Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 78
ARNI BERGMANN
RITMENNT
viðhorf svo ofan á í Sovétríkjunum, að lögð
er mikil áhersla á að útbreiða meðal hinna
nýju rússnesku lesenda, sem Halldór Lax-
ness bindur miklar vonir við, hinn klassíska
„kanón" - þau úrvalsrit, rússnesk og þýdd,
sem fella mátti undir hugtakið heimsbók-
menntir. Mun meiri varfærni gætti svo í
allri útgáfu verka sem urðu til í samtíman-
um. Hin stalínska menningarstefna gerði
þær kröfur að samtímabókmenntir hefðu
pólitískt notagildi við að ala upp „hinn nýja
mann í nýju samfélagi". I reynd þýddi þetta
æ strangari ritskoðun á verkum sovéskra
rithöfunda. Og um leið það, að næsta fátt
var þýtt af verkum erlendra samtímahöf-
unda. Einna helst var þá um að ræða verlc
eftir höfunda sem höfðu tekið mjög afdrátt-
arlausa afstöðu með sovéskum kommún-
isma og lýstu með aðferðum félagslega
raunsæisins atburðum sem vörðuðu stétta-
baráttu. En ekki einu sinni val slílcra við-
fangsefna, ásamt með æskilegu hugarfari
höfundarins, var nóg til að höfundur væri
tekinn til þýðingar í Sovétríkjunum. And-
rúmsloft hreinsananna milclu (1935-38)
gerði það að verkum að allir Sovétþegnar
verða afar varir um sig. Menn venjast því að
góðir og gegnir leiðtogar og menningarvitar
gærdagsins eru fordæmdir í dag, ef ekki
teknir af lífi, og þar með komast allir í viss-
an háska sem hafa starfað með þeim eða
greitt götu þeirra. Menn gátu til dæmis
stefnt í hættu starfsframa sínum og kannski
frelsi með því að taka til útgáfu verk erlends
rithöfundar, sem menn gátu ekki vitað hvar
lenti á endanum: kannski leyndist í honum
trotskistavilla eða eitthvað álíka slæmt?
Arnaldur í Sölku Völku er afleitur marxisti,
sagði talsmaður sovésks útgáfufyrirtækis
við Halldór Laxness. Og hver veit nema höf-
undurinn sjálfur reynist engu betri?
Rétt, Halldór segir í Skáldatíma: það var
þessi ótti með tilheyrandi varfærni og tor-
tryggni sem tafði fyrir því að verlc hans
kæmust til rússneskra lesenda. Og ekki
bara hans: á þessum tímum lcom sáralítið út
á rússnesku eftir Norðurlandahöfunda -
aðra en sígilda höfunda eins og H.C. Ander-
sen og Ibsen, og svo þelckta kommúnista
eins og Martin Andersen Nexö.8
Meira en miljón bækur
En svo var Stalín dauður og af stað fór
svokölluð „hláka" í sovésku bókmenntalífi.
Hún þýddi fyrst í stað að rússneskir höfund-
ar byrjuðu að fikra sig út fyrir hinar þröngu
slcorður sem þeim höfðu verið settar í túllc-
un síns tíma - og um leið að smám saman
dró úr fyrirvörum og illum grun um
vafasöm utanaðkomandi áhrif á sovéska
lesendur sem gætu fylgt þýddum bók-
menntum. Halldór Laxness nýtur góðs af
þessum breytingum og nú hefst útgáfusaga
hans á rússnesku sem er í stórum dráttum á
þessa leið:
1953. Stalín deyr. Smásagan „Osigur ítalska
loftflotans í Reykjavílc" birtist í tímariti
og í vikublaðinu Ogonjok. Kafli úr Atórn-
stöðinni birtist í bókmenntablaðinu
Literatúrnaja gazeta.
1954. Atómstöðin kemur út í tveim útgáf-
um og einnig Sjálfstætt fólk (upplag 30
8 Sjá W.W. Pochljobkin: The Development of Scan-
dinavian Studies in the USSR (1917-1965). Scandi-
navica V, 1966, bls. 35.
74