Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 155
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
í bréfi til Erlends frá Gimli, 20. júlí, segir Halldór frá ferðalagi
um Nýja ísland daginn áður. Hann lýsir landslaginu og fléttar
það sögunni sem hann er að skrifa:
Stóð leingi á brúnni yfir íslendingafljót í Riverton og hugsaði um hina
erfiðu æfi fslendinga í þessu landi, alt um það í sögunni Nýa ísland.
Canada má heita óbygt land. Maður ekur hér yfir stór flæmi, sem er á
víxl kjarrskógur, stórskógur eða eingjar með mjaðmarháu grasi, sem lif-
ir og deyr. Það er fagurt og undarlegt að sjá alt þetta í sólskininu. Him-
inninn hér er skínandi blár og sólskinið verður næstum gullið á safaríku
eingjagrasinu og þessum kjarrskógum sent standa í bússnum runnum
með þúng laufin af vatni. Þetta er eitt hið fegursta sem ég hef séð og
canadiskur sumardagur er alveg dæmalaust undur.
í sama bréfi ræðir Halldór framtíðaráætlanir sínar á sviði „film-
unnar". Segir hann að allar fyrri sögur sínar séu „meira eða
minna lcvikmyndalegar" og liggi ekkert opnara fyrir sér „en að
sjá myndir og draga upp myndir, m.ö.o. kvilcmyndir." Er hann
staðráðinn í að vinna „stórvirki með kvikmyndaflokki" á sama
hátt og hann hefur áður „unnið stórvirki með pennanum". Gald-
urinn sé „að finna þá réttu leið að réttum mönnum og - komast
á vettváng." Strax og hann komi „vestur þángað" fari hann „á
fund filmleikaranna".
í Ameríkubréfi frá 3. apríl 1928 segist hann hafa skrifað fyrstu
blaðsíðuna að Nýja íslandi í vasabók sína þar sem hann stóð á
gömlu brúnni yfir íslendingafljót hjá Riverton og rifjaði upp fyr-
ir sér „ýmsar tárugar sögur, sem jeg hafði heyrt um menn, er
höfðu slitið sig með rótum upp úr þúsund ára gamalli menníngu
til þess að skifta á gamalli sultarbaráttu fyrir nýa sultarbar-
áttu".26 Hann leggur áherslu á að sagan lýsi sammannlegri
reynslu og segir að hún sé í raun ekki eftir sig, heldur eftir átt-
ræðan landnema sem hann hafi talað við í fjóra klukkutíma eitt
kvöld í tunglsljósi úti á svölunum hjá lækninum í Árborg.
„Hann sagði mér þar sögur, sem fylt gátu heilar bækur."
í formála að útgáfu sögunnar í Þáttum (1954) fjallar hann enn
um tildrög hennar og segir:
miskunnarlaus og köld, hin er á leið til Toronto að hitta kærastann sinn sem
hafði sent henni farareyri og hún notar hvert tækifæri til að svíkja. „Ég vildi
ekki vera pilturinn yðar fyrir vestan, sagði ég." (186)
26 Ameríkubrjef skrifaði Halldór i San Francisco 3. apríl 1928 og birtist það í
Morgunblaðinu 16. desember sama ár.
151