Danmerkur. Það eru ekki nema átta ár síðan ég fór að vinna hér í Kvennahúsinu. Við höfum rætt mikið um hvernig við ættum að innrétta búðina. Ekki síst þegar við ákváðum að skreyta gluggann með gínum. Fötin sem við saumum og selj- um eru engan veginn kynlaus en mér finnst t.d. gagnsæja efnið laða fram gyðjuna í kon- unni sem klæðist þeim. Þau gera ekki lítið úr konunni, eins og auglýsingar þar sem far- ið er með konur eins og lifrarkæfu.“ X-Reklamer „Sjálf er ég með í hóp“, segir Lin „sem kall- ast X-reklamer. Við erum orðnar þreyttar á misnotkun kvenlíkamans í auglýsingum. Sjáðu bara bjórauglýsingar þar sem flösk- um er breytt í kvenlíkama sem karlneyt- andinn á svo að teyga á. Eða líttu á þessa auglýsingu frá listasafninu Arken." Hún bendir mér á mynd af nakinni konu sem teygir úr sér og lygnir augum aftur. „Ein- hverjum kratafauskum í stjórn safnsins hef- ur eflaust fundist þessi mynd vera tilvalið agn til að laða gesti að. Þessi mynd hefði örugglega ekki orðið fyrir valinu ef safn- stjórinn væri kona.“ Húsiö heimt úr helju „Við leigjum húsið af borginni. Fyrir tveim- ur árum átti að selja það ofan af okkur en með umræðu í fjölmiðlum og aðstoð góðra kvenna tókst að bjarga húsinu. En eins og þú sérð eru ekki margar af gömlu rauð- sokkunum eftir. I dag eru það ungu kon- urnar sem setja svip sinn á húsið." Það er farið að kvölda þegar ég kveð Lin Bernbom van Roe. Þá erum við búnar að standa í dyragættinni í hálftíma og ræða um heima og geima. Þegar við loksins kveðjumst hef ég komist að því að margt er að gerast í húsi sem ég hélt að væri löngu búið að loka. Næsta dag er ferðinni heitið í Dannerhúsið, fyrsta kvennaathvarfið.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.