Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 23
RITMENNT
HANDRIT HALLDÓRS LAXNESS
Handritum Halldórs Laxness er eðlilegast
að skipta í handskrifuð blöð og vélrit. Fram-
an af ritar hann báðum rnegin á blöð sín og
nýtir vel pappírinn, en síðar er langoftast
aðeins ritað öðrum megin á bréfsefnið. Mest
af handskrifaða efninu eru frumdrög að við-
komandi verki, og er margt, einkum frá því
um miðja öldina og síðar, ill- eða nánast
ólæsilegt jafnvel þeirn sem kunnugastir eru
verkunum og ættu því frernur en aðrir að
geta ráðið í það sem þar stendur skrifað.
Liggur röð blaðanna heldur ekki í augurn
uppi þar sem efnið skarast af innskotum eða
lengri viðbótum eða eitt og annað hefur ver-
ið fært til eftir því sem textinn mótaðist.
Mörg vélrituðu blöðin eru þannig að aðeins
er um að ræða fáeinar línur, en síðan tekur
við blýanturinn eða penninn. Jafnvel þótt
vélritun hafi ekki verið hætt svo skjótt er
ekki þar með sagt að textinn hafi fengið að
standa óhaggaður því öllu getur verið breytt
eða bylt og heilu síðurnar strikaðar út. Þeg-
ar lengra er lcomið er heldur aldrei fyrir það
að synja að með hafi lagst handskrifuð blöð
með breytingum á vélrituðum texta. Er
óhætt að fullyrða að sá sem ætlaði að koma
hverju blaði á réttan stað eða tengja allt efn-
ið fullkomlega saman eftir þróun þess úr
penna skáldsins þyrfti ekki aðeins að hafa
lesið viðkomandi verk í venjulegum skiln-
ingi heldur þyrfti nánast að kunna textann
utan bókar.
Þegar litið er á þau verk Halldórs sem
varðveist hafa allt frá frumdrögum til end-
anlegrar gerðar, má glöggt sjá hversu gífur-
legur afkasta- og jafnframt kröfuharður ná-
Upphaf að B-gerð íslandsklukkunnar (sjá bls. 14).
^ A.
- ■''-Gr/
rZsjlL,____. • j °J fjýíSKsJjUl_ ,
j / ' r* X *•- -------
.... y tjv, —.y - i A— A /
s* Ar%~C.., -U-A' 1
! l--.
tírJk./’ 7.
-'í-tl. í. U- / . / .-
7'— ( ,/v_, i
/ I . / / . I/ **
■ i-
** s 0 a tX c-,
yXy í/LCL, £•»-/ ■ •-» r-\
Landsbókasafn.
Oft eru fyrstu handritauppköstin illlæsileg.
kvæmnismaður hann hefur verið við ritun
verka sinna. Hann er þrotlaust að semja upp
og fága texta sinn, og er svo að sjá að hann
verði aldrei fullkomlega ánægður með verlc
sitt. Sem dæmi um þessa stílfágun má nefna
að til eru fjórar gerðir íslandsklukkunnar og
fjórar eða fimm Gerplur. Þessi orð má þó
elclci slcilja á þann veg að hver og ein gerð sé
lögð til hliðar og síðan hafist lianda á ný við
endursamningu alls verlcsins, heldur er átt
við að til séu svo og svo margir blaðabunk-
19