Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 90

Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 90
IUTMENNT 7 |2002) 86-104 Árni Heimir Ingólfsson Og fuglinn sýngur Tónlistin við ljóð Halldórs Laxness í þessari grein er fjallað stuttlega um helstu tónverk sem samin hafa verið við ljóð Halldórs Laxness. Þar ber eðlilega hæst hlut íslenskra tónskálda, bæði af kynslóð Halldórs sjálfs sem og yngri tónsmiða. Auk þess hafa nokkur erlend tónskáld samið verk við ljóð Halldórs þótt þeim hafi fram til þessa ekki verið mikill gaumur gefinn. Þá fylgir greininni yfirlit yfir þau tónverk sem samin hafa verið við ljóð Nóbels- skáldsins. Islensk tónskáld hafa sótt innblástur í ljóö Halldórs Laxness um langt árabil. Tónverk við kvæði hans eru orðin á annað hundrað talsins, og þótt sum þeirra séu lítt kunn og nokkur hafi reyndar aldrei verið flutt eru hin þó einnig mörg sem hafa unn- ið sér fastan sess meðal íslenskra einsöngv- ara, kóra, og jafnvel í hugum íslensku þjóð- arinnar sjálfrar. Vitanlega hafa þó ekki öll kvæði Halldórs verið tónsett, enda sum lítt til þess fallin. Prósaljóðið Dsjambúl kasaka- skáld, lofsöngurinn um Borodín og kvæða- bálkurinn Alþingishátíðin (sem raunar bar yfirskriftina Alþingiskantata til söngs 1930 í fyrstu útgáfu Kvæðakvers sama ár) eru meðal þeirra ljóða hans sem ekki hafa enn borist um á vængjum söngsins. Hin eru þó mun fleiri sem til eru eitt eða fleiri lög við, og þess eru dæmi að allt að sex tónskáld hafi samið lög við sama kvæði skáldsins frá Laxnesi. Það er há tala í íslenskri tónlistar- sögu, og hlýtur að teljast einstakt að jafn fjölbreytt safn tónlistar, og jafn dýrt að gæð- um, hafi orðið til við ljóð skálds sem þó var ekki ljóðskáld nema í hjáverkum. Fer þó engu að síður vel á því að Nóbelsskáldið sjálft sé meðal þeirra sem tónsmiðir þjóðar- innar leita hvað oftast til, þótt ekki takist honum að velta Jónasi Hallgrímssyni úr sessi sem ástsælasta ljóðahöfundi íslenskra tónskálda. Fyrstu lögin Tónsköpun við ljóö Halldórs var eðlilega lítil að vöxtum þar til Kvæðakver hans var gefið út í fyrsta sinn 1930. Vitað er til að tvö tónskáld hafi tónsett ljóð Halldórs í hand- riti fyrir þann tíma, en þau voru bæði góðir vinir skáldsins og í a.m.k. öðru tilfellinu var um eiginlega samvinnu að ræða. Magnús Á. Árnason myndlistarmaður hélt til San Francisco árið 1918 og stundaði nám bæði í myndlist og tónlist við California School of Fine Arts og Arrillaga Musical College. 1 San Francisco lágu leiðir þeirra Halldórs 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.