Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 43
RITMENNT
VORIÐ GEINGUR í LIÐ MEÐ KÁLFUM
áhorfendum. Sigurður A. Magnússon segir svo í umsögn sinni:
„Þegar á allt er litið er lcannski stílleysið alvarlegasti brestur
„Prjónastofunnar". Þar ægir saman sundurleitum elementum
sem eiga mjög erfiða sambúð. Tökum til dæmis Kúabóndann og
Moby Diclc dóttur hans, sem eru ómengaðar farsapersónur af
frumstæðustu gerð, og svo á hinu leitinu Sine Manibus sem er
margræð og forvitnileg persóna, sennilega lyltilpersóna leiksins.
Milli þessara öfga standa svo fulltrúar rómantíslcunnar, Ljósdal,
Sólborg og Píparinn (sem rnætti kannski líka flokka undir frum-
stæðan farsa), Þrídís sem vegur salt milli Snæfríðar og Kleópötru
í „Atómstöðinni" ... þannig mætti halda áfram. Það vantar eitt-
hvert það bindiefni í leikritið sem samtengi þennan sundurleita
mannsafnað og gefi verkinu samfelldan svip. Fyrsti og annar
þáttur eru t.d. af allt öðru sauðahúsi en þriðji þáttur, sem er í
fjarstæðustíl en skortir þá listrænu upphafningu sem ljái fjar-
stæðunum hugtæka merkingu. Á hinn bóginn eru mest drama-
tísk tilþrif í þriðja þætti; hann er í heild betur skrifaður frá leik-
rænu sjónarmiði en fyrri þættirnir. - Ég ætla mér ekki þá dul að
ráða táknin sem ég þykist fullviss um að séu í leiknum, enda
hafa þau mörg það eðli góðra tákna að vera tvíræð eða jafnvel
margræð, þannig að þau vísa í senn til fleiri en einnar áttar ... I
heild virðist mér leilcritið fjalla með táknrænum hætti um þær
ógnir sem steðja að lífi manneskjunnar á jörðinni á atómöld, tog-
streituna milli blekkingar og sannlcika, einfalds og nægjusams
lífs annarsvegar og gervilífs peningaþjóðfélagsins hinsvegar ,.."6
Hvort sem þessi túlkun er einhlít eða ekki, mætti svosem
segja að tími sé kominn til að láta reyna á viðlíka staðhæfingu á
nýrri öld þar sem gróðahyggjan hefur leikið hið litla íslenska
samfélag svo grátt að fáránleikinn er ekki fáránlegur lengur.
Reyndar hafa ýmsir reynt að lesa í tákn verksins, þeirra á meðal
sá sem hér heldur á penna og vísast til þess og verður eltki end-
urtekið hér.7 Sú kenning gengur m.a. út á það að í persónu Ibsens
Ljósdal mætist tveir meginþættir í lífssýn skáldsins á þessurn
árum: sá boðberi sem þrátt fyrir allt er með puttann á lofti gagn-
vart mannkyninu, afkomandi þess skálds sem skrifaði Sölku og
Bjart og bróðir organistans og Björns í Brekkukoti sem þó eru
6 Sigurður A. Magnússon. I sviðsljósinu, bls. 44.
7 Sveinn Einarsson: Hugleiðingar um laxneskar persónur, einkum leikpersónur.
39