Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 161
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
[...] að þeir hefðu af engri skemtun sörnu tegundar verið hjartan-
legar snortnir." Er lestrinum lýst nánar í greininni „Vel varið
kvöldstund" eftir Sig. Júl. Jóhannesson, sem birtist á forsíðu
sama blaðs. Um Halldór er þar sagt að hér sé „um engan meðal-
mann að ræða," liann sé látlaus og blátt áfram, en það sem hann
flytji sé „þrungið af djúpurn hugsunum, glöggum athugunum og
brennandi samúð með öllu sem líf og tilfinningar lrefir". „Sög-
una frá Nýja íslandi mun flesta fýsa að lieyra," segir lrann og rek-
ur efni hennar ýtarlega. Að lokum segir hann að þeir ísiendingar
hafi farið „mikils á mis sem ekki notuðu sér þessa kvöldstund
til þess að hlusta á slcáldið".
Hér kemur ekkert fram um þær fjandsamlegu viötökur sem
Halldór minnist síðar.35 í Ameríkubréfi sem hann skrifaði í San
Francisco 3. apríl 1928 segist hann eiga „ljúfustu endurminning-
ar" um þá rnenn sem hann kynntist í Kanada. „Allir Kanada-
íslendingar, sem nokkur veigur er í, eru fyrst og fremst góðir
íslendingar." Undantekningarlaust hafi sér verið mætavel tekið
af íslendingum í Kanada sem hafi opnað fyrir sér dyr sínar af
fádæma gestrisni og hann muni aldrei verða maður til að full-
þakka. „Ýmsir smáskrítnir atburðir komu þó fyrir," viðurkenn-
ir hann og segir „tvær af þessum skrítlum". Báðar eru um við-
tökur Nýja íslands. Þegar Halldór hafði lesið söguna upp í
Riverton og flestir voru farnir hafi krambúðareigandinn í pláss-
inu hlaupið upp á pallinn, „kafrjóður af geðshræringu eins og
ungmær" og lialdið ræðu um þennan heiðingja sem vogi sér að
tala um fátækt í Kanada. í Ameríkubréfi skopstælir Halldór ræð-
una sem hann leggur ltrambúðareigandanum í munn. Nokkru
síðar las Halldór upp í Árborg, og stóð þar einnig upp maður og
flutti ræðu, sem Halldór síðan einnig skopstælir í bréfinu. Held-
ur ræðumaður því fram að Halldór hafi engan rétt til að skrifa
sögu um Nýja ísland. „Svona ungir piltar, sem koma heiman frá
íslandi, hafa engan rjett til þess að skrifa um Nýja ísland. Til
þess að skrifa um Nýja-ísland, þarf maður að hafa dvalið þar í
fjörutíu ár eins og jeg. - Jeg hefi rjett til þess að skrifa um Nýja
ísland! - Jeg veit livernig á að sltrifa um það!" Og hann skorar á
35 Sjá einnig Gísli Sigurðsson, Halldór K. Laxness in Manitoba, Lögbeig-
Heimskringla 8. apríl 1988, og Halldór Kiljan Laxness í Manitoba, Þjóðvilj-
inn 17. apríl 1988.
157