Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 164
HELGA KRESS
RITMENNT
að berja þetta föla og reinglulega skáldmenni úr annarri sveit sem kom-
ið var að bera út fólk í hans sveit. Eitt var víst að íslenskir manítóbainn-
flytjendur snerust öndverðir á móti mér, með nokkrum lofsverðum
undantekníngum, útaf þessari lítilfjörlegu sögu Nýa íslandi. Sumum
þessara kalla var óljóst hverrar þjóðar þeir sjálfir voru, vissu ekki al-
mennilega hvort þeir voru enskir eða bandarískir. Nýa ísland ergði þá
mest af því að þar var þeim lýst sem fátækum íslenskum landnáms-
mönnum.38
Meðan Halldór dvaldist í Manitoba lést vestur-íslenska skáldið
Stephan G. Stephansson. Var Halldór beðinn að skrifa um hann
eftirmæli í íslensku blöðin, og birtust þau í þeim báðum 7. sept-
ember 1927, undir nafninu Landneminn mikli.39 Halldór leggur
einkurn áherslu á tvennt í ævi og starfi Stephans, þjóðernis-
kennd hans og baráttu gegn auðvaldi og kúgun. Þetta tengir
hann hvort tveggja tungumálinu og skáldskapnum: „þá mun
hans minnzt hvar sem íslenzk tunga er skilin, sem eins þeirra,
er mesta sýndu lífsgnótt og hetjuslcap í trú sinni á málstað kot-
ungsins, öreiga og afhraks, hatri sínu á misbeiting valdsins."
(24) Rauði þráðurinn í öllum ljóðum hans er íslendingurinn:
Ljóð hans marka feril þjóðar hans í nýju landi, þangað sem hún hefir
flutzt í voninni um langærri sigra og glæsilegri, fjalla um leit hennar að
fótfestu í nýju umhverfi, um endurnýjaða baráttu hennar fyrir endur-
nýjuðum kröfum sínum í nýjum heimi. Þannig er Stephan G. ímynd
framsóknarinnar í fari Vestur-íslendingsins sem hingað er kominn með
þeim ásetningi að sigra erfiðleika og andspyrnu, duga eða drepast. Hann
er þúsundæ reynsla íslenzku þjóðarinnar, talandi í nýju landi (...) ímynd
kjarnans í vestur-íslenzku sálinni. (25-26)
38 Halldór Laxness, Skáldatími (1963), bls. 82-83. Sumarið eftir að Halldór kom
heim frá Ameríku las hann upp úr verkum sínum í Gamla bíó, m.a. söguna
Nýja ísland. Aftan á eintak sitt af dagskránni (sem varðveist hefur rifrildi af)
hefur hann hripað upp kynningu á sögunni. Þar segir: „Á þessi samkomu, sem
er helguð trúnni á landið, þá virðist ekki úr vegi, að bregða sér lítið eitt aftur
í tímann, um svona fimtíu ár, til þess að minnast til samanburðar við það,
sem nú gerist með þjóðinni, á tímann, áður en menn fóru að trúa á landið.
Eg ætla því að leyfa mér að lesa yður hér stutta smásögu að minnast þeirra
sorgartíma meðan stjórnin í landinu og þjóðernistilfinning landsmanna var
svo lömuð og voluð, að þeir sáu ekki annan kost vænni en hverfa héðan til
eyðilanda vestur í heimi, þar sem þeir týndust þjóð sinni og sjálfum sér að
meira eða minna leyti. Sagan sem ég les, segir frá afdrifum einnar slíkrar út-
flytjendafjölskyldu frá tímum Amerikuferðanna. Hún hefur það til síns ágæt-
is að vera sönn, það sagði mér hana gamall íslenskur útflytjandi eitt sumar-
kvöld fyrir þrem árum í Árborg í Nýa íslandi, Manitoba."
39 Greinin birtist síðar i Dagleið á fjöllum (1937), og er hér vitnað til þeirrar út-
gáfu.
160