Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 146
HELGA KRESS
RITMENNT
son í Wynyard, Saslcatchewan. Umsóknin er ódagsett en henni
fylgir bréf til Thomas R. Gelley á innflytjendaskrifstofunni í
Winnipeg frá 23. ágúst 1922, þar sem m.a. segir:
I am expecting a young man from Copenhagen this winter, who is com-
ing out here to assist me on the farm. His name is Halldór Gudjónsson
from Laxnes, Iceland. He is about 22 years of age, of sound body and
mind. He has had a fair education and speaks English sufficiently to
make himself understood. It is my desire that he shall be allowed upon
landing to proceed out west. For this reason I am writing to you to ask
you to obtain clearance for him from the Immigration Department. I
will hold myself responsible for him upon his arrival, that he shall not
in any way become a public charge. [...]
Umsóknina ásamt bréfinu er að finna í bréfasafni Rögnvalds Pét-
urssonar og er hún lögð inn í bréf til hans frá Friðriki Friðriks-
syni, dagsett í Wynyard 1. september 1922, þar sem Friðrik bið-
ur Rögnvald sem á heima í Winnipeg að koma umsókninni á
framfæri og senda hana síðan beint til Halldórs í Danmörku. í
lok bréfsins biður hann Rögnvald að fyrirgefa „kvabb alt í samb.
við Halldór Guðjónsson." Hálfu ári síðar skrifar Friðrilc aftur og
biður Rögnvald, í bréfi dagsettu í Wynyard 28. febrúar 1923, að
ómaka sig „ennþá einu sinni vegna mín og Halldórs Guðjóns-
sonar frá Laxnesi. Hann hefir ennþá hug á að koma til Ameriku
og það eina sem jeg get fyrir hann gert er að reyna að ná í þessa
leyfispappíra fyrir hann". Biður hann Rögnvald að ganga úr
skugga um hvort þeir séu fáanlegir. „Og helst sem fyrst."9
Eins og ráða má af seinna bréfi Friðriks varð einhver bið á að
leyfið fengist. Halldór hafði þá reyndar strax um vorið 1922
freistað landgöngu í Vesturheimi en verið snúið við í New York
og gerður afturreka til Evrópu. í bréfi til Einars Ólafs Sveinsson-
ar, dagsettu í Hamborg á páskadag 1922, lýsir hann tildrögum
ferðarinnar og lcennir hana drottni: „Vill hann senda mig til
Hollands og láta mig borga þar margt gyllina fyrir að stíga á skip
9 Bréfasafn Rögnvalds Péturssonar. Lbs 545 fol. Ég þakka Viðari Hreinssyni fyr-
ir að benda mér á þessi gögn. John G. Christianson (Jón Gunnlaugur Kristj-
ánsson) var bóndi og hveitikaupmaður í Wynyard, Saskatchewan, elstur
þrettán barna Kristjáns Kristjánssonar og Svanfríðar Jónsdóttur, sem fóru ný-
gift frá Langanesi til Vesturheims árið 1878. Þau komu fyrst til Nýja íslands
en fóru þaöan fótgangandi til Dakota snemma vors 1879, „og drógu með sér
ungbarn sitt og eitthvert nesti, á litlum handsleða" (428). Sjá Thorstina
Jackson, Saga íslendinga í Noróur-Dakota, bls. 427-29. Ekki er vitað um
skyldleika þessa fólks við Idalldór Laxness.
142