Vera - 01.10.1997, Síða 38

Vera - 01.10.1997, Síða 38
Athvarf fyrir músl- ímskar dætur? Eru þetta konur úr öllum stétt- umf „Nei, þetta eru mest konur úr lægri stéttum, en það þýðir ekki að ofbeldið sé minna í öðrum þjóðfélagshópum. Konur úr öðr- um stéttum hafa yfirleitt annað úrræði en að Ieita í kvennaat- hvarf.“ Er það rétt metið hjá mér að hlutur erlendra kvenna hafi auk- ist með árunum? „Já, það er rétt. Árið 1982 voru 7,3% íbúa hússins af er- lendu bergi brotnir en í fyrra var það réttur helmingur. En þessar konur koma frá öllum löndum, allt frá Svíþjóð til Bandaríkj- Anne Catherine Rasmussen, umsjónarkona Dannerhússins. Ég var annars að lesa að dætur múslímskra inn- flytjenda væru farnar að leita í kvennaathvörf þeg- ar foreldrarnir vildu gifta þær sveitungum sínum. „Já, það kemur fyrir. Ofbeldi á konum er ekki aðeins líkamlegt, heldur má líka líta á það sem of- beldi þegar foreldrar vilja neyða ungar stúlkur til ráðahags sem þær vilja ekki.“ Hvað er kvennapólitík? Nú voru það pólitískir kvennahópar sem hertóku bygginguna á sínum tíma. Hvernig er með kvennapólitíkina - er hún áberandi í starfi ykkar? „Við lítum á það sem kvennapólitík þegar við hlust- um á konur á þeirra forsendum og sýnum þeim samstöðu. En við höfum því miður ekki mik- inn tíma til að ræða kvennapólitík almennt. Hús- fundirnir eiga það til að fjalla um kaup á tölvu eða ljósritun- arvél. Við söknum þess oft að konur komi með umræðu sem gæti verið lyftistöng fyrir starf okkar.“ Hjálp til sjálfshjálp- ar, en.... Nú eru kvennaathvörf orðin algeng víða. Hafið þið sam- starf við önnur athvörf? „Fulltrúar norrænna kvennaathvarfa hafa hist ár- lega síðan 1994, t.d. kom ég til íslands 1995 á slík- an fund. Við getum lært mikið hver af annarri og gefum meira að segja út blað sem kemur út nokkrum sinnum á ári. Við í Dannerhúsinu höfum t.d. töluverða reynslu af vinnu með börn kvenn- anna. Markmið kvennaathvarfsins er „hjálp til sjálfshjálpar“. Það er gott og gilt hvað konurnar sjálfar snertir, en börn þeirra geta ekki unnið óstudd úr tilfinningum sínum. Börnin verða að geta talað við óháðan aðila um upplifanir sínar og tilfinningar. Barnið getur t.d. verið reitt út í móð- ur sína eða saknað föðurins og þá er gott að geta talað um það við hlutlausan aðila.“ Póstkort frá LOKK, landssambandi kvennaathvarfa í Danmörku. Flere kvinder udsat for vold i hjemmet! ________i .v Volden kan ikke altid ses Volden kan ogsá give fraktur pá kraniet! FN's Kvintlekommissíon vedlog eflcrárct 1993 fnlgcnde deklara- tion om vold minl kvinder. "Enhver form for konsrclatcret vold, som resullcrer i dlcr kan rcsullerc i fysi.sk, scksucl eller psykisk skade eller lidelse for kvinder, inklusivc trusler om sádanne handlinger, tvang eller vilkárlige frihedsberovelser, hvadcntcn dct skcr i dct offent- ligc eller i det privatc rum". Dauft félagslíf Starfsemi Dannerhússins skiptist í tvennt, þ.e. kvennaathvarfið og kvennamiðstöðina. Húsið er rúmir 2000 fermetrar og við göngum um marga fallega en tóma sali. I stórum gluggum eins salar- ins eru enn rauðir hnefar í kvennamerki á rúðun- um. Anne Catherine segir að það séu skiptar slcoð- anir um hvort þessi kvennamerki eigi enn að vera þarna. Áður fyrr fór fram fjölbreytt starfsemi í kvennamiðstöðinni en hún hefur verið daufleg í þau fjögur ár sem Anne Catherine hefur starfað í húsinu. „Ég held að okkur hafi ekki tekist að benda konum á að Dannerhúsið sé ekki aðeins fyrir kon- ur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hér er t.d. ágætis aðstaða fyrir konur til að hittast og jafnvel borða saman áður en þær fara eitthvað annað. Þegar fundir eru haldnir hér í húsinu eldum við oft kvöldmat áður, svo konurnar þurfi ekki að fara heim áður en þær mæta á fund. Mér finnst það oft há okkur að við erunt að reyna að lifa samkvæmt gömlum hugsjónum. Hins vegar er vonlaust að bera starfsemi hússins í dag saman við starfsemina eins og hún var fyrir átján árum. Þjóðfélagið hefur breyst og konurnar með. Flestir starfsmenn eru ólaunaðir og eru yfirleitt í launavinnu annars staðar. Reglur um atvinnuleys- isbætur koma í veg fyrir að atvinnulausar konur geti unnið hér án þess að það hafi áhrif á bætur þeirra. Verkaskiptingin hér er öðru vísi en á öðr- um vinnustöðum. Þess vegna er erfitt að mæla þá reynslu sem konur fá hér með mælistiku vinnu- markaðarins," sagði Anne Catherine. □LAFUR ÞQRSTEINSSON LJÓSRITUNARPAPPÍR KARTON PRENTPAPPÍR UMSLÖG BRÉFSEFNI Vatnagarðar 4 Pósthólf 55 1 121 Reykj avík sími 568 8200 símbréf 568 9925

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.