Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 118
ÓLAFUR J. ENGILBERTSSON
RITMENNT
Barn
ndttúrunnar
Myndirnor teiknoði HarQÍdur Guðbergsson
Myndlýsingar eftir Harald
Guðbergsson í Barni náttúr-
unnar, 1975.
1954 með gráglettnislegri lcápu Erics Palmquist, dönsku útgáf-
una á Gerplu frá 1955 með grafískri og húmorískri kápumynd Ib
Spang Olsen og norslcu útgáfuna frá 1958 með verki eftir Ulf Aas
á kápu. Allar eru þessar kápumyndir víðsfjarri túlkunum þeirra
Svavars Guðnasonar og Þorvaldar Skúlasonar, sem þó eru inn-
byrðis mjög ólíkar: önnur huglæg en hin hlutbundin. Það er um-
hugsunarefni að sænska útgáfan kom út stuttu fyrir Nóbelstil-
kynninguna og sú danska um svipað leyti, og má ætla að þær
hafi verið áberandi í verslunum einmitt þá.
Atómstöðin var og vinsæl til þýðinga á árunum eftir að Hall-
dór fékk Nóbelsverðlaunin. Fimm litrílcar og expressjóníslcar
myndir eftir Gérard Economos eru í franskri þýðingu Atóm-
stöðvarinnar frá 1964. Tveimur árum síðar gáfu Þjóðverjar hana
líka út í viðhafnarútgáfu, einnig með expressjónískum grafík-
myndum, en þessar voru eftir F. Medard Varsányi. í svipuðum
anda er útgáfa á úrvali ritgerða eftir Laxness sem þýddar voru af
Erilc Sonderholm, Fortid og nutid - essays, er lcom út í Dan-
mörlcu 1986 með Cobralegum og litríkum grafíkmyndum eftir
Jens Peter Helge Hansen.
Kristnihald undir Jökli var gefin út í japanslcri þýðingu árið
1979, og er kápan afar litrík og óvenjuleg. Þar ægir saman texta-
brotum á íslenslcu úr verki slcáldsins og klippimynd sem má
túllca sem einhverskonar tengsl við aðrar plánetur. Franslca út-
gáfan í þýðingu Régis Boyer frá 1988 er öllu þjóðlegri og hefð-
bundnari. Þar er leitað í smiðju Islendinga sjálfra en ekki þó í
samtímann. Brot úr verlci Þórarins B. Þorlálcssonar af Eyjafjalla-
jökli prýðir kápuna og telcur sig vel út, en vísast eru menn und-
ir hinum „rétta" jökli ekki allskostar sáttir við að honum sé
ekki tjaldað á kápunni með því að dýrð hans blasir meira að segja
við úr höfuðstaðnum á góðum degi.
Vaka-Helgafell hefur kappkostað að fá sem flesta hérlenda
myndlistarmenn til að túllca verk Laxness á lcápum þeirra bólca
sem hafa verið endurútgefnar. Þannig hefur Jón Axel Björnsson
skapað átölcum í Gerplu nýja vídd með sinni kápu frá 1988.
Hulda Hákon kaus að útfæra lágmynd af Öxarárfossi á nýja út-
gáfu íslandsklukkunnar. Hátt í þrjátíu íslenslcir listamenn hafa
gert lcápur um verk Laxness, m.a. flestir þeir sem hér hafa verið
nefndir, en einnig m.a. Ásgeir Júlíusson, Erna Ragnarsdótt-
ir, Guðjón Eggertsson, Hörður Ágústsson, Halldór Baldursson,
114