Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 78

Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 78
ARNI BERGMANN RITMENNT viðhorf svo ofan á í Sovétríkjunum, að lögð er mikil áhersla á að útbreiða meðal hinna nýju rússnesku lesenda, sem Halldór Lax- ness bindur miklar vonir við, hinn klassíska „kanón" - þau úrvalsrit, rússnesk og þýdd, sem fella mátti undir hugtakið heimsbók- menntir. Mun meiri varfærni gætti svo í allri útgáfu verka sem urðu til í samtíman- um. Hin stalínska menningarstefna gerði þær kröfur að samtímabókmenntir hefðu pólitískt notagildi við að ala upp „hinn nýja mann í nýju samfélagi". I reynd þýddi þetta æ strangari ritskoðun á verkum sovéskra rithöfunda. Og um leið það, að næsta fátt var þýtt af verkum erlendra samtímahöf- unda. Einna helst var þá um að ræða verlc eftir höfunda sem höfðu tekið mjög afdrátt- arlausa afstöðu með sovéskum kommún- isma og lýstu með aðferðum félagslega raunsæisins atburðum sem vörðuðu stétta- baráttu. En ekki einu sinni val slílcra við- fangsefna, ásamt með æskilegu hugarfari höfundarins, var nóg til að höfundur væri tekinn til þýðingar í Sovétríkjunum. And- rúmsloft hreinsananna milclu (1935-38) gerði það að verkum að allir Sovétþegnar verða afar varir um sig. Menn venjast því að góðir og gegnir leiðtogar og menningarvitar gærdagsins eru fordæmdir í dag, ef ekki teknir af lífi, og þar með komast allir í viss- an háska sem hafa starfað með þeim eða greitt götu þeirra. Menn gátu til dæmis stefnt í hættu starfsframa sínum og kannski frelsi með því að taka til útgáfu verk erlends rithöfundar, sem menn gátu ekki vitað hvar lenti á endanum: kannski leyndist í honum trotskistavilla eða eitthvað álíka slæmt? Arnaldur í Sölku Völku er afleitur marxisti, sagði talsmaður sovésks útgáfufyrirtækis við Halldór Laxness. Og hver veit nema höf- undurinn sjálfur reynist engu betri? Rétt, Halldór segir í Skáldatíma: það var þessi ótti með tilheyrandi varfærni og tor- tryggni sem tafði fyrir því að verlc hans kæmust til rússneskra lesenda. Og ekki bara hans: á þessum tímum lcom sáralítið út á rússnesku eftir Norðurlandahöfunda - aðra en sígilda höfunda eins og H.C. Ander- sen og Ibsen, og svo þelckta kommúnista eins og Martin Andersen Nexö.8 Meira en miljón bækur En svo var Stalín dauður og af stað fór svokölluð „hláka" í sovésku bókmenntalífi. Hún þýddi fyrst í stað að rússneskir höfund- ar byrjuðu að fikra sig út fyrir hinar þröngu slcorður sem þeim höfðu verið settar í túllc- un síns tíma - og um leið að smám saman dró úr fyrirvörum og illum grun um vafasöm utanaðkomandi áhrif á sovéska lesendur sem gætu fylgt þýddum bók- menntum. Halldór Laxness nýtur góðs af þessum breytingum og nú hefst útgáfusaga hans á rússnesku sem er í stórum dráttum á þessa leið: 1953. Stalín deyr. Smásagan „Osigur ítalska loftflotans í Reykjavílc" birtist í tímariti og í vikublaðinu Ogonjok. Kafli úr Atórn- stöðinni birtist í bókmenntablaðinu Literatúrnaja gazeta. 1954. Atómstöðin kemur út í tveim útgáf- um og einnig Sjálfstætt fólk (upplag 30 8 Sjá W.W. Pochljobkin: The Development of Scan- dinavian Studies in the USSR (1917-1965). Scandi- navica V, 1966, bls. 35. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.