Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 149
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
fólki, kynjuðu frá Evrópu, sem var á leið til gaiula landsins í or-
lof. „Nokkrir voru á heimleið til átthaganna alfarnir." (48) Þarna
segist Halldór hafa orðið sjónarvottur að atviki sem hafi haft
meiri áhrif á sig en nokkuð sem hann hafi heyrt sagt um þjóð-
erni fyrr eða síðar.
Samt ætla ég að biðja menn að fara nú ekki að halda, að ég ætli að fara
að segja einhverja margbrotna og tilþrifamikla sögu. Nei; þetta voru
bara gömul sveitahjón, ættuð úr Rínarlöndum; þau voru á leið heim.
Mig minnir, að konan hafi verið rnjög nærri níræðu, en bóndinn hafði
fimm urn áttrætt. Þau höfðu flutt vestur fyrir fimmtíu árum síðan, þeg-
ar þau voru í blóma lífsins, og tóku land í námunda við Milwaukee.
Ekki man ég með vissu, hvort þau höfðu rutt þrjú lönd eða fjögur, en
þau áttu níu börn á lífi, fjörutíu barnabörn og kynstur af barnabarna-
börnum, og var fólk þetta dreift út yfir öll Bandaríki, og sumt fengið
heiðurspeninga fyrir góða framgöngu í stríðinu. (49)
Þegar gömlu hjónin voru orðin ein eftir á „farminum" höfðu þau
selt búið og tekið sig upp og voru á leið heim. Þau sitja á þiljum
uppi í bjartviðrinu hvort við annars hlið án þess að gefa gaurn að
umhverfinu, og Halldór lýsir óbrotnum sparifatnaði þeirra.
Gamla konan er í „svartri treyju og skósíðu pilsi, með snotran
skýluklút bundinn yfir höfuðið," gamli maðurinn „í grárri
skyrtu, með bláan lclút um hálsinn, í sunnudagaskónum sín-
um," og tottar pípu. „Þau töluðust ekki við, en sátu þögul eins
og einn maður, og þegar talað var við þau, svöruðu þau eins og
ein persóna." (50) Þau mæla eklci „á enska tungu, en lágþýzkan
með sínum þelcka, upprunalega keimi var þeim jafntöm á tungu
eins og fyrir fimmtíu árum síðan, er þau yfirgáfu dali Rínar, enda
voru þau nú á leið heim og ætluðu síðan ekki í langferðir meir."
(49-50)
Eitt kvöld er gleðskapur í veitingasalnum og sungnir þýskir
þjóðsöngvar. „Görnlu hjónin sátu álengdar. Þeim stökk ekki
bros, því síður, að þeirn hryti tár af augum" (50). Þau hlusta af
lcurteisi og Halldór virðir þau fyrir sér, um leið og hann minnist
íslensks spakmælis:
Út úr þessum falslausu andlitum upprunans sjálfs talaði það samræmi
landslags og örlaga, sem er lcölluð þjóð. Bandið milli mannsins og lands-
ins, sem hann er vaxinn úr, einstaklingsins og stofnsins, sem hann
stendur á, er sterkara en nokkur mannleg ástríða; - það er örlögin sjálf.
Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. Sem tákn þess eru mér
145