Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 65
RITMENNT
AF EINGLI MEÐ MÓNOKKEL
ars vegar heldur keypti iðulega verk eftir þessa listamenn, auk
þess sem þeir þökkuðu honum góð orð og skáldskap hans með
því að færa honum verk eftir sig. Þegar Halldór Laxness lést voru
hartnær hundrað myndir eftir íslenska og erlenda listamenn í
búi þeirra Auðar að Gljúfrasteini, og mundu nolckrar þeirra telj-
ast meðal tímamótaverka í íslenskri myndlist. Sérstaklega er
glæsilegt einkasafn þeirra hjóna af myndum eftir Svavar Guðna-
son.
Kartöfluþrykk og keramík
Samt kristallast samskipti Halldórs og myndlistarmanna
kannslci helst í portrettmyndunum af honum sem þeir máluðu
eða mótuðu frá því snemma á höfundarferli hans og allt þar til
hann lést. Þá segir það sína sögu að fleiri portrettmyndir eru til
af Halldóri en nokkrum öðrum íslendingi. Lætur nærri að hátt í
40 portrettmyndir hafi verið gerðar af slcáldinu, olíumálverk,
teikningar og grafíkmyndir (þar á meðal eitt kartöfluþrykk ...),
um tíu bústur eða vangamyndir úr gifsi, bronsi og steini, en
einnig keramíkverk, jafnvel brúður. Strax á þriðja áratug síðustu
aldar varð langt niðurandlit Halldórs, nef hans og nett yfirvarar-
skeggið, að ógleymdri tilhaldssemi hans í klæðaburði, einnig ís-
lenskum skopteiknurum sem himnasending eins og sést þegar
flett er Speglinum, Fállcanum, Vikunni og öðrum tímaritum. Þar
eru afkastamestir þeir Tryggvi Magnússon, Halldór Pétursson og
Ragnar Lár. Lætur nærri að í sameiningu hafi þeir gert hátt í sjö-
tíu skopteikningar af skáldinu. Á seinni árum gerði Sigmund
einnig um tylft skopteikninga af honum fyrir Morgunblaðið.
Vaxandi orðstír Halldórs úti í heimi á fjórða og fimmta áratugn-
um og þátttaka hans í hinum umdeildu PEN-samkomum vakti
einnig áhuga útlendra skopteiknara á honum. Frægir rússneskir,
tékkneskir og pólskir teiknarar gerðu af honum myndir, og
danskur skopteiknari setti saman eins konar Halldórskver sem
innihélt myndir af honum einum. Eftir að Halldór hlaut Nóbels-
verðlaunin gerðu sænskir og finnskir skopmyndateiknarar tölu-
vert að því að teikna af honum myndir.
Hluti portrettmyndanna af Halldóri var sýndur í Landsbóka-
safninu árið 1997 í tilefni af 95 ára afmæli hans. Sýningin nefnd-
ist „Ásjónur skáldsins" og var sett saman með aðstoð bókaútgáf-
Einar Laxness.
Halldór Laxness, teikning eftir
Richard Becker.
61