Vera - 01.10.1997, Qupperneq 41

Vera - 01.10.1997, Qupperneq 41
ar konur Ætlaði ekki að verða prestur segir íris Kristjánsdóttir, yngsti starfandi prestur landsins Konum í prestastétt hefur fjölgað mikið á þeim 23 árum sem liðin eru síðan fyrsti ís- lenski kvenpresturinn hlaut vígslu. Nú er svo komið að konur eru í meirihluta stúd- enta í guðfrceðideild, þó að þœr séu enn í minnihluta starfandi presta. Starfandi kvenprestum fer þó stöðugt fjölgandi og ein þeirra, Iris Kristjánsdóttir, er jafnframt yngsti starfandi prestur á landinu. / Iris er 26 ára aðstoðarprestur í Hjallakirkju í Kópavogi, þar sem hún hefur starfað í eitt ár. Hún segist ekki hafa ætlað að verða prestur þegar hún hóf nám í guðfræði og í raun ekki hafa ákveðið það fyrr en á síðasta námsári sínu. „Það er mjög algengt í guðfræðideildinni að fólk sé ekki endilega ákveðið í að verða prestar, enda verða alls ekki allir guðfræðingar prestar,“ segir Iris. „Eg var í óvenju fjölmennum bekk, en þegar einn prófessorinn bað þá sem ætluðu að verða prestar að rétta upp hönd, voru það bara þrír af 25 sem gerðu það. Eg hafði áhuga á því að verða kennari og mennta mig meira í guðfræðinni.“ Áhuginn á framhaldsnámi er enn fyrir hendi hjá írisi og hún stefnir á framhaldsnám í guðfræði erlendis. í augnablikinu er hún þó ánægð í starfinu sem hún stefndi ekki á, en níu mánuðir eru liðn- „Mörgum finnst að presturinn eigi að vera karl- maður, sérstak- lega eldra fólki.“ ir síðan hún vígðist til prests. „Eg er mjög sátt við þetta starf,“ segir hún. „Það er mjög gefandi, vegna þess að ég hitti fólk bæði í gleði og sorg. Bara á þessum níu mánuðum hef ég fengið mörg tækifæri til þess að takast á við ólík mál og fengið að reyna ýmislegt.“ Er preststarfið að verða kvennastarf? „Já og nei. Konur eru í meirihluta í guðfræðideild og það er sama þróun og á Norðurlöndum, en marg- ar þeirra eru í djáknanámi. Skiptingin er jafnari í sjálfri guðfræð- inni, þó að við værum aðeins fleiri þegar ég var í námi. Ef við skoð- um hins vegar starfandi presta, þá eru mun færri konur. Hér á höf- uðborgarsvæðinu er aðeins ein kona sóknarprestur, séra Solveig Lára Guðmundsdóttir. Nokkrar konur eru aðstoðarprestar og sjúkrahúsprestar, en svo eru margar konur sóknarprestar úti á landi.“ Iris segir konur ekki fjölmennari en karla í röðum aðstoðarpresta. Þetta starfsheiti á reyndar að leggja niður urn áramótin, vegna þess að það þykir villandi. „Margir halda að aðstoðarprestar geti ekki gert það sama og sóknarprestur,“ segir hún. „Fólk spyr mig: Mátt þú skíra? Mátt þú gifta? Staðreyndin er sú að starfssvið aðstoðarprests er það sama og sóknarprests, en sóknarpresturinn er í forsvari og ber ábyrgð á kirkjustarfinu.“ Þó að rúm tuttugu ár séu liðin frá því að séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir var vígð til prests, segir íris að enn sitji hugmyndin um karlprestinn föst í mörgum íslendingum. „Mörgum finnst að presturinn eigi að vera karlmaður, sérstaklega eldra fólki. Því finnst meira mark takandi á karlmanni en konu sem presti. Annar ókostur er að vera svona ung. Sumum finnst það að vísu vera spennandi, en aðrir halda að ég valdi því ekki að sjá um athafnir. Mér er minnisstætt þegar ég hélt messu fyrir eldri borgara og gamall maður sagði, þegar hann sá mig í fullum skrúða: „Er þetta presturinn? Hún er svo ung.“ Þetta endurtók hann alla rness- una.“ Hvernig er konum tekið innan kirkjunnar? „Mér brá rosalega eftir að ég kom inn í þessa stétt, vegna þess hvað þetta er mikið karlasamfélag. í guðfræðideildinni eru allir jafnir og konur eru atkvæðamiklar í mörgu þar. Það er ekki það að rnanni sé illa tekið, heldur bara hvað karlmenn eru í miklum meiri- hluta, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu. Á fundum gleyma þeir þessum fáum konuni og segja hluti eins og : „Við skulurn allir gera þetta.“ Innan kirkjunnar eru karlmenn líka ráðandi í öllum stjórnum og ráðum. Kirkjan er mikið karlabákn. Mér finnst að við konur innan prestastéttarinnar eigum að vera ákveðnari að koma okkur sjálfar áfram, en ekki að bíða eftir að einhver þrýsti á okk- ur.“ Sv.J. > c O í? m o N O

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.