Vera - 01.10.1997, Qupperneq 37

Vera - 01.10.1997, Qupperneq 37
Dannerhúsiö er myndarleg, rauö múrsteinsbygging á horni Nansensgade og Gyldenlövsgade. Eg hringdi á dyrabjöllu og var hleypt inn í blámálaðan gang. Uppi á skörinni stóð hlýleg kona með sítt rautt hár í rósóttum kjól. Það var Anne Catherine Rasmussen, umsjónarmaður hússins. Við komum okkur fyrir í skrifstofukytru henn- ar þar sem hún sagði mér sögu Danner- hússins eins og það starfar í dag. Húsiö hertekið „2. nóvember 1979 hertóku u.þ.b. tuttugu kvennahópar bygginguna. Þá hafði húsið verið rekið í rúm hundrað ár sem heintili fyrir fátækar konur úr alþýðustétt á vegum sjóðs sem kenndur var við Friðrik 7. Hús- ið var í mikilli niðurníðslu því fjárskortur hafði komið í veg fyrir nauðsynlegt við- hald. Þess vegna var búið að loka flestum hæðum hússins og á jarðhæð þessa risa- stóra húss bjuggu aðeins fjórar konur. Því var húsið selt verktökum sem ætluðu sér að reisa þarna glæsilega skrifstofubygg- ingu á besta stað í bænum. íbúar hverfisins voru hins vegar ekki hrifnir af þessum áformum og fengu því framgengt að gamla byggingin var friðuð. Verktakarnir voru nú í vondum málum þar sem þeir sátu uppi með gamla byggingu sem þeir höfðu engan áhuga á. Hálfu ári eftir að konurnar hertóku húsið var hafin söfnun á fé til að kaupa húsið. Þá tóku við viðgerðir á húsinu og unnu atvinnulausar konur það verk.“ Hvað varð um gömlu konurnar? „Þær studdu hústakana og voru fegnar því að heimili þeirra þyrfti ekki að víkja fyrir skrifstofubyggingu. Þær urðu þó að flytja á elliheimili á rneðan viðgerðir stóðu yfir á húsinu. Ein þeirra ætlaði að flytja aftur að þeim loknum, en þegar að því kom var hún búin að korna sér svo vel fyr- ir á elliheimilinu að hún ákvað að verða þar um kyrrt.“ Fyrsta kvennaathvarfið „1982 hóf kvennaathvarfið svo starfsemi sína, það fyrsta sinnar tegundar. Það er eins og við séum að tala um miðaldir, því nú þykir sjálfsagt að hafa kvennaathvarf í hverri sókn. I kvennaathvarfinu eru þrjú sambýli en í hverju þeirra eru í mesta lagi sex konur og sex börn. Við tökum ekki á móti ótak- mörkuðum fjölda barna því börn eru líka manneskjur og þurfa sitt pláss rétt eins og fullorðnir. Ibúarnir elda sjálfir og hirða í kringum sig en geta leitað ráðgjafar hjá sálfræðingi, lögfræðingi eða félagsráð- gjafa. Við leggjum áherslu á að börnin geti haldið áfram sínu daglega lífi, svo framar- lega sem hægt er að korna því við. Þá för- um við fram á að konurnar leiti sér að eig- in húsnæði til frambúðar. Nú er mikil ekla á húsnæðismarkaðinum og því búa konur hér allt upp í heilt ár. En það er alltof lang- ur tími. Konurnar þrá að eignast eigið heimili.“ Sumar snúa þær aftur Tæpur þriðjungur kvennanna snýr aftur heim til eiginmannsins. Við getum að sjálf- sögðu ekki bannað þeim það en oft hafa bæði hjónin lært af því sem gerst hefur. Ef við hins vegar skynjum eitthvað hik hjá konunum spyrjum við þær hvort þær séu alveg vissar um að þetta sé þeirra eigin ákvörðun." Nú er búsið lokað karlmönnum, en hvað gerið þið ef ofbeldi kemur upp á heimili lesbískra hjóna? „Slík mál hafa komið upp en hingað til hefur tekist að leysa þau símleiðis. Ef önn- ur konan leitaði til okkar, sæjum við til þess að hinni væri ekki hleypt inn í húsið. Við erum með dyrasíma og hleypum eng- um inn fyrr en við þekkjum erindi þeirra.“ Hús Danner greifynju er glcesilegt rautt múrsteinsbús skammt frá Ráðbústorginu. Greifynjan fædd- ist undir nafninu Louise Rasmus- sen árið 1815 og var dóttir fá- tcekrar þjónustustúlku. Louise var ástkona og bægri bönd Friðriks konungs 7. Þegar bann dó erfði hún fé sem bún notaði til þess að byggja munaðarleysingjabæli fyrir stúlkur í Jægerspris og beimili fyr- ir fátækar alþýðukonur, en það er einmitt búsið sem kallað er Dannerbúsið í dag. Auglýsing frá Re-design búöinni i Kvennahúsinu. K RE-DESIGN DANNER- HÚSIÐ - annað og meira en ofbeldi vi'rs 37

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.